Akranes - 01.10.1952, Qupperneq 3

Akranes - 01.10.1952, Qupperneq 3
AKRANES Slippfélagið í Reykjavík stofnað. Fyrsta bókun í fundargerðabók Slipp- félagsins í Reykjavík hljóðar svo: „Arið 1901 hinn 28. desember mánað- ar kom til umræðu á fundi útgjörðar- mannafélagsins, eins og oft áður var bú- ið að hreyfa, að nauðsynlegt væri fyrir skipaeigendur að eignast „Slipp,“ til þess að geta dregið skip á land, þegar gjöra þyrfti við þau. Eftir nokkrar umræður bar formaður útgjörðarmannafélagsins, Tryggvi Gunnarsson, upp þá tillögu, að félag skyldi stofnað til að koma upp setn- ingaráhöldum, og var það samþykkt í einu hljóði, því næst lofuðu þessir menn „aktíum“ eður fjárframlagi til félagsþarfa: Tryggvi Gunnarsson ............ goo kr. Jes Zimsen .................... 100 — Björn Guðmundsson ............. 400 — Ásgeir Sigurðsson ............ 1000 — Jóhannes Jósepsson............. 300 — I5orsteinn Þorsteinsson ....... 300 — Helgi Helgason................. 600 — Brynjólfur Bjarnason .......... 200 — Th. Thorsteinsson ............. 700 — Pétur Sigurðsson .............. 300 — Runólfur Ölafsson ............. 200 — Sigurður Jónsson............... 300 — Jón Guðmundsson, Bakka .... 100 — Ingjaldur Sigurðsson........... 100 — Þórður Jónsson, Ráðag.......... 100 — Samtals kr. 5,200 — Þá var ákveðið, að félagið skyldi vera hlutafélag og hver hlutur 100 kr. Var þá umræðum frestað og tekið fyrir annað mál til umræðu. Tr. Gunnarsson.“ II. grein Ól. B. Björnssonar. Allir þeir, sem nokkuð þekkja til sögu Reykjavíkur og útvegsins hin síðari ár, munu kannast við þessi nöfn, svo tengd sem þau voru honum. Af þessum mönn- um eru nú aðeins tveir á lífi, Þorsteinn Þorsteinsson, skipstjóri í Þórshamri, og Sigurður Jónsson, skipstjóri í Görðunum. Enn kom málið til umræðu á fundi tJtgerðarmannafélagsins hinn 25. janúar 1902. Þar er aðallega rætt um, hvort kaupa eigi frá útlöndum tilbúinn „slipp,“ eða efni í hann, og svo smíðað hér heima. „Dálítið sýnishorn var framlagt, sem smíð- að var eftir „slipp“ á Önundarfirði, en það var eigi álitið fullnægjandi, og var því samþ. með öllum atkv. að senda kaup- mann Helga Helgason — smið, — næsta dag með „Lauru“ til Vestfjarða til að skoða þá „slippa,“ sem þar voru.“ Við þessar umræður og ákvarðanir er ýmislegt einkennilegt. Fyrst það, að Tryggvi leggur fram „sýnishom af slipp.“ Að horft er svona rikt á Vestfirði, bendir til að þeir hafi haldið að þar væri að XI. árg. ★ Okt.—des. 1952. * 10.—12. tbl. Útgefandi, ritstjóri og ábyrg'ðarmaSur: ÓLAFUR B. BJÖRNSSON Afgreiðsla: MiSteig 2, Akranesi PBENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H. F. finna fullkomna fyrirmynd, eða það sem mætti átta sig eftir. Þó skilst mér að þar hafi verið um að ræða tæki, sem voru ekkert, eða lítið betri en þau tæki hér í nágrenninu, sem hér hefur verið lýst. Hvað sem þessu líður, bendir viðbragðs- flýtir þeirra um sendiförina til, áð þeir vilji flýta málinu sem mest, og að þeir vilji kynna sér málið til hlitar. Á fundi útgerðarmannafélagsins hinn 11. febrúar, „skýrir Helgi Helgason frá för sinni vestur, og lagði fram lista yfir það, sem hann áliti nauðsynlegt að panta til „Slippen“ frá útlöndum, og var hann samþykktur, og formanni félagsins falið að panta.“ Stofnfundur „Slippfélagsins við Faxa- flóa“ er svo haldinn hinn 15 marz 1902. (I fyrstu fundargerðinni heitir félagið svo, en breytist fljótlega og fær nafnið, sem það heldur enn i dag). Fundarstjóri var Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri. „Skýrði hann frá þvi, að foringinn á björg- unarskipinu norska, sem lægi á Reykja- víkurhöfn, hefði átt tal við sig um „Slipp- rnálið." Hann hefði gefið ýmsar nýjar upplýsingar um „slippa i Noregi, og boð- izt til að útvega mann frá Arendal, sem væri æfður „Slippsmiður,“ til þess að smíða „Slippen“ hér, og var samþ. með öllum atkvæðum að taka því boði. Á þessum sama fundi var rætt um, hvort taka ætti landssjóðslán til þess að stand- ast kostnaðinn við „Slippbygginguna.“ Þá voru 3 menn kosnir í stjóm félags- ins: Tryggvi Gunnarsson, með 12 atkv. Ásgeir Sigurðsson, kaupm., með 8 atkv. og Walg. O. Breiðfjörð, kaupm. með 7 atkv. (sem þá hefur verið orðinn félagi, þótt ekki hafi hann gerst það á fyrsta fundinum). Varamaður í stjórn var kos- inn Jóhannes Jósepsson, trésmiður, með 6 atkvæðum. Að lokum var stjóminni falið að semja frumvarp til laga fyrir fé- lagið, og skyldi það lagt fyrir fund. Næstu framkvæmdir. Á fundi 29. marz tilkynnir Tryggvi, að timburskip sé á leiðinni frá Halmstað i Sviþjóð, með efni til fyrirtækisins í slipp- inn, og þurfi þvi að útvega peninga til ÁKRANES 111

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.