Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 28

Akranes - 01.10.1952, Blaðsíða 28
AXRA7l£SS AT>Ól£X Hjúkrunarvörur. Hreinlætisvörur, og alls konar feguröarvörur. GLEÐILEG JÓL. Þökk fyrir viðskiptin. FRÍÐA PROPPÉ. Óska viðskiptavinum gleðilegra jóla, heilla og hamingju á komandi ári, um leið og ég þakka viðskiptin á hinu liðna. Axel Sveinbjörnsson ANNÁLL AKPANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Grimur Magnússon, bilstj., Görðum 100 kr. Þórður Pálmason kaupfélagsstj. Borgarnesi 100 kr. Axel Kristjánsson, forstj. Hafnarfirði 200 kr. Friðrik Þórðarson kaupm. Borgarnesi 200 kr. Einar Ólafsson, kaupm. Akranesi 100 kr. sr. Sig- urjón Guðjónsson Saurbæ 200 kr. sr. Leó Júliusson Borg 100 kr. Guðmundur Ólafsson bóndi á Sáms- stöðum 130 kr. sr. Jón Guðnason skjalavörður 100 kr. Bjarni Jónsson bóndi Gerði 100 kr. Sr. Bergur Bjömsson Stafholti 100 kr. Þorvaldur Jóns- son bóndi Hjarðarholti 100 kr. Sigurður Sumar- liðason skipstjóri Akureyri 100 kr. Lúðvik Krist- jénsson ritstjóri 100 kr. Guðmundur Einarsson Stokkseyri 100 kr. Halldór Þorsteinsson útgm. Gerðum 100 kr. Kristjón Kristjónsson fulltrúi Rvik. 100 kr. Sigurður Þorleifsson póst- og sima- stjóri Grindavik 100 kr. A. G. Rvík. 200 kr. Hjónabönd: 27. sept ungfrú Sigrún Barðadóttir frá Isafirði og Jón Óiafsson stýrim. i Mýrarhúsum. 8. nóv. ungfrú Jónina Ámadóttir Vesturgötu 70 og Óðinn Gunnar Þórarinsson Jaðarsbraut 7. 22. nóv. ungfrú Emilia Jónsdóttir (Árnasonar) og Péur Ásbjöm Georgsson Melstað. 22. nóv. ungfrú Friðný Guðjónsdóttir Ármann og Bjarni Aðalsteinsson (Ámasonar), málari, Sunnubraut 15. 22. nóv. ungfrú Henny Þórðardóttir og Kristó- fer Ásgrímsson (Eylífssonar), Suðurgötu 102. Sr. Jón M. Guðjónsson gaf saman. Dánardægur: 17. sept s. 1. andaðist Jón bóndi Simonarson á Stóru-Fellsöxl, 72 ára að aldri, f. 23. des. 1879 á Geitabergi í Svinadal. Ekkja hans er Ólöf Elias- dóttir frá Melkoti í Stafholtstungum. 24. sept. andaðist hér í sjúkrahúsinu Guðmund- ur Norðfjörð skósmiður. Guðmundur hefur átt hér heima um allmörg ár. Hann var fæddur ig. nóv. 1874 í Steinsholti é Vatnsleysuströnd. 1. október andaðist í sjúkrahúsinu Helga Niels- dóttir, Vesturgötu 24 nær 84 ára gömul, f. 11. des. 1868. 26. okt. andaðist Sigurbjöm Jónsson Blómstur- völlum, f. 29/8—i86g á Lundi í Þverárhlíð. Hann flytur á Akranes 1906. 29. okt. andaðist öm Þorbergsson, Heiðarbraut 18 f. 4. des. 1944, sonur Þorbergs Jónssonar og konu hans Jónu Guðmundu Jónsdóttur. Skátafélögin hér sameinast. Lítið líf mun hafa verið i þessum félagsskap hér um hríð, en nú hefur verið gengið allrösk- lega til verks um að sameina bæði kven- og drengjaskáta-félögin. Þó þannig að í framkvæmd- inni verður engin breyting á flokkaskipun og starfsaðferðum hinna ýmsu flokka. Á næsta fundi eftir að sameiningin átt sér sað gengu nokkrir tugir ungmenna í félagið. Vonandi færist nýtt líf í þennan ágæta félagsskap, sem vill vinnp gott verk í mannbótaátt. Em allir hvattir til þess að ganga i félagið og styðja það í sinu góða starfi. Aðalskátaforingi verður Hans Jörgensson kennari. Nú em félagar 100. Söngmót kirkjkóra. Það er óvanalegt að hægt sé að selja á ein- um og sama degi tvivegis húsfylli í Bíóhöllina til þess að hlusta á samsöng, en þetta átti sér sannarlega stað sunnudaginn 16. nóv. s. 1. Þarna sungu kirkjukórar úr þrem sóknum í Dalasýslu, úr tveimur prestaköllum á Snæfells- nesi, svo og kirkjukór Borgarness og Akraness. Hver kór um sig söng 4 lög, en sameiginlega sungu kórarnir g lög, þar sem hver söngstjóri stjómaði einu lagi. 1 öllum kómnum voru um 160 manns. Þessir voru söngstjórar: Sr. Pétur T. Oddsson, sr. Þorsteinn L. Jónsson, sr. Þorgrímur Sigurðsson, Halldór Sigurðsson úr Borgaraesi og Geirlaugur Ámason Akranesi. Undirleikarar vom: Kjartan Jóhannesson úr Dölum, Anna Þórðar- dóttir og Björg Þorleifsdóttir af Snæfellsnesi. Stefanía Þorbjamardóttir úr Borgarnesi og Bjarai Bjamason af Akranesi. Einsöngvari var Halldór Sigurbjömsson úr Borgamesi. Söngurinn var í heild sinni furðulega góður, þegar tekið er tillit til allra aðstæðna, og hjá sumum afbragðsgóður. Það er auðséð að fólkið hefur lagt sig fram, að það hefur æft mikið og verið mikill sómi sýndur við góða þjálfun. Sumir söngstjóramir eru mjög efnilegir söngstjórar. Allir sem að þessu merka móti standa eiga miklar þakkir fyrir þessa ágætu skemmtun. Von- andi halda þeir áfram á sömu braut, sækja kirkjur sinar og syngja þar til fordæmis fyrir aðra. Allir voru þama „uppnumdir" enda létu margir það óspart í ljós með ræðum, svo sem: Biskupinn Sigurgeir Sigurðsson, sem hér var ásamt frú sinni, sr. Jón M. Guðjónsson, Sigurður Birkis söngméla stjóri og Petrea G. Sveinsdóttir. Auk þess talaði þarna og þakkaði, sr. Þorgrimur Sigurðsson á Staðastað, sem mestan þétt mun hafa átt i þvi að koma þessari ágætu söngskriðu af stað. Bæði kórfólk og áheyrendur virtust ánægðir, enda mátti vera það. Frá leikfélaginu. Fyrsta verkefni leikfélagsins á þessu leikári var Grœna lyfían, enskur gamanleikur. Um hann segir svo í leikskránni: „Græna lyftan" er gam- anleikur af léttara taginu, og er ekki um neinar „æðri bókmenntir að ræða þar sem hún er. Aðal- tilgangurinn er að vekja hjá áhorfendum græsku- laust gaman. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. f leiknum má t. d. finna ísmeygilega ádeilu á inn- antómt skemmtana- og lausungarlíf." Leikendur voru: Bjamfriður Leósdóttir, Sigurð- ur Guðjónsson, Sólrún Ingvadóttir, Alfreð Einars- son, Baldur Ólafsson, Sigriður Sigmundsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson og Jóhannes Gunnarsson. Leikurinn var mikið fremur vel leikinn í heild, én auðvitað dálítið misjafnlega, og er um fram- för að ræða. Leikur þessi hefur nú verið leikinn fimm sinnum og alltaf vel sóttur. Ef til vill eru Akur- nesingar með því að byrja að sýna „innlendum" skemmtikröftum nokkum sóma og uppörvun, sem ekki er óviðeigandi; þvi þeir áhugamenn sem sinna slikum verkefnum eyða þar oft miklum tíma til þess að geta sem bezt skemmt bæjarbúum. Leikstjóri var Ragnar Jóhannesson, og virðist hans þáttur vera all góður. 136 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.