Akranes - 01.10.1952, Qupperneq 14
ið leit að lausn margra vandamála, án
þess að taka tillit til þess, sem aðrir hafa
sagt og gert, eftir því sem slík aðferð er
á mannlegu valdi. Meginmunurinn á eðl-
isfræðilegum og andlegum sannleika er
sá, að eðlisfræðilegan sannleika þarf ekki
að uppgötva nema einu sinni, úr því get-
ur hann gengið í arf frá einni kynslóð
til annarrar, en þessu er allt öðruvísi far-
ið í andans ríki, þar gengur ekki sann-
leikurinn í erfðir á sama hátt og eðlis-
fræðilegar uppgötvanir, heldur verður hver
kynslóð og hver einstaklingur að finna
sannleikann á nýjan leik ef hann á að vera
nokkurs virði fyrir líf þeirra.
Albert Schweitzer las hvern heimspek-
inginn og trúmálahöfundinn eftir annan.
Honum voru Vedabækumar jafnljósar og
biblían, vissi jafngóð skil á Platon og Kant.
Hann sökkti sér niður í sögu og bókmennt-
ir og sterkur þáttur í sannleiksleit hans
var hljómlistanámið. Vinnuþrek hans
var ótrúlegt, aðra stimdina nam hann
heimspeki og hljómlist i París, hina stund-
ina lagði hann stund á guðfræði hjá þekkt-
asta manni mótmælenda í Þýskalandi Ad-
olf Hamach kennara við Berlínarháskóla.
Samtímis skrifaði hann bókina um Johan
Sebastian Bach, og það leikur ekki á tveim
tungum, að frægð sú, sem Bach hefur hlot-
ið, er að miklu leyti Albert Schweitzer
að þakka, hann krýndi þetta mikla tón-
skáld ódauðlegum heiðri með bók sinni
um hann og skýringum á orgelverkum
Bachs. Fáir núlifandi menn, hafa verið
eins vel að sér í orgelbyggingu eins og
Schweitzer, því ber bók hans um orgel-
byggingu greinileg vitni.
Þá er Albert Schweitzer hafði lokið
embættisprófi i guðfræði og skömmu síðar
doktorsritgerð bæði í guðfræði og heim-
speki, varð hann prestur í Strassburg og
samtímis prófessor við háskólann. Þar
skrifaði hann bókina um Jesú, en sú bók
olli þeim róttæku vonbrigðinn og setti
ugg í þá, sem voru trúaðir á gamaldags-
vísu. Albert áfellis kirkjuna fyrir það
að hún hefur alltaf skotið sér undan því
að taka tillit til nýjustu sögurannsókna en
virðir niðurstöður þeirra að vettugi. Þar
eð eðli andans er sannleikur þýðir það
þegar öllu er á botninn hvolft, að sérhver
sannleikur er ávinningin- þótt þeim frómu
þyki harrn undarlegur og lítt skiljanleg-
m, eigi að síður þroskar hann og styrkir
allt andlegt líf. En Pascal segir: „Sannleik-
ur án kærleika er ekki guð heldur aðeins
skurðgoð, sem við hvorki megum elska né
tilbiðja,“ og Grundtvig segir sömu hugs-
un með þessum orðinn: „Ljós án hita er
Helvítis kvalir.“ Maðurinn á að leita bæði
um himinn og jörð, það sem hann öðlast
er nokkrir sannleiksmolar eins og perlur
á bandi, en aldrei sá vísdómur, sem felst
í fullum sannleika. Allt þetta varð Schwet-
zer að viðurkenna og þar eð eymd og þján-
ingar mannanna sóttu mjög á hann jókst
löngun hans til þess að framkvæma eitt-
hvað af hugsjónum sínum með mannúðar-
starfi. Hann segir: „Allt i þessum heimi
verður að greiða. Þeir, sem hafa notið ham-
ingjuríkrar bernsku verða að taka á sig
skyldur gagnvart þeim, sem koma frá
slæmum heimilum. Þeir, sem heilbrigðir
eru og vinnufærir hafa skyldur gagnvart
þeim sjúku, þeir gáfuðu og vel menntuðu
eiga að þjóna þeim vitgrönnu á vissan
hátt. Þeir, sem glaðir eru og liamingju-
samir standa í skuld við þá, sem lifa í
skugga.
öllum að óvörum tilkynnti hann for-
eldrum sínum eitt sinn þegar hann dvaldi
í París, að hann hefði ákveðið að fara til
Afríku sem trúboðslæknir, leið hans átti
að liggja til Kongo. Undrun þeirra varð
að vonum mikil. Að maður með eins glæsi-
lega framtíðarmöguleika og hann skyldi
láta sér detta þetta í hug. Hann ætlaði að
nema staðar á vísindabrautinni og flytja
út í frumskógana, slíkt háttalag skyldu þau
alls ekki. Margir hafa reynt að skýra þessa
óvæntu byltingu i lífi Schweitzers og þar
eð enga skýringu hefur verið að finna í
starfi hans hafa menn gizkað á sálræna
baráttu. Sjálfur minnist hann ekki á neitt
slíkt, segir aðeins, að þessi hugsun hafi
lengi verið að þróast i huga hans, en sú
ábyrgðartilfinning, sem hann hafði gagn-
vart eymd og volæði heimsins hafði orðið
þess valdandi, að hann gekk algerlega í
þjónustu mannkærleikans. Hvað sem öllu
þessu líður vitum við ósköp vel, að mestu
afrek manna eru alltaf ávextir harðrar
sálrænnar baráttu og þjáninga. Hetjur
krappra kjara og vætlandi vonbrigðasára
eru miklu fleiri en við höfum nokkra
hugmynd rnn.
Þrjátíu ára að aldri fór nú Albert
Schweitzer að lesa læknisfræði, en sam-
tímis vann hann sem prestur, háskólakenn-
ari og að hljómlist. 1 hjáverkum skrifaði
hann á þeim árum bókina um Pál postula.
Að sex árum liðnum lauk hann prófi í
læknisfræði og eigi alllöngu síðar varði
hann doktorsritgerð í sömu grein. Að öllu
þessu loknu fór hann að týgja sig til ferð-
ar. Haim átti að vinna í þjónustu fransks
trúboðsfélags, en þessu félagi var um og
ó að láta hann prédika, þar eð það var á
allra vitorði, að hann var ekki rétttrúað-
ur, þótt enginn efaðist um, að hann myndi
vinna vel í þágu mannúðarmála. Engan
þarf að undra á því, að eins frjáls og mik-
ill andi, sem hafði drukkið í sig næringu
úr ótal mismunandi þekkingarlindum ætti
erftt með að fallast á ýmsar erfðakenn-
ingar kirkjunnar. Loks varð það að sam-
komulagi, að hann skuldbatt sig til þess
að prédika ekki. Á föstudaginn langa 1913
kvaddi hann og húsfreyja hans, sem er
hjúkrunarkona, ættingja og vini. Hann
hafði meðferðis áhöld í lítið sjúkrahús og
lyfjabúð og þar að auki konsertslaghörpu,
sem Bachfélagið hafði gefið honum. t>eg-
ar hann kom með alla þessa kassa til
Afríku héldu tollþjónarnir, að hann væri
umboðssali og kröfðust þess, að hann skrif-
aði nafn verzlunarfélagsins, sem liefði
sent hann. Skýringar Schweitzers vildu
þeir ekki fallast svo hann lét þá skrifa,
að hann væri sendur af Johan Sebastian
Bach & Co.
Oft hefur verið um það rætt hversvegna
Albert hafi gert Afríku að athafnasvæði
sínu. Voru ekki nóg verkefni í Evrópu?
Hann svarar þannig: Hvergi voru hjálpar-
ópin eins óskapleg og þar. Hvergi áttu
hvítu mennirnir eins hroðalegar skuldir
að greiða og þar. Hvergi úr eins miklum
misrétti að bæta. Kristnu, hvítu þjóðirn-
ar tóku landið og sölsuðu undir sig nátt-
úruauðæfi þess. Þeir gerðu ibúana að þræl-
um og seldu þá í milljónatali í nafnlausa
eymd og niðurlægingu. Þeir höfðu kennt
íbúunum að neyta áfengis, sem er mesta
bölvun Afríkuþjóðanna. Hvítu mennirnir
fluttu með sér sjúkdóma, sem komu Af-
ríkubúum algerlega í opna skjöldu.
Ágirndin hefur ráðið gerðum hvítu mann-
anna svo þeir hafa ekki sinnt þeim skyld-
um, sem á þeim hvila gagnvart þjóðum, er
standa á lægra menningarstigi. Albert
Schweitzer segir að níðingsverk hvítu
mannanna séu svo óttaleg, að ef þeim yrði
safnað saman í eina bók myndi enginn
endast til að lesa hana til enda. Það er
því ekki að ófyrirsynju, að Livingstone
kallar Afríku „blæðandi heimssár." Löng-
unin til þess að bæta fyrir eitthvað af þvi,
sem hvítu mennirnir höfðu illa gert, olli
miklu um það að Schweitzer fór til Afriku.
Næst hittum við hann inni í Miðafríku
við Kongofljótið, þar sem hann á í höggi
við óteljandi tálmanir og örðugleika, sem
flestir hefðu gefist upp við að sigrast á.
Hitinn er óþolandi, hérumbil 30 stig allt
árið og þetta raka óheilnæma loft hefur
svo lamandi áhrif, að fæstir hvítir menn
þola það lengur en tvö ár í senn. Hér
er náttúran allt, maðurinn ekkert. Rán-
dýr, slöngur og eitruð skorkvikindi eru á
hverju strái, þeir innfæddu, sem kveðja
verður til aðstoðar eru latir, óáreiðanlegir
og þjófgefnir. Þrátt fyrir þetta allt hefur
hreysti Schweitzers, þolgæði og langlund-
argeð aldrei bugast. Hugsjónir hans og
mannkærleikur hafa ekki haggast né geng-
ið úr sér við þreytandi störf inni í frum-
skógunum. Óþreytandi hefur hann barizt
við erfiðustu náttúruskilyrði, sem hægt er
að bjóða Evrópubúa og við ill öfl, sem
enginn kemst hjá að komast í kynni við i
Afriku. Bækumar, sem hann hefur skrif-
að bera vitni um, að andríki hans hefur
ekki dvínað, þeirra á meðal er bókin um
öll heimsins trúarbrögð og um hnignun
og endurfæðingu menningarinnar, þessar
bækur eru fullar af djúphyggju.
122
AKRANES