Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 14
14 FLAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 Fréttir DV Grímuklæddir í innbroti Maður í austurborginni varð fyrir óskemmtilegri reynslu er hann kom heim til sín í fyrrinótt. Voru tveir grímuklæddir menn að róta til í íbúðinni. Að sögn lögregl- unnar í Reykja- vík lögðu inn- brotsþjófarnir á flótta er maður- inn opnaði útidyr sínar en annar hinna grímuklæddu mun hafa ráðist á hann. Hlaut íbúðareigandinn þó ekki meiðsli af þeim sökum. Innbrotsþjófarnir komust undan með fartölvu. Máhð er í rannsókn. Þriðji hver fór í Ijós Samkvæmt könnun Gallups fór fjórði hver unglingur á aldrinum 12 til 15 ára í ljósa- bekk síðustu tólf mánuð- ina. í aldurs- hópnum 16 til 75 ára fór þriðjungur í ljós. Karlar fóru að meðaltali 1,9 sinnum í ljós en konur 4,3 sinnum. Tæplega 40 prósent kvenna fóru í ljós síðustu tólf mánuð- ina en 22 prósent karla. Svo virðist sem íslend- ingar fari meira í ljós en aðrar þjóðir, en erlendis hafa víða verið settar strangar reglur um ljósa- bekkjanotkun. Athygli vekur að fleiri fóru í ljós á landsbyggðinni en höf- uðborgarsvæðinu. Al- þj ó ð aheilbrigðismála- stofnunin hefur ráðlagt þeim sem eru yngri en 18 ára að fara ekki í ljósabekki. Vilja tryggan lágmarks- lífeyri Þingmenn Frjálslynda flokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um tryggan lágmarkslífeyri. Þeir telja að bæta eigi þjóð- félagsstöðu lífeyrisþega sem fá minni lífeyri en 50 þúsund krónur á mánuði greiddan úr lífeyrissjóði sínum með því að breyta bótareglum almannatrygg- inga þannig að lífeyris- greiðslur undir þessari upphæð skerði ekki grunn- lífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót eða aðrar samsettar lágmarksbætur lífeyrisþegans. Hugmynd þeirra er að fyrir hverjar 10 þúsund sem greiddur lífeyrir úr lífeyris- sjóði er umfram 50 þúsund verði skerðing 20% þess sem nú er, fyrir hverjar 10 þúsund sem lífeyrir er um- fram 60 þúsund verði skerðing 40% þess sem nú er, fyrir hverjar 10 þúsund umfram 70 þúsund verði skerðing 60% þess sem nú er og fyrir hverjar 10 þús- und umff am 80 þúsund 80% þess sem nú er. Eigendur Græna hússins á Siglufirði hafa sótt um að fá að flytja húsið til Reykja- víkur. Þeir segja húsið ekki þjóna tilgangi á Siglufirði. Unnar Már Pétursson bæj- arfulltrúi segir engan vilja sjá húsið fara, en sterk rök þurfi til að hafna beiðninni. Græna húsið, fornfrægt hús á Siglufirði, verður hugsanlega flutt til Reykjavíkur ef beiðni eigenda þess til bæjaryfirvalda verður samþykkt. Húsið á sér langa sögu, var forðum frægt kaffihús undir nafninu Borgarkaffi, en síðar í eigu Alþýðuflokksins. Nú- verandi eigendahópur tók við húsinu fyrir nokkrum árum og myndaði einkahlutafélagið Græna húsið utan um húsið. Þórir Hákonarson, stjórnarfor- maður Græna hússins, segir hópinn hafa bjargað húsinu frá því að vera rifið. „Mikil vinna og fjármagn hefur farið í uppbyggingu þess en ákvörð- un um uppbyggingu var einungis tekin til þess að bjarga húsinu frá því að verða rifið, enda sögufrægt hús á Siglufirði," segir hann. Unnar Már Pétursson, bæjarfull- trúi og nefndarmaður í tækni- og umhverfisnefnd, segist hafa fundið fyrir almennri andstöðu meðal bæj- arbúa um flutning hússins. Hins vegar þurfi sterk rök fyrir því að hafna flutningnum. „Það vill enginn sjá þetta hús fara. Bón hefur komið frá eigendunum um flutning og hún er í eðlilegum farvegi. Það þurfa að „Það þurfa að vera sterk lagaieg rök fyrir þviað hafha þessu." vera sterk lagaleg rök fyrir því að hafna þessu," segir Unnar. Að sögn Þóris er ekki útséð um að húsið verði flutt jafnvel þó leyfi fáist. „Stjórn Græna hússins ehf. tók ein- faldlega ákvörðun um að skoða þennan möguleika og ekkert liggur fyrir um framhaldið. Við reyndar lentum í ákveðnum vandræðum þegar búið var að gefa út viljayfirlýs- ingu af félagsmálayfirvöldum um að leigja húsnæðið undir ákveðna starfsemi en síðan hreinlega gátu fé- lagsmálayfirvöld ekki staðið við það og því sátum við meðal annars eftir með lán sem tekið hafði verið út á viðkomandi viljayfirlýsingu." Hann segist opinn fyrir öðrum möguleikum en að flytja húsið suð- ur. „Við erum tilbúin að skoða öll til- boð ef einhver hefur áhuga á því að eignast húsnæðið." Hálfdán Sveinsson, einn eigenda hússins, segir húsið ekki hafa hlut- verk á Siglufirði. „Aðalmálið er að finna eitthvað hlutverk fyrir húsið og koma því í einhverja vinnu. Það finnst ekki hér í bili. Málið er ekki komið lengra en þetta, en augljóslega reynum við að koma á því á þannig stað að það sómi sér vel. Til dæmis í litla Skerjafirði eða vestur í bæ." jontrausti@dv.is Arnold Schwarzenegger í endurmenntun Sjallar á móti því að Bjöggi fái slotið Kennt að þukla ekki á konum Arnold Schwarzenegger, rflds- stjóri Kaliform'u, fór fyrr á þessu ári á námskeið um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Námskeiðið stóð í tvær klukkustundir og tók ríkisstjór- inn háttsetta embættismenn í Kali- forníu með sér. Schwarzenegger var sem kunn- ugt er ásakaður um að hafa áreitt konur kynferðislega þegar hann háði kosningabaráttu sína síðastlið- ið haust. Meintum fórnarlömbum Schwarzeneggers fjölgaði eftir því sem kosningarnar nálguðust; voru sex talsins fimm dögum fyrir kosn- ingar en á kjördag voru þær orðnar sextán. Rfldsstjórinn þurfti að taka á honum stóra sínum vegna málsins og kom fram á blaðamannafundi þar sem hann sagðist hafa „hegðað sér illa" gagnvart konum. Hann neit- aði að tjá sig frekar um málið og sagðist myndu ráða einkaspæjara til Ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger, rikis- stjóri Kaliforníu, ávarpar stuðningsmenn sína. Eiginkonan, Maria Shriver, stendur hon- um við hlið. að rannsaka eigin hegðun. Mánuði eftir að Schwarzenegger náði kjöri skipti hann um skoðun og sagðist hættur við rannsóknina. Hafna Thorshöll sem íbúðarhúsi „Við viljum ekki að borgin selji Frí- kirkjuveg 11 til einhvers sem ætlar að hafa það sem íbúðarhús. Það er að okk- ar mati lakari kostur en lausn sem felur í sér að almenningur geti áfram fengið að koma inn í þetta stórmerkilega hús og njóta þess. Þetta hús á ekki að vera bara fyrir einhvem sem á peninga," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um þá ósk Björgólfs Thors Björgólfssonar að fá Thorshöllina - Fríkirkjuveg 11 - keypta. Vilhjálmur segir að sjálfstæðis- menn vilji heldur ekki íyrirtækjarekstur í húsinu. „Við sjáum miklu frekar fyrir okkur, úr því að borgin vill selja húsið á annað borð, að efnt verði til samstarfs borgar- innar og afkomenda Thors Jensen um að húsið verði minnisvarði um afrek Thors. Þetta er ekki uppboðsvara, held- ur mikið menningarverðmæti, þar sem vel færi á því að minnast atorku þessa merka manns. Ég held að það verði ekki gert með því að húsið verði íbúð- arhús eða hálflokað skrifstofúhús á vegum einkaaðila. Þá væri betra að borgin nýtti það áfram undir sína starf- semi. Ef vilji er fyrir því meðal afkom- enda Thors að varðveita húsið og koma þar upp minningarsafni um Thor, sem almenn- ingur getur noúð, þá styðjum við það,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Thorshúsið ekki uppboðsvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.