Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Page 20

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Page 20
Lilleba Ankers leiðbeinir greinahöfundum Námskeið í nálastungum Jenný Inga Eiðsdóttir ljósmóðir Halla Hersteinsdóttir Ijósmóðir Námskeið fyrir ljósmæður Síðastliðið sumar var haldið námskeið í nálastungum fyrir ljósmæður á vegum fræðslunefndar LMFÍ og ljósmæðranáms Háskóla íslands. Kennari á námskeiðinu var Lilleba Ankers ljósmóðir frá Svíþjóð og henni til aðstoðar var Guðlaug Maria Sigurðardóttir ljósmóðir sem búsett er í Danmörku. Námskeiðið var tvískipt og stóð í heild í 6 daga. Fyrri hluti þess var haldinn í lok maí en seinni hlutinn í lok ágúst. Mikill áhugi var fyrir námskeiðinu og sóttu 16 íslenskar ljósmæður námskeiðið, víðsvegar að af landinu. Ljómæður œfðu sig hver á annari í fyrri hluta námskeiðsins var farið yfir lífeðlisfræði sársauka, orkustöðvar líkamans og hvemig nálastungur hafa áhrif. Auk þess var kínversk hugmyndafræði kynnt lítillega fyrir þátttakendum. Síðan var ljósmæðrunum kennt að finna punkta sem geta nýst þeim í starfi í meðgönguvernd og í fæðingu. Til að læra nálastungur þurftu ljósmæðumar að stinga hver aðra og með því ávannst að upplifa, að gefa og þiggja nálastungur. Dagarnir voru brotnir upp með kínverskum æfingum sem voru sfyrkjandi og orkugefandi. Yfir sumarið æfðu ljósmæðumar sig á vinum og vandamönnum og prófuðu sig áfram í starfi. í seinni hluta námskeiðsins var farið yfir reynslu þátttakanda af nálastungum. Allar ljósmæðurnar og skjólstæðingar þeirra létu mjög vel af árangrinum. Nálastungurnar nýttust sérstaklega vel sem meðferð við verkjum,til slökunar í fæðingu,til örvunar sóttar á öllum stigum fæðingar og við grindargliðnun. Rannsóknarniðurstöður sýna að nálastungur lækka tíðni epidúral-deyfinga og notkun Pethidins. auk þess sem þær auðvelda slökun í fæðingu. Lilleba segir að hennar reynsla sé að nálastungur stytti fæðinguna. Ljósmæðrunum var kennt að finna gagnlega punkta í sængurlegu eins og við mastitis, til að auka eða minnka mjólkurframleiðslu og auka mjólkurflæðið. Einnig var kennt að finna eymapunkta sem bæði er hægt að stinga í með nálum eða setja kúluplástra. Ljósmæðrablaðið u Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.