Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Page 29

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2002, Page 29
Ljósmæður kuaddar Ingunn Gunnarsdóttir fæddist í Dölum í Hjaltstaðaþinghá 14.ágúst 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Seyðisíjarðar 24. febrúar 2002, 86 ára að aldri. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30. september 1944. Hún starfaði við ljósmóðurstörf á Héraði frá 1944-1950. Útför Ingunnar var gerð frá Egilsstaðakirkju 2.mars 2002. Blessuð sé minning hennar. Hólmfríður Einarsdóttir fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 19.maí 1925. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 6. mars 2002, á 77. aldursári . Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30. september 1953 og starfaði við Sjúkrahúsið á Blönduósi frá 1953-1960 . Frá 1960-1962 starfaði hún á Sjúkrahúsinu á Selfossi en frá árinu 1965-1997 starfaði hún við hjúkrun á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði eða til 72 ára aldurs. Útför Hólmfríðar var gerð frá Bústaðakirkju 15. mars 2002. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg Kristmundsdóttir fæddist í Sunnudal í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu 22. mars 1903. Hún lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 19. maí 2002, 99 ára að aldri. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla Islands 30. september 1932 og var héraðsljósmóðir í Kaldrananeshreppsumdæmi frá 1932-1937 og frá 1947-1974. Hún dvaldist síðust æviár sín á Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Ingibjargar var gerð frá kapellunni á Drangsnesi 1. júní 2002. Blessuð sé minning hennar. Helga Björnsdóttir fæddist á Brunnum í Suðursveit ll.apríl 1905. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Höfn Hornafirði 15. ágúst 2002, 97 ára að aldri. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30. júlí 1929 og var héraðsljósmóðir í Borgarhafnarumdæmi frá útskrift til ársins 1970 og leysti einnig af á sjúkrahúsinu á Höfn í Hornafirði nokkur sumur. Útfor Helgu var gerð frá Kálfafellstaðarkirkju 24. ágúst 2002. Blessuð sé minning hennar. Margrét Hinriksdóttir fæddist á Seyðisfirði 25. maí 1922. Hún lést í bílslysi 21. ágúst 2002. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30. september 1951 og starfaði íyrstu árin í Bergen og Stavanger í Noregi en ífá árinu 1973 starfaði hún á Fæðingaheimili Reykjavíkur. Hún rak einnig um hríð blómaverslun í Reykjavík. Útfor Margrétar fór fram í kyrrþey. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Valborg Sigurðardóttir fæddist á Seyðisfirði 17. janúar 1922. Hún lést á líknardeild Fandakots 23. ágúst 2002. Hún útskrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands 30.september 1944. Hún var héraðsljósmóðir í Seyðisfirði 1944-1945 og 1947-1948 en árin 1945-1946 og síðan ffá árinu 1958 starfaði Sigríður á Fæðingadeild Landspítalans þar til hún lét af störfum fyrir aldurssakir. Ljósmæður minnast hennar sem góðrar fyrirmyndar í starfi og kennara í fremstu röð. Útför Sigríða Valborgar fór fram frá Háteigskirkju 30. ágúst 2002. Blessuð sé minning hennar.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.