Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Qupperneq 11

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Qupperneq 11
starfsleyfi samkvæmt þessum lögum (Ljósmæðralög 67/1984). Undirbúningur fyrir störf í fagstéttinni felst í löngu skipulögðu námi og ákveðnum prófurn sem þarf að ljúka áður en hægt er að sækja um starfsleyfi til ráðherra heilbrigðis-og tryggingamála. Þetta kemur heim og saman við skoðun Larson (1977) um það að tækið sem fagstéttir nota til að skapa þekkingarlega sérstöðu sé formlegt nám eftir samræmdri námskrá og lögvemdunin eða prófið sem veitir leyfi til að starfa (Larson 1977). Þrátt fyrir þessa lögvemdun hefur það til skamms tíma verið svo að aðrar stéttir sækja í störf ljósmæðra. Sem dæmi má nefna að hjúkrunarfræðingar sinntu og sinna jafnvel enn á nokkrum heilsugæslustöðvum mæðravernd þrátt fyrir kröftug mótmæli ljósmæðra. Mæðravernd verður til á 20. öldinni og var tekin sem dæmi um heilsuvernd og fyrirbyggjandi læknisfræði. Markmiðið var og er að greina afbrigði írá hinu eðlilega og bregðast við því. Sumir segja að þrátt fyrir það að ekki sé hægt með neinni vissu að uppfylla þetta markmið þá hafi með mæðravemd orðið til vettvangur til að færa traust hinnar verðandi móður á eigin krafti og getu til að eiga eðlilegt bameignaferli, í að treysta fæðingafræði betur til að tryggja bestu mögulegu útkomu. Öll próf sem gerð em geta ekki gefið 100% útkomu og tilhneiging er því til harðra viðbragða eða ofsvörunar, til að minnka líkur á að missa af alvöru hættu merkjum. Móðirin sem stendur frammi fyrir því að hugsanlega sé eitthvað að sem geti verið hættulegt fyrir bam hennar er mjög viljug að þiggja umönnun sérffæðiaðilans (Helga Gottfreðsdóttir 2001, Hildur Kristjánsdóttir 2001, Tew, 1990). Þetta er dæmi um völd sem fylgja sérfræðiþekkingu og í samræmi við ábendingu Andrew Symon (1996), um að fagstétt sem er með stöðu sína örugga, á grundvelli þess að hún hefur meiri þekkingu en sá sem ekki er fagmaður, veitir ekki endilega þá þjónustu sem einstaklingurinn vill, en hún getur verið í hans þágu (Symon 1996, Hildur Kristjánsdóttir 2001). Flestir skjólstæðingar fagstétta em ekki í stakk búnir til að meta gæði sérfræði- þekkingarinnar og verða því að treysta því að hún sé til staðar. Fagstéttin sem slík er uppspretta slíks trúnaðartrausts og öryggis (Howsam o.fl. 1985). Virðing Fa gstéttin og starfandi einstaklingar innan hennar njóta mikils trausts og trúnaðar almennings sem byggist á því að fagstéttin hefur getað veitt þjónustu sem stendur framar þeirri sem annars fengist. Sú virðing sem fagstéttir njóta hlýtur að byggjast að einhveiju Frá aðalfundi Ljósmœðrafélags Islands 2002 leyti á þeirri þjónustu sem hún veitir, en virðingin fylgir yfirleitt stéttinni ekki einstaklingnum og dæmi em um að hún fylgi stofnunum (Howsam ofl.,1985). Það er erfitt að átta sig á hvort ljósmæður njóta virðingar vegna starfa sinna. Þær njóta trausts og trúnaðar skjólstæðinga sinna, en stéttin er fámenn og kannski óþarflega hógvær og því gleymist hún stundum í til dæmis opinberri umræðu um heilbrigðismál. Ýmsar aðrar heilbrigðisstéttir eins og til dæmis hjúkrunarfræðingar em mun fjölmennari og ef til vill duglegri að koma sér á framfæri í þessa umræðu. Svo virðist sem það gæti einnig misskilnings meðal stjómsýslunnar um hvaða stéttir sinna hvaða störfum og sem dæmi um það má nefha að þingmaður á hæstvirtu Alþingi Islendinga, skrifar grein í Morgunblaðið 9. október 2002 þar sem hún segir orðrétt; „ Heilsugæslan byggist á samvinnu milli fagstétta, sérstaklega lækna og hjúkrunarffæðinga. Þessum fagstéttum er alveg ljóst hvað fellur undir starfssvið hvorrar stéttar fyrir sig. Hjúkrunarffæðingar hafa sérstaklega sinnt hefðbundinni heilsuvernd s.s. skólaheilsugæslu, ungbarnavernd, og mœðravernd (leturbreyting höfundar) auk heimahjúkrunar. Breyting á skipulagi og greiðsluformi fyrir þjónustu lækna gengur einnig upp gagnvart hjúkrunarfræðingum. Þessar tvœr stéttir (leturbreyting höfundar) gætu síðan gert samkomulag sín á milli um samstarf á jafnræðisgmnni “(Ásta Möller bls. 25). Höfundur gengur bersýnilega út ffá því að fyrst og fremst starfi hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðvum og aðeins þurfi að semja við þau um samstarf á jafnræðisgrundvelli komi til breytingar í heilsugæslu. Ennfremur Flestir skjólstæðingar fagstétta eru ekki í stakk búnir til að meta gæði sérfrœði- þekkingarinnar og verða því að treysta því að hún sé til staðar. Fagstéttin sem slík er uppspretta slíks trúnaðartrausts og öryggis (Howsam o.fl.1985).

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.