Akranes - 01.10.1952, Qupperneq 31

Akranes - 01.10.1952, Qupperneq 31
EKKI ER ÞAR OFLOF UM fSLENDINGA. Framhald af /25. síSu. ára tímabil, hafa náð fram að ganga. Og enn í dag verjum við stórfé til snjómokst- urs á þessari leið og fylgjum „hestabraut- unum“ hvað vegarstæðið snertir. Það væri fróðlegt að sjá einhversstað- ar, hversu miklu fé er búið að verja til viðhalds og snjómoksturs á þessari leið. Ég sé hvergi í ályktunum höf. neitt um tillögu Bjöms Kristjánssonar um yfir- byggðan veg á versta kaflanum, en fljótt á litið er engu siður réttlætanlegt að byggja nokkra km. yfirbyggðan veg á fjölförn- ustu leið landsins, eins og að byggja kiló- meters langt hús á Grandagarðinuni í Reykjavíkurhöfn, aðallega til þess að fyrir- byggja brimlöður yfir garðinn. Að ekki sé talað um að verja milljónum til að fylla upp höfn hraðvaxandi höfuðborg- ar, sem á sama tíma er talin að vera orð- in oflítil, og þess vegna rætt um að byggja aðra höfn og á öðrum stað, þar sem engin nauðsynleg mannvirki eru, og allt vérður að byggjast frá grunni. En allt eru þetta „vísindi“ hinna vitru. Þeirra, sem um nærfelt hálfa öld hafa ekki komið sér saman um legu Austurvegar. Það hefði þurft einhvern Tryggva Gunnarsson til að leysa þetta vegarmál, á svipaðan hátt og þegar Tryggvi var orðinn leiður á bolla- leggingum um ölfusárbrúna á sínum tíma. Það vekur og athygli, að höf. hefur ekki við samningu bókar sinnar stuðst við hið merka rit próf. Guðmundar Finnbogason- ar Iðnsaga Islands, en rit það er mjög itarlegt og nákvæmt og snertir líkt efni. Olíumálin. Ekki get ég gert mér ljóst, eftir að hafa lesið bókina spjaldanna á milli, hvernig það má ske, að höf. sleppir með öllu að minnast á hinar stórfelldu og mjög þýð- ingarmiklu framfarir og umbætur, sem att hafa sér stað frá einokunartímabilinu og reyndar síðar, á innflutningi og öllu fyrirkomulagi á sölu olíu í landinu, en þær breytingar, sem hér hafa orðið, hafa haft svo djúptæka þýðingu fyrir alla af- komu þjóðarinnar, að vert er að minnast. Meðan Danir réðu verzluninni, var all- ur innfl. olíu á trétunnum, og má nærri geta hversu slíkt var hagkvæmt. Lengi vel var olian seld og verðlögð pr. tunnu, ' °g það var því kaupandans hagur eða tjón hvort tunnan var full. Það var ekki fyrr en að Alþingi setti lög um að selja olíu eftir vigt, — 1. m. 55, 1915, — en það leiddi til þess, að innflytjendur fóru að lita í kringum sig, og í annan stað fóru heimilin, — en þá var olían notuð til ljósa og nokkuð til suðu, — að reyna að eignast akranes Takmark okkar er að standast samanburð á þeim erlendu vörum, sem fluttar eru inn í landiö. Þessar vörur eigum viö ávallt fyrir liggjandi: PARKET-bón: Fyrir Parket gólf og Gólfgljái: SkóáburSur: eikarhúsgögn. BlLA-bán: Fljótandi bón: Húsgagnabón: Ver bílinn yðar bezt, fallegur gljái létt að bóna, endist vel. Fyrir Gúmídúka, Terr- aso-gólf og Linoleum, þar sem mikið er geng- ið. Hreinsar vel og skil- ur eftir áferðarfallegan gljáa. Bónið húsgögn yðar með þessu bóni. Hreinsið alls konar þiljur, hurðir og gluggakistur með þessu bóni. — Leiðarvísir með hverri flösku. Fyrir alls konar dúka, gefur dúkunum þá nær- ingu, sem nauðsynleg er fyrir þá. Ódýrt, ending- argott og þægilegt að vinna með þvi. 5 mismunandi litir. Kaupmenn! hafiö vörur frá okkur ávallt í verzlunum yÖar. Neytendur! fíiöjiö kaupmann yö- ar um vörur frá okkur, þæ.r tryggja yöur ódýrar vörur. Góöar vörur. 139

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.