Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Page 26

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Page 26
1998 hjá konum sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar og eignuðust einbura á Landpítala-Háskólasjúkrahúsi. Leyfi fyrir rannsókninni var fengin frá Tölvu- og Siðanefnd. Þegar búið var að velja konumar sem voru 615 talsins var þeim sent bréf og þeim kynnt rannsóknin og boðið að taka þátt. Aðeins ein kona kaus að taka ekki þátt. Mæðraskrámar sem um ræðir eru geymdar á skjalasafni Kvennadeildar á Landspítalanum en þar fékk ég leyfi til að sitja og sækja þau gögn sem þörf var á fyrir þessa rannsókn. Þau skilyrði sem sett voru til að viðkomandi kona væri með í úrtaki voru að hún og faðir barnsins væru íslensk. Einnig varð verðandi móðir að vera heilbrigð í þeirri merkingu að hún mátti ekki þjást af krónískum sjúkdómum svo sem sykursýki, háum blóðþrýstingi, skjaldkirtilssjúkdómum eða hjarta- og æðasjúkdómum. Aldur móður varð að vera á bilinu 20 til 40 ára og líkamsþyngdarstuðull (LÞS) fyrir þungun á bilinu 19,5 til 25,5 kg/ m2. Full meðganga var einnig skilyrði eða lágmark 38 vikur. Allar konumar vom reglulega í mæðraskoðun og því fylgst vel með þeim alla meðgönguna. Hvaða gögn vom sótt ? Almennar breytur vom skráðar s.s. aldur, hæð, hjúskaparstaða, reykinga venjur og starf foreldra. Þess ber þó að geta að gögn um atvinnuhagi vom ekki tekin með við úrvinnslu gagna. Þyngdarsögubreytur vom líka skráðar (þyngd fyrir þungun og í lok meðgöngu og þyngd við 20. viku). Þyngd fyrir þungun var sjálfgefin og þyngd í lokin var tekin frá siðustu mæðraskoðun fyrir fæðingu. Einnig voru skráðar meðgöngubreytur (meðgöngulengd, blóðþrýstingur, sykur og prótein í þvagi, grindargliðnun, hemóglóbingildi, meðgöngueitrun og meðgöngusykursýki), fæðingarbreytur (keisaraskurður, sogklukku- og tangarfæðing,eðlileg fæðing, axlarklemma, súrefnisskortur) og fæðingarþyngd, fæðingarlengd og ástand bams eftir fæðingu. Til að ákvarða hvaða konur væru með, sem fengu háþrýsting á meðgöngu, var stuðst við staðla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Þannig að konur með 140 í efri mörk (systolic) og 90 í neðri mörk (diastolic) voru skilgreindar með meðgönguháþrýsting og konur með meðgöngueitrun voru ekki teknar með. Skráð var í mæðraskrámar ef viðkomandi kona greindist með meðgöngueitrun og sú greining var að mestu byggð á háþrýstingi og prótíni í þvagi. Flest tilfelli í rannsókninni vom mild afbrigði af meðgöngueitrun (16 af 22). Hvað varðar meðgöngusykursýki þá em konur sendar í sykurþolspróf ef einn + af sykri greinist í þvagi tvisvar á meðgöngu. Einnig ef þær hafa áður eignast barn yfir 4500 grömmum eða fengi tvo eða fleiri plúsa af sykri í þvagi. Samkvæmt stöðlum frá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni þá hefur viðkomandi sykursýki ef blóðsykur við föstu er yfir 6,1 rnmól per líter eða ef viðkomandi er með blóðsykursgildi yfir 7,8 mmól per líter 120 mínútum eftir inntöku á 75 grömmum af glúkósa. Niðurstöður Eiginleikar þátttakendanna voru á þessa vegu (meðaltal ± staðalfrávik): * Aldur: 29 ± 5 ár * Hæð: 1,68 ± 0,06 m * Þyngd fyrir þungun: 62,8 ± 6,0 kg * LÞS fyrir þungun: 22,2 ± 1,6 kg/m2 * Meðgöngulengd: 40 vikur og 3 dagar * Þyngdaraukning á meðgöngu: 16,8 ± 4,9 kg * Hlutfallsleg þyngdaraukning: 27% ± 8% Hlutfallsleg þyngdaraukning er reiknuð sem þyngdaraukning á meðgöngu deilt með þyngd fyrir þungun. Þátttakendur rannsóknarinnar þyngdust að meðaltali um 27% af upphaflegri þyngd sinni. Eiginleikar nýbura voru á þessa vegu (meðaltal ± staðalfrávik): * Fæðingarþyngd: 3778 ± 496 g * Fæðingarlengd: 52,0 ± 2,0 cm * Höfuðummál: 36,0 ± 1,4 cm * Ponderal Index (PI): 26,7 ± 2,2 kg/m3 Meðalfæðingarþyngd var rúmlega 15 merkur. Ponderal index er nokkurskonar líkamþyngdarstuðull nýbura og er fundinn með þvi að deila í fæðingarþyngd (kg) með fæðingarlengd (m) í þriðja veldi. Fjórða hver kona í rannsókninni fékk fylgikvilla á meðgöngu eða erfiðleika í fæðingu eða 26,4%. í allt fengu 56 konur fylgikvilla á meðgöngu og 106 konur upplifðu erfiðleika í fæðingu. Hlutfallsleg áhætta á að lenda í meðgöngu- eða fæðingarkvillum nær tvöfaldaðist ef þyngdaraukning á meðgöngu var hærri en 20,8 kg þegar 12,5-15,5 kg þyngdarhópur var notaður sem viðmið. Við áhættuútreikninganna var leiðrétt fyrir aldri, hæð, hvort um var að ræða frum- eða fjölbyiju, meðgöngulengd og fæðingarþyngd.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.