Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 20
20 LAUGARDAQUR 3. APRÍL 2004 Fókus DV Stúdentaleikhúsið frumsýndi leikritið 101 Reykjavík í gamla Grýtuþvottahúsinu á Keilugranda 1. Ýmis- legt gekk á meðan á æfingum stóð, meðal annars fékk ein kona heilahristing við samfarasenu og það þurfti að rífa leikmyndina og endurbyggja vegna brunahættu. DV ræddi við Hinrik og Vigdísi sem leika aðalhlutverkin. „Hlynur Björn er dauðyfli sem horfir á klámmyndir til klukkan sjö um daginn og fer svo á barinn að drekka bjór,“ segir Hinrik Þór Svavarsson, sem fer með hlutverk samvisku hans í leikgerð bókarinnar 101 Reykjavrk, sem Stúdentaleikhúsið er nú að setja upp. „Ekki það að hann hafi mikla samvisku," bætir hann við. „Hann er samt mjög klár,“ skeytir Vigdís Másdóttir inn í, en hún fer með hlutverk Lollu, sem er ástkona bæði Hlyns og móður hans. Friðgeir Einarsson fer svo með hlutverk Hlyns sjálfs, en Hilmir Snær lék hann í bíómyndinni. En hvernig kom það til að persónunni var skipt í tvennt? „f myndinni er einblínt á samband hans og Lollu, og hlutirnir séðir utan frá, en hér er hann skoðaður meira innan frá, og hvernig hann bregst við þegar mömmu hans er rænt," segir Hinrik. „Ég ræni ekkert mömmu hans,“ mótmælir Vigdís." „Ja, hann er kannski aðallega afbrýðissam- ur út í mömmuna fyrir að fá að ríða þér,“ segir Hinrik þá. „Hann fer að uppgvötva tilfinningar sem hann vissi ekki að hann hefði, og er búinn að bölsóttast út í aðra fyrir að hafa," leggur Vigdís til. Oghvaöa tilfínningar eru þaö? „Það að hann haft nokkrar tilfinningar yfir höfuð," segir Vigdís. „í upphafi er hann kvenhatari sem býr und- ir hæl móður sinnar, og svo þarf hann að díla við það að það flytur kona inn á heimilið sem er kjaftfor tík, „tussa með tunguna á réttum stað,“ eins og segir í leikritinu," segir samviska Hlyns. Lesbískar mömmur á sviði og utan „Fólki sem þekkir myndina á eftir að bregða mjög, en við reyndum að halda tryggð við textann, enda Hallgrímur Helgason fárán- lega orðheppinn maður,“ segir Vigdís. „Það var ótrúlegustu hlutum sleppt úr myndinni, og það vildi svo til að hún var orð- in mjög söluvæn þegar upp var staðið. Bókin er raunverulega Fóstbræðrahúmor dauð- ans,“ segir Hinrik. Hafði Hallgrímur einhver afskipti af upp- færslunni? “Hann kom á rennsli og kom með uppá- stungur,“ segir Vigdís. „Sem við sáum svo til hvort við fórum eft- ir,“ segir Hinrik. Leikararnir þurftu ekki að leita langt til að fá innblástur fyrir hlutverkunum. „Þegar maður fór að skoða Hlyn þekkti maður að minnsta kosti 70 manns sem eru nákvæmlega eins.“ Vigdís á einnig auðvelt með að setja sig inn í aðstæður, þar sem mamma hennar er, líkt og mamma Hlyns, lesbía. Hún tekur þó fram að fátt annað sé sameiginlegt með persónunum. „Lesbíur eru jafn fjölbreytilegar og þær eru margar. Ég á mjög góða fjölskyldu, en það er ýmislegt að hjá Hlyn. En ég hef unnið við áfengishjálp á geðdeild, og þekki þannig að- eins til þeirrar hliðar mála." Þrjár óléttur Þau segja söguþráð leikritsins spinnast í kringum þrjár óléttur, en verkið sækir einmitt í þrjá mismunandi brunna. „Þetta er byggt á sögusviðinu sem er 101 Reykjavík, Hamlet, þaðan sem hugmyndin að persónunum er fengin, og svo Halldóri Laxness, en persónur ópa „Heilagur Kiljan" í gríð og erg.“ Vigdís Másdóttir hefur áður leikið í Götu- leikhúsinu og Brúðubílnum, og hefúr orðið fýrir aðkasti aðdáenda. „Stundum öskra börn upp „þetta er Rebbi Blárefur," þegar maður er staddur úti í búð.“ f enskumælandi leik- húsum er það til siðs að segja „break a leg“ fýrir sýningar, og á það vel við þegar kemur að Vigdísi. Þegar hún var með Brúðubilnum handleggsbrotnaði hún og þurfti að stjórna brúðunum einhent, en á æfingum nú datt hún úr rúminu við samfarasenu og fékk heilahristing. Hún er ekki sú eina sem fór illa út úr þeim samförum, því í annað skipti brotnaði rúmið við hamaganginn. Ekki nóg með að það þyrfti að laga rúmið, heldur smíðaði leikhópurinn allt leikhúsið meira og minna frá grunni. „Við fréttum að það væri laus þvottastöð úti á Nesi, svo við fengum aðgang að henni og innréttuðum fyrir leikhús með timbri. Svo kom brunaeftir- htið með aðfinnslur og við þurftum að rífa allt aftur, og endurbyggja með stillönsum." „Sviðsmyndin er mjög skftug, það er ekk- ert hreint í 101 Reykjavík," bætir Hinrik við. „Sem hentaði okkur vel. Það er heppilegt að þetta skuli ekki vera gamanleikur sem gerist á tannlæknastofu þar sem allt er hreint." Hinrik Þór hefur áður leikið með Stúd- entaleikhúsinu, en hann fór með hlutverk Winstons- Smith í 1984 fyrir jól. „Með Þor- láki, sem leikstýrði þeirri sýningu, ríkti heragi frá fyrsta degi. Allir voru reknir út að skokka, og svo þurftu allir alltaf að vera mættir tímanlega. Hjálmar Hjálmarsson, gráhærða goðið frá Dalvík, gerði þetta tals- vert öðruvísi. Til dæmis fengum við að velja okkar texta að einhverju leyti sjálf. Að lokum hvet ég alla til að koma og finna Hlyninn í sjálfum sér." valur@dv.is Góöi hirðirinn fluttur í gamla World Class-húsið Stækkaði um 300 fermetra á einum degi Góði hirðirinn flutti sig um set í gær eftir að hafa búið við Hátún til fjölda ára. Gamla húsnæðið var löngu búið að sprengja utan af sér og því var ákveðið að finna nýtt og hentugt húsnæði fýrir Hirðinn. Það fannst þegar World Class við Fellsmúla flutti sig um set. Góði hirðirinn er sem kunnugt er nytja- markaður Sorpu og líknarfélaga á landinu en þar er verslað með gömul húsgögn og annað nytsam- legt. Allur ágóði af rekstri Hirðisins rennur svo til líknarmála. Með til- komu nýja húsnæðisins, sem er um 300 fermetrum stærra en það gamla, gefst kostur á að stækka starfsemina og í framtíðinni verða þar starfsmenn í að laga gömul raf- tæki. Þannig verður hægt að nýta enn meira af því sem til fellur en áður. Á síðasta ári tók Hirðirinn við um 500 tonnum af end- urnýtanlegum hús- búnaði og vonir standa nú til að það magn verði aukið enn frekar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.