Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Side 48
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ24 105 REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI5S0S000 Yfrgeflð hreiðun öryggislns Sigurviss til nóts viö óvissuna • Guðbergur Bergsson rithöf- undur var önnum kafinn í Tvfadrid í allan gærdag því þá sátu um hann blaðamenn frá öll- um helstu blöðum á Spáni og tóku við hann viðtöl vegna útkomu bókarinn- ar Faðir móðir og dulmagn bernsk- unnar. Á spænsku heitir hún La magia de la ninez-, Töfrar æskunnar. Hún er gefin út með viðhöfn, sem dæma má af því að Guðbergur hefur bækistöðv- ar á Hotel Wellington sem þyk- ir með fínni hótelum og frægt fyrir að þar gista gjarnan nautabanar. Gagnrýnendur ^iafa þegar sýnt bókinni áhuga og t.d. vildi einn virtasti gagn- rýnandi Spánar fá bókina á undan öllum öðrum. Hann skrifar fyrir eitt helsta blað landsins, La Vanguardia. KápuLa magia prýðir mál- verk eftir Gunnlaug Scheving. I'm the greatest! Er yfirleitt lítið gefinn fyrir vit- leysu. Nema í sjálfum mér þegar þannig stendur á. Varð þó dáh'tið hrifinn af ráðstefnu sem halda á í Háskólabíói í næsta mánuði og fjallar um hvers vegna sumir menn eru betri en aðrir. Ekki dró úr áhug- anum þegar ég frétti að aðgöngu- miðinn kostaði tæpar 30 þúsund krónur. Þarna er á ferð blökkumað- urinn Dennis Kimbro en hann skrifaði bókina What Makes The Great Great. Er sagt að Kimbro hafi mikinn sannfæringakraft og breyti lífi fólks með orðum einum. En hann veit hvað hann syngur. Byggir kenning- ar sýnar á rannsóknum Napoleon Hill sem iðjuhöldurinn Andrew Carnegie sendi út af örkinni til að kanna hvers vegna sumum farnað- ist betur en öðrum í viðskiptum. Á bakinu með Eiríki Jónssyni Fékk herra Hill persónulegan að- gang að stórmennum samtímans eins og Thomas A. Edison, John D. Rockefeller, Henry Ford og Alex- ander Graham Bell. Þeir höfðu allir meikað það og Carnegie vildi fá að vita hvað þeir ættu sameiginlegt. Herra Hill rannsakaði málið í 20 ár og komst að niðurstöðu. Niðurstaðan var helst þessi: Þeir sem ná langt í lífinu hafa tilhneig- ingu til að yfirgefa hreiður öryggis- ins og stíga sigurvissir til móts við óvissuna. Allt of margir sætti sig við Lincoln Ford allt of lítið í lífinu og bessta öryggið sé í raun það að eltast við drauma sína. Þetta þótti mér athyglisvert. Ekki þótti mérm síður merkilegt að heyra dæmisögu herra Hill um Abraham Lincoln. En hún er í stut- tu máli þessi: Lincoln varð gjald- þrota 1831. Féll í þingkosningum '32. varð aftur gjaldþota '34. Rockefeller Edison Misssti ástina sína '35. Fékk tauga- áfall '36. Var aftur hafnað í kosn- ingum '38, '43, '46, '48 og 1855. Tapaði varaforsetaslag '56, þing- kosningum '58 en var svo kjörinn forseti Bandaríkjanna 1860. Allir vita framhaldið. Er að hugsa um að selja þvottavélina mína til að eiga fyrir aðgöngumiðanum þegar Kimbro mætir í Háskólabíó. Verð: 2.000 fcr. Miðasala hjá Olís f Garðabæ og f Stjörnuheimilinu, sími 5651940 Netfang: ragnar@umfstjarnan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.