Akranes - 01.10.1952, Page 22

Akranes - 01.10.1952, Page 22
svipað því, sem kom hér að Skutulsfjarð- areyri um sama leyti. Jú, sýslumaður hafði heyrt um þetta. Og nú höfðu þeir opnað dymar inn til fangans. Sýslumaður dokaði sjálfur utan dyra, en fékk Helga lykilinn að fjötrun- um og bað hann að leysa brotamanninn. Dauf skíma af dagsbirtu lagði inn til Þórarins og hann reis upp móti birtunni, sem honum fannst flæða inn til sin. — Þú átt að koma í kirkju — sagði sýslumaður og horfði framhjá honum með raunalegum svip. Þórarinn gekk á eftir sýslumanni, leidd- ur af tveim vinnumönnum hans. Þá út fyrir dyrnar kom, var sem hann spyrnti við fótum. Fylgdarmenn hans námu stað- ar og virtust til alls búnir. Hann fékk glýju í augun, svalg loftið og fnæsti nös- um í líkingu við nautgripi, er þeir koma út í fyrsta sinn á vorin eftir veturstöðu í húsinn inni. Örskamma stund trufluðu hann umskiptin, svo hélt hann rólegur áfram. Það var autt hið neðra, en í háls- inum fyrir ofan sáust hér og þar skaflar. Hægur vestan andvari lá út fjörðinn. Helgi Einarsson gekk á hlið við þá Þórar- inn. Við og við skotraði hann augum til hans, og Þórarinn sá ekki betur en hann gretti sig framan í hann. Var hann kann- ske að hlakka yfir því að fá að brenna hann — bölvaður hundimnn, sem hafði róið með honum margar vertíðir. Kirkjan var þegar þétt setin, en Þór- arinn var leiddur til sætis á fremsta bekk karla megin. Þar var hans gætt af fylgd- armönnunum. Hann þekkti flesta kirkju- gestina á bak og vangasvip þeirra. Þeir litu reyndar allir við, þegar hann var leiddur í kirkjuna — sumir laumulega og hrukku strax aftur í réttar stellingar — aðrir hálfsneru sér við og virtu hann lengi fyrir sér, eins og þeir væru að leita að greinilegum merkjum myrkrahöfðingj- ans á honum. Nýja prestinn, séra Bjöm Þorleifsson, hafði hami ekki séð fyr. Hann var bróður- sonur hans herradóms, biskupsins í Skál- holti, Brynjólfs Sveinssonar. Þessi Ön- firðingur var lítill fyrir mann að sjá og fremur veikraddaður, en settlegur í kirkju- legri þjónustu. Hann talaði um óendan- legan kærleika guðs, sem hafði gerzt með- þolandi mannanna í syninum til þess að geta sjálfur friðþægt sjálfum sér fyrir syndir mannanna. — En fanginn hlust- aði daufum eyrum, eins og hann vildi gefa þeim hvíld þessa litlu stund, með- an harm var meðal manna. Hann horfði á kertaljósin og heyrði ennþá ómínn af söngmnn. Hann hrökk við. Presturinn horfði á hann, og í augum hans brann annarleg glóð. — En hversu hafa ekki mennimir for- smáð þessa óumræðilegu fóm drottins — sagði hann — og gefið sig myrkrahöfðingj anum á vald til þess að geta unnið ná- unga sínum tjón — já, fyrirgert sjálfu lífi þeirra með fordæðuskap, sem frá djöfl- inum sjálfmn er kominn, hverjnm þeir hafa selt sálu sína til eilífra kvala í því brennisteinsdíki, er aldrei slokknar, svo að öll guðs miskunn og kærleikur er frá þeim sneiddur ........ Konur grétu með ýmsum tilbrigðum. Einstaka efnabóndi dottaði. Hann var leiddur til skemmu aftur og færður í járn. Enn lifðu veikir ómar af söng í eyrum hans, ánnars var þessi glampi af jólum liðinn hjá. Umluktur myrkri á ný veltist hann á bálki sínum ósjálfrátt glímdi hann við þetta söðuga óleysanlega viðfangsefni. — Hvað hafði hann gert? — var hann sak- laus eða var hann það ekki? En honum tókst fljótlega að losna frá viðfangsefn- inu og falla í sinnuleysi, sem var eftir- sóknarverðast á þessum stað. Vera hans þarna var órabið eftir því, að eitthvað gerðist. Þrek hans og vilji beið eftir því að hann losnaði úr þessu myrkri og kæm- ist út til lífsins, sem kallaði á hann. Með- an ekkert gerðist var aðalviðfangsefni hans að halda þreki sínu og viti óskertu — verða ópersónulegur gagnvart eigin ástandi og því, sem gerzt hafði. — Hann átti að geta hlegið út í myrkrið, glaðzt yfir lit- um þeim og sýnum, sem það færði hon- um og unað samtali við mýs og dauða hluti. Þegar homnn var færður matur næsta dag, hvarflaði enn í huga hans orðið jól. Nú var annar jóladagur, og þann dag átti jólagleðin að hefjast fyrir alvöru og sjálf- sagt yrði fögnuður að kvöldi á sýslumanns- setrinu. En jafnskjótt og hann heyrði hurð- ina lokast gleymdi hann öllu, sem við- kom jólum, pg hann féll á ný ínn í hina óeðlilegu sambúð sína við myrkrið og ein- veruna. Um það leyti, er hann gat ímyndað sér, að vakan væri vel hálfnuð var sem hann vaknaði skyndilega af löngum dvala. Hann glennti opin augun út í myrkrið, hélt niðri í sér andanum og lá stífur. — Nei, honum misheyrðist ekki, það var fótatak, sem hann heyrði. Það var gengið hæg- um skrefum að skemmunni — læðzt um- hverfis hana og staðnæmzt við vegginn. — Og nú var skriðið upp á þekjuna. — Hann spratt upp, mundi ekki eftir fjötr- unum, sem hins vegar minntu hann á hlutverk sitt með þvi að kippa fótum undan honum, svo að hann féll á gólfið, en hann stóð jafnharðan upp aftur. Nú heyxðist lágt urghljóð utan af þekjunni — það var byrjað að rjúfa hana — torfið skor- ið með Ijá, svo að þekjan var þið. Hon- um tókst að halda sér frá að kalla og spyrja hver væri þama á ferð. Á rjáfr- inu yfir honum var gömul skjáhola, sem birgð hafði verið, þegar hann ver settur í hald. Sá, er úti var virtist vita þetta og réðst þar að, sem vígið var veikast. Nú var hann kominn inn að fjölunum, sem negldar höfðu verið fyrir og andardrátt- ur hans heyrðist inn. Lengur gat Þórar- inn ekki dregið að spyrja. — Hver er úti? — spurði hann hvísl- andi röddu. — Þegiðu bölvaður asninn þinn. Þá vissi hann, að þetta var sjálfur böð- ullinn, Helgi Einarsson. Innan lítillar stundar stóð hann í myrkrinu hjá hon- um á gólfinu. — Það eru daufleg jól, sem þú átt grey- ið mitt, sagði hann. — En ég komst ekki aðra leið til þín. Hurðin er alltof erfið og lykilinn geymir maddaman. — Veit nokkur um þig? — He — he- heldurðu að ég hafi kjaftað þvi i alla, að ég ætlaði þessa leið til þín. Sýslumaður fór með vinnumenn sína út að Skutulsfjarðareyri og drekkur þar jól með dönskum, og ráðsmaðurinn, sem heima er, hefur fengið nóg að drekka. Ég kom héma með glas til þín, greyið mitt, því að ekki getur þá einu sinni galdr- að til þín brennivínspela — þvilíkur bölv- aður aumingi. — Ef þú ert kominn til þess að leysa mig úr járnunum, þá gerðu það strax. — Láttu ekki eins og þú hafir ctið óðan hund. Heldur þú að böðullinn komi til þess. Ég kom bara til þess að gefa þér í staupinu, greyið mitt, ef ég skyldi ein- hvern tíma fá að höggva þig. — En það er nefnilega það, sem ég ekki fæ — þú verður brenndur. — Nei, þú átt ekki skil- ið, að þér sé hjálpað...... -— Hvað segirðu? — hefurðu nokkuð frétt um Þorbjörgu og drenginn? — Konuna þína? Já, hún hefst við í vetur á Eiríksstöðum, sem vom komnir i eyði eins og þú vissir, og Jón er þar lijá henni. En á hverju þau lifa veit ég ekki. — Svona komdu nú með lyklana, ef þú hefur þá. — Ég sagði, að þú værir bölvaður aum- ingi. Þú lætur taka þig eins og snæris- þjóf, og svo ertu sagður galdrahundur, sem drepur menn, ef þér sinnast við þá. — Þvílík andskotans lygi — guð fyrirgefi mér annars að blóta á sjálfri hátíðinni. Nei, þú verður brenndur. En það er bölv- uð fyrirhöfn og skíta verk. Við höfum ró- ið of lengi saman til þess ég geri það. — Höggva skyldi ég þig glaður — það er heiðarlegt — galdramaður, sem lætur brenna sig — þvílík forsmán. Sýslumaður- inn sagði, að úr haldi hjá sér gætir þú aldrei sloppið, hvað sem þú kynnir fyrir þér. Og það er víst rétt hjá honum, að sjálfur hjálpar þú þér ekki mikið. En hann heldur þessi skræðuskrjóður, er ekki tímir að hressa mann á brennivínstári, sem Framhald á síSu 140. 130 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.