Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Síða 23

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Síða 23
Reykleysismeðferð og tóbaksuarnir Handbók fyrir heilbrigðisstarfsfólk Nú á haustdögum kom út handbók fyrir heilbrigðisstarfsfólk, er fjallar um reykleysismeðferð og tóbaksvarnir. Handbók þessi lítur nú í íyrsta sinn dagsins ljós á íslandi. Hún er unnin með hliðsjón af breskri handbók „Clearing the air“ frá Royal College of Nursing í Bretlandi og staðfærð miðað við íslenskar aðstæður. Handbókin gefur greinargóðar leiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk um hvemig það getur aðstoðað fólk við að hætta að reykja á sem áhrifaríkastan hátt. Tilgangur handbókarinnar er að: * Auka þekkingu heilbrigðisstarfsmanna á áhrifum reykinga á lýðheilsu. * Kynna helstu ákvæði tóbaksvarnalaga. * Veita heilbrigðisstarfsfólki upplýsingar um reykleysismeðferð í því skyni að bæta hæfni þeirra og öryggi á því sviði. * Styðja heilbrigðisstarfsfólk til að veita markvissa aðstoð til reykleysis. * Kynna úrræði og helstu leiðir við framkvæmd reykleysismeðferðar. * Bæta þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á lyflameðferð við tóbaksfíkn með og án nikótíns. * Auka hæfni þeirra til að ráðleggja reykingamönnum notkun lyfjameðferðar og í gerð áætlunar fyrir hvern og einn einstakling. Megináherslan er á reykleysismeðferð. Ekki má þó líta framhjá þeirri staðreynd að reyklaust tóbak er einnig skaðlegt heilsu manna. Fjallað er sérstaklega um reyklaust tóbak í bókinni og jafnframt vísað í frekari heimildir. Það er ekkert launungamál að tóbaksnotkun er alvarlegasta ógn nútímans við heilbrigði fólks. Hún hefur mikil áhrif á lífsgæði og lífslengd einstaklinga. Mikilvæg forvörn sjúkdóma næst fram með því að byrja aldrei að nota tóbak og styðja þá til reykleysis sem þegar eru byrjaðir að reykja. Á Alþingi íslendinga í maí árið 2001 voru samþykkt ný og breytt lög um tóbaksvarnir. Þar er kveðið fastar en áður um rétt fólks til reyklauss andrúmslofts, sem og takmarkanir á markaðssetningu og sölu tóbaks. Heilbrigðisstarfsfólk er hvatt til að fræða um áhrif tóbaksneyslu og leiðir til að draga úr henni. Handbók þessi er gefin út til minningar um Ingileif Ólafsdóttur hjúkrunarfræðing og ffæðslufulltrúa Krabbameinsfélagsins. Ingileif vann ómetanlegt starf í þágu tóbaksvarna á Islandi og sýndi mikla þrautseigju við að brýna heilbrigðisstarfsmenn og yfirvöld í glímunni við tóbakið. Hún lést í ágúst 1999. Heilbrigðisstarfsfólk er í lykilaðstöðu til að veita ráðgjöf til reykleysis Það er gleðiefni að jafnvel einstaklingar sem eru mjög háðir tóbaki geta hætt að reykja ef hugur fylgir máli, með aðstoð lyfja og stuðningi fagfólks. Að hjálpa reykingamanni að hætta að reykja gæti verið eitt mikilvægasta ffamlag heilbrigðisþjónustunnar til að efla heilbrigði einstaklingsins. Meðal efnis í handbókinni má finna ráðleggingar fyrír sjúklinga, konur á meðgöngu og unglinga sem reykja. Ymsum spurningum er svarað s.s. Hvemig er nikótínfíkn metin? Pakkaár, hvernig eru þau reiknuð út? Hvað ávinnst við að hætta að reykja? Hvernig er unnið út frá breytingaferlinu? Hver er fráhvarfseinkenni tóbaksleysis? Útgefendur handbókarinnar eru: Samtök hjúkrunarffæðinga og ljósmæðra gegn tóbaki, Krabbameinsfélag Reykjavíkur, Hjartavemd, fagdeild lungnahjúkrunarffæðinga, fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga og fagdeild hjúkrunarfræðinga á krabbameinssviði. Styrktaraðilar: Landspítali - háskólasjúkrahús, Tóbaksvarnanefnd, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Rannsóknasjóður lungnalækningaskorar LSH, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Loftfélagið, Glaxo Smith Kline og Thorarensen-Lyf. Handbókina er hægt að nálgast hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík. Sími 540 1900. Einnig má senda tölvupóst á alda@krabb.is. Ljósmæðrablaðið Nóvember 2002

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.