Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 24
ólafur B. Bjömsson:
Þœttir úr sögu Akraness V. 39.
HVERSII AKRANES BYGGÐIST
4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna.
Viðbætur við Marbakka o.f 1.
1 sambandi við Marbakka, á bls. 95 í
siðasta blaði, er þess getið, að 4. barn Guð-
mundar og Þórnýjar á Marbakka hafi heit-
ið Stefán, og dáið uppkominn. Þetta er
ekki rétt, sá drengur, sem þar er átt við
hét Guðbjami, og var um tvítugt er hann
dó. Þau munu og hafa átt dóttur, sem Guð-
ný hét og dó ung.
Hins vegar er ekki getið þarna yngsta
bams þeirra hjóna, er Stfán heitir. Hann
ó heima á Framnesveg 55 i Reykjavík og
er kvæntur Soffíu Sigurðardóttur bónda í
Akrakoti Sigurðssonar. Þeirra böm:
1. Guðbjartur, gjaldkeri hjá tollstjóranum
í Reykjavík, kvæntur Svöfu Amórsdótt-
ur Guðmundssonar, skrifsofustjóra hjá
Fiskifélaginu. Þeirra böm: Amór, Ste-
fán, Hulda og Einar.
2. Þómý Sigríður, gift Magnúsi Zakarí-
assyni frá Bolungarvík. Þeirra böm:
Soffía og Stefán.
3. Aðalsteinn Svafar, sem nú er í siglingu
um heimshöfin, var m. a. nýlega í Ástra-
líu.
Stefán Guðmundsson frá Marbakka er f.
23. nóv. 1894, fór fyrst á skútu 13 ára
gamall, en var svo síðar lengi á togurum.
Stefán fluttist frá Akranesi 1914, en kvænt-
ist í Reykjavík 6. jan. 1917 og hefur búið
þar siðan. Stefán var afburðaduglegur sjó-
maður, góður drengur og vinnusamur og
langaði til að bjarga sér. Hann varð fyrir
þeirri þungu raun að fá slag fyrir 7 árum,
en lengst af þessum tima hefur hann ekk-
ert getað unnið. Fyrir aðeins 5 vikum sið-
an fékk hann svo annað slag, en er enn
að rétta við þótt ótrúlegt megi virðast. Hann
er að byrja að klæðast, en auðvitað verður
hann ekki til neinnar áreynslu héðan af.
Hann er þó velkominn þangað, sem hann
hefur unnið siðan hann fór í land, vegna
sérstakrar dyggðar og trúmennsku.
Á sama stað var aðeins minnst á Guðjón
Þórarinsson, er Marbakka hjón ólu upp.
Við það get ég nú bætt þessum upplýsing-
um: Guðjón þessi er sonur Þórarins skó-
smiðs í Reykjavik', en faðir Guðjóns og móð-
ir, vom bæði mállaus. Guðjón Knútsson,
sem margir munu kannast við, kom svo
drengnum fyrir þriggja vikna gömlum hjá
þessum góðu hjónum, sem ólu hann upp sem
sitt eigið bam.
Guðjón hefur lengst af stundað sjó og er
dugnaðarmaður. Hann er kvæntur Sigur-
laugu Guðmundsdóttur, og eiga þau stórt
hús í Reykjavik. Þeirra synir: Jónas, Hauk-
ur og Sigurjón.
1 sambandi við Garðbæ i siðasta blaði
skal þessa getið, að siðari kona Jóns Bjama-
sonar er Þómnn Jóhannesdóttir, ættuð af
Snæfellsnesi. Hún var áður gift manni þeim,
er Bjami hét Bogason. Bjuggu þau allan
sinn búskap að Neðra-Hóli í Staðarsveit.
Þau áttu þessi böm:
1. Boga, lögregluþjón í Reykjavik, kvænt-
ur Erlu Jónmundardóttur. Þau eiga
einn son, er heitir Bjami Jóhann.
2. Sveinbjöm, einnig lögregluþjónn í
Reykjavik, kvæntur Áslaugu Sigurðar-
dóttur frá Hrísdal í Miklholtshreppi. Dóttir
þeirra er Þórunn Hulda.
3. Páll Steinar, heima i Garðbæ.
1 sambandi við Gneistavelli í síðasta
blaði á bls. 96, er talin vom böm Áma
Helgasonar, hafði fallið niður nafn Helga
sonar hans. Hann á heima í VVinnipeg-
86. Skuld I.
Þar byggði fyrst.ur litinn torfbæ með
timburgafli Sveinbjörn Þorvarðarson Öl-
afssonar smiðs Péturssonar frá Kalastöð-
um, en móðir Sveinbjarnar, og kona Þor-
varðar, var Margrét Sveinbjamardóttir,
prests Sveinbjarnarsonar á Staðahrauni á
Mýrum. Þennan bæ byggði Þorvarður
1885.
Kona Sveinbjarnar Þorvarðarsonar var
Margrét, f. 9. nóv. 1862, Kristjánsdóttir,
Símonarsonar frá Akri, og konu hans Þóru
Jónsdóttur frá Kópsvatni. Þau giftust 3.
júní 1882.
Þau Sveinbjöm og Margrét bjuggu ekki
lengi í Skuld, en voru hér viðar, m. a. á
Sýruparti, en eftir að Margrét missti
mann sinn var hún nokkur ár í Teiga-
koti. Sveinbjörn var sérstaklega glæsileg-
ur maður og ágætur sjómaður. Gamall
Akumesingur, sem um skeið var skips-
félagi Sveinbjarnar, sagði mér, að hann
teldi Sveinbjörn annan fallegasta mann,
er hann hafi séð. Vínið mun hafa gert
Sveinbirni mikinn óleik, eins og mörgum
þá og síðar. Sveinbjörn varð ekki gam-
all maður, því að hann drukknaði hinn 9.
desember 1891 á leið héðan til Reykja-
víkur á opnu skipi, ásamt systur sinni,
Rannveigu og g öðmm mönnum, en hinn
ungi, vaski sveinn, Jón Ámason frá Heima-
skaga, sem einnig var með í þessari för,
Margrét Kristjánsdóttir.
var sá eini, sem komst lifs. af, en hann
komst á kjöl, og bjargaðist eftir mikið volk
í hörkuveðri og frosti.
Þau Sveinbjörn og Margrét áttu 5 börn,
sem flest voru kornung, er maður hennar
féll frá, en hann mun þá hafa verið aðeins
34 ára, fæddur 1857. Margrét varð því
að taka á því, sem hún átti til og hafði
nóg um að hugsa. Þau voru bláfátæk, og
fyrirfarandi oft hart í ári. Margrét var
óvenjulega góð kona og mikil móðir. Hún
rækti ekki aðeins móðurskyldurnar með
hinni mestu prýði, heldur gat hún líka
oft bætt úr sárustu neyð annarra, og auk
þess veitt mörgum styrk og uppörvun í i
erfiðum kringumstæðum.
Margrét var greind kona. Hún tók alla
ævi mikinn og virkan þátt i bindindis-
starfinu, bæði hér á Akranesi og i Reykja-
vik, eftir að hún fluttist þangað. Hún ver
ein af þeim fyrstu hér á Akranesi, sem
tók þátt í leikstarfseminni, og var þar sem
annars staðar traust og heilsteypt.
Margrét fluttist héðan til Reykjavik-
ur árið 1903 ásamt börnum sínum og bjó
þar síðan til æviloka.
Elztur bamanna var Simon, og mæddi
mest á honum að styðja móður sina í
hennar örðuga móðurhlutverki. Gerði hann
það og alla stund með mikilli prýði, því
að þau skildu aldrei. Margrét var að allra
dómi, er henni kynntust, óvenjuleg kona
að manndómi og myndarskap og kærleiks-
rík. Get ég ekki stillt mig um að birta
hér nokkur minningarorð, er Sigríður
Helgadóttir, sem lengi var hér i Lykkju
og síðast á Elliheimilinu, skrifaði, er hún
frétti andlát Margrétar. Af því má glögg-
lega sjá hugarfar Margrétar og hjálpsemi
og gjafmildi, þótt ekki væri ofmikið í
eigin búi. Þessi kveðjuorð Sigríðar Helga-
dóttur hljóða svo:
örfá minningarord um Margréti Krist-
jánsdóttur, Vesturgötu 34 í Reykjavík.
Það er nú orðið alvanalegt að heyra að
trúin sé einskisnýt í lífi mannanna, og jafn-
vel verri en það. Ég hefi oft fundið það á
langri og viðburðaríkri ævi, hve þetta er •
alrangt, og fjarri öllum sanni. Kemur það
og heim við reynslu fjölda fólks á öllum
tímum, og enn þann dag í dag. Líf minn- t
ar ágætu vinkonu, Margrétar Kristjáns-
dóttur, er fullgild sönnun fyrir því, hverju
trúin getur orkað í lífi vor mannanna, til
að hughreysta og skapa þrautseigju, sem
gerir það mögulegt að komast yfir þá örð-
ugleika, sem frá sjónarmiði fjölda manna
er lítt, eða ekki hugsanlegt að kljúfa. Og'
þá er það vitað, að trúin er aðal aflgjafi
og vermireitur hvers konar kærleiksstarf-
semi, hjá einstaklingi, eða fjölda manns.
Við Margrét vorum fermdar saman, og
því æskuvinkonur. Var vinátta hennar
þá strax svo traust, og ætið síðan, að
hún dvínaði aldrei frá hennar hálfu, þrátt
132
AKRANES