Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Page 47
IJV Síðast en ekki sist Ólafur Elíasson er á allra vitorði þessa helgina. Ekki vita þó allir að hann opn- ar líka sýningu í Hafnarfirði. Ólafur Elíasson. Setur upp sýhingu iHafnarborg tileinkaða minningu föður sins, Hafnfirð- ingsins Elíasar Hjörleifssonar. Er hér við verk sitt í Hafnarhúsinu. DV mynd Hari Hafnfirðingar eiga Olaf Elíassnn „Ég held að það sé alveg borðleggjandi að vér Hafn- firðingar eigum Ólaf Elías- son,“ segir Jón Sverrir Proppé heimspekingur og listfræðingur sposkur og vísar til þeirrar umræðu um hvort það sé hreinlega við ^ hæfi að við íslendingar séum að slá eign okkar á Mynd eftir Elías. Ólaf Elíasson. En, sem sagt, hinn hafnfirski listamaður, Ólafur Elíasson, sem hefur gert garðinn frægan á heims- vísu að undanförnu, opnar á sunnudaginn minningarsýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði á verkum föður síns. Hann hét Elías Hjörleifs- son og einnig má á sýningunni finna verk sem þeir feðgar unnu saman en náðu aldrei að sýna með- an Elías lifði. „Elías bjó í Hafnarfirði þar til hann fluttist til Danmerkur ásamt konu sinni Ingibjörgu sem er af gamalli Hafnfirskri ætt. Föðuramma Ólafs var líka hafnfirsk og var af þeirri ætt sem í Hafnarfirði er kölluð Kassahúsættin - kennd við hús sem ekki er lengur til en stóð neðan við hamarinn," segir Jón. Ólafur hafðj frumkvæði að sýn- ingunni og á veg og vanda að upp- setningu hennar. Á heimasíðu Hafnarborgar segir meðal annars að sýnd verði verk sem Elías vann eftir að hann flutti heim til Islands 1989 og „er myndefnið oft náttúra landsins þó listamaðurinn taki sér fullt frelsi til framsetningar." AugLýsmgumfasteignagjöld í Reykjavík áríð 2004 Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2004 verða sendir út næstu daga sem og greiðsluseðlar fyrstu greiðslu. Hægt verður að greiða með boögreiðslum, og fylgir umsóknareyðublað vegna þess. Tollstjórinn í Reykjavík sér um innheimtu gjaldanna. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Framtalsnefnd úrskurðaf um breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi eftir yfirferð skattframtala elli- og örorkulífeyrisþega. Þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá að óbreyttum aðstæðum einnig lækkun á árinu 2004, aö teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Borgarráð hefur ákveðiö að tekjumörk vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2004 hækki um 8°/o á milli ára og veröi eftirfarandi miðað við tekjur liðins árs: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt aó Hjón með tekjur allt að 80% lækkun: Einstaklingar meó tekjur á bilinu Hjón með tekjur á bilinu 50% Lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu Hjón meó tekjur á bilinu kr. 1.405.000- kr. 1.955.000- kr. 1.405.000- til kr. 1.610.000- kr. 1.955.000- til kr. 2.190.000- kr. 1.610.000- til kr. 1.845.000- kr. 2.190.000- til kr. 2.600.000- Vinnslu þessari verður lokið í september 2004 og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Fulltrúar framtalsnefndar eru til viðtals alla þriðjudaga milli kl. 16.00 og 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá 6. apríl til og með 27. apríl n.k. Á sama tímabili verða upplýsingar veittar í síma 896-4300, alla þriðjudaga milli kl. 10.00 og 12.00. Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur, Skúlagötu 19, veitir upplýsingar varöandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í sima 563-2700, og í bréfasíma 563-2710. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, veitir upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 516-6000, og bréfasíma 516-6609. Fjármáladeild, Ráðhúsi Reykjavíkur, veitir upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 563-2062, og bréfasíma 563-2033. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 20.000- fyrir árið 2004 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 20.000-, og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna í maí, er 1. maí. Jafnframt er hægt að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is Reykjavík, 18. janúar 2004 Borgarstjórinn i Reykjavík AUKIN OKURETTINDI Meiraprófið breytist! Nú liggur fyrir ákvörðun um miklar breytingar á meiraprófinu sem gerir það bæði erfiðara og dýrara. Búast má við a.m.k. 60-80% hækkun á verði en reiknað er meö að breytingin taki gildi nú í sumar. Notaðu tækifærið og taktu meiraprófið áður en breytingin tekur gildi því nú fer hver að verða síðastur. Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þessar breytingar. Taktu gainla meiraprófið á gamSa verðinu! Námskeib á nœstunni 20. janúar- 20. febrúar 25. febrúar-26. mars 30. mars- 30. apríl Skrábu þig núna! Símar 581 1919, 892 4124 og 898 3810 ÖKUSKÓU Sími 581 1919 LEIGUBIFREI n U K I n ÖHURÉTTinDI UÖRUBIEREI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.