Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 9
Saga og þróun fósturgreiningar á ✓ Islandi María Hreinsdóttir Ijósmóbir Ágrip. Ómskoðanir hófust á íslandi árið 1975, og voru til að byrja með einungis gerðar hjá konum sem lágu á meðgöngudeild eða höfðu sögu um fósturgalla . í dag eru ómskoðanir orðnar hluti af hefðbundinni mæðravernd og mikilvægur þáttur í að stuðla að betra eftirliti með móður og barni á meðgöngu. Frá árinu 1986 hefur öllum konum verið boðin ómskoðun við 19 vikur og hafa um 98% kvenna þegið þessa skoðun. A þessu ári verður þjónustan aukin og bætt við ómskoðun við 11-14 vikur fyrir allar konur sem það kjósa. Inngangur Fyrsta ómsjáin (nefnd að erlendri fyrirmynd “sónartæki”) kom á Kvennadeildina 1975 og var lengi vel eina tækið á landinu. Tækið var skoskt af bestu fáanlegu tegund. Jón Hannesson fæðingar og kvensjúkdómalæknir var sá fyrsti sem hóf að nota það. Árið 1982 hófu ljósmæður síðan störf á deildinni. Af hverju ómskoðun? Ómskoðanir voru gerðar til að meta meðgöngulengd í vafatilvikum, skoða afbrigðilegar þunganir og leita að fleirburum og fyrirsætri fylgju þegar grunur vaknaði um slíkt. Tækið vann í gegnum einn kristal sem bjó til og tók á móti hljóðbylgjum af hárri tíðni og byggði upp kyrra mynd. Hægt var að sýna hreyfingar hjartans en ekki fóstursins. Árið 1983 kom á deildina fyrsta tækið sem byggði á því að nota röð kristalla, sem sendu og tóku á móti hátíðnihljóðbylgjum og samhæfði þannig að tölva í tækinu gat breytt þeim í hreyfimynd. Þá bötnuðu verulega möguleikar á greiningu fósturgalla og byrjað var að gera konurnar sjálfar og aðstandendur þeirra þátttakendur í skoðunarferlinu. Árið 1984 var byrjað að skoða kerfisbundio við 18-19 vikur, en sú skoðun komst ekki að fullu á á landinu öllu fyrr en 1986. Þessi skoðunartími var valinn með tilliti til þess sem þá og enn er talið hagkvæmast og var það byggt á allmörgum rannsóknum þar sem árangur skimunar hafði verið metinn, meðal annars í framskyggnum hendingar-valsathugunum . Islensk viðmiðunargögn voru unnin og borin saman við rannsóknar-niðurstöður frá Norðurlöndum til að meta hvort nota mætti rannsóknaraðferðir og önnur viðmið þaðan Skimunin var kærkomin þáttur fyrir bættri mæðravernd, þar sem betra mat á meðgöngulengd gerði meðgöngueftirlit og fæðingaraðgerðir markvissari. Fósturgreining gat gefið möguleika á að rjúfa meðgöngu ef mjög alvarlegur fósturgalli fannst og/eða fóstur ekki lífvænlegt. Hægt var að undirbúa viðeigandi aðgerðir til nánari greiningar, eftirlits eða meðferðar við fæðingu barns. Flesta:' afbrigðilegar meðgöngur eru meðal þeirra kvenna sem ekki teljast hafa neina sérstaka áhættu , reynsla okkar sýnir að um 98% kvenna velja að fara í þessa skoðun og telja hana nauðsynlegan þátt í mæðraverndinni. Litningarannsóknir Legástungur (amniocentesis) til fósturgreiningar hófust hér á landi árið 1973, en fyrstu fimm árin voru sýnin send til Danmerkur til rannsóknar. Litningarannsóknir hafa alla tíð verið boðnar öllum konum 35 ára og eldri , einnig konum með sögu um litningagalla. Flestar þessara kvenna hafa þegið þessa rannsókn. Hafa verið framkvæmdar um það bil 500 slíkar rannsóknir á ári. Frá því í janúar 1999 hefur konum sem voru á leið í legvatnsástungu verið boðin hnakkaþykktarmæling til að meta líkur á litningagalla, og hafa margar konur endurskoðað afstöðu sína til legvatnsástungu Ljósmæðrablaðið n apríl 2002 y

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.