Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 3. APRlL 2004 Fréttir DV Það fór fiðringur um margan rokkarann þegar það fréttist að gömlu hetjurnar í Deep Purple væru væntanlegar til að spila í Laugardalshöllinni í sumar. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa áhrifamiklu hljómsveit sem er gjarnan talin til frumkvöðla þungarokksins og sem komst í heimsmetabók Guinness fyrir að vera háværasta hljómsveit heims. Hin margrómaða útgáfa II af Deep Purple sem starfaði frá júní 1969 tll júní 1973 Þoð var þess/ útgáfasem gerði bestu plátur sveitarinnar, Deep Purple In Rock, Fireball og Machine Head og slagara eins og Smoke On The Water, Speed King, Black Nightog Highway Star. Pað var lika þessi útgáfa sveitarinnar sem spilaði á enda- slepptum tónleikum i Laugardalshöllinni IB.júni 7971... abouts sína fyrstu tónleika í Tastrup í Danmörku 20. apríl 1968. Skömmu seinna höfðu þeir breytt nafninu í Deep Purple (Ritchie kom með nafn- ið, en Deep Purple var uppáhaldslag ömmu hans) og í júlí 1968 kom fyrsta platan þeirra, Shades Of Deep Purple út í Bandaríkjunum. Tónlistin var rokkað popp í anda bandarísku sveit- arinnar Vanilla Fudge. Fyrsta smá- skífan Hush sló í gegn í vestanhafs, komst í 5. sæti Billboard listans. Fyrsta sinfóníurokkverkið Frumútgáfa Deep Purple gaf út tvær aðrar plötur, en Ritchie, Jon og Ian fannst sveitin ekki vera að gera sig og án þess að láta hina vita fóru þeir að leita að öðmm söngvara. Þeg- ar þeir sáu Ian Gillan syngja með Ep- isode Six þá buðu þeir honum að ganga til Uðs við Purple. Honum fylgdi bassaleikarinn Roger Glover sem var góður lagasmiður og útsetj- ari, en Rod og Nick vom reknir. Þannig varð frægasta útgáfa Deep Purple til. Fyrsta verkefni hinnar nýju útgáfu var frekar óvenjulegt. Jon Lord hafði fengið þá hugmynd að gera tónhst fyrir rokkband og sinfóníu- hljómsveit og viðraði hana við Tony Edwards sem tók hann á orðinu og bókaði Royal Albert HaU og Fílharm- óníuhljómsveit Lundúna þá um haustið. Jon (sem hafði lært á píanó til 17 ára aldurs) lagðist í tónsmíðar og verkið Concerto For Group And Orchestra var flutt 24. september 1969. Það þótti takast vel og telst vera fyrsta sinfóníurokkverkið. Rafmagnið fór ítrekað afHöllinni þetta kvöld og meðlimir hljóm- sveitarinnar létu það fara í skapið á sér. Ritchie mölvaði gítar á sviðinu og Gillan gerði gat á sviðsgólfið með míkrófónstatífinu. Þegar rafmagnið fór í fjórða skiptið urðu hljómsveitarmeðlimir fúlir og gengu út. Asamt Led Zeppelin og Black Sabbath er breska hljóm- sveitin Deep Purple talin tU forfeðra þungarokksins. Hljómsveitin hefur lifað af ótal mannabreytingar og er á meðal elstu starfandi rokkhljómsveita Bretlands. Hún spUar í LaugardalshöU 24. júní nk. Miðasala er þegar hafin, uppselt er í stúku og almenn miðasala hefur farið vel af stað þegar þetta er skrifað. Varð til fyrir slysni Eins og oft er raunin með hljóm- sveitir sem ná langt þá var það röð tilvUjana sem leiddi til stofnunar Deep Purple. Forsaga sveitarinnar hófst í London árið 1967 þegar kaup- sýslumaðurinn Tony Edwards fékk þá hugmynd að það væri sniðugt að setja pening í popptónlist. Chris nokkur Curtis sem hafði verið söngv- ari og trommuleUcari The Searchers sannfærði Tony um að hann væri með nýja hljómsveit í bígerð sem ætti eftir að slá í gegn. Tony gerðist umboðsmaður og þeir hófu leit að meðlimum tU þess að spUa með Chris í hinni nýju sveit. Þeir fundu fyrst orgelleikarann Jon Lord og bassaleikarann Nick Simper. Fljót- lega varð samt ljóst að Chris væri ekki annað en skýjaglópur og sýruhaus og hann hvarf út úr myndinnni. Tony Edwards gekk samt enn með popp- umba drauminn í maganum og í des- ember 1967 ákvað hann að fjár- magna nýja hljómsveit án Chris. Gít- arleikarinn Ritchie Blackmore sem hafði gert það gott með sveitum eins og The Outlaws og The Three Musketeers var fenginn til liðs og sveitin var svo fullkomnuð með tveimur fyrrum meðlimum The Maze, trommuleikaranum Ian Paice og söngvaranum Rod Evans. Svona skipuð spilaði hljómsveitin sem hafði fengið nafnið The Round- Vinnuheitið Durh, durh, durh! Þó að hinir meðlimir Deep Purple hafi tekið vel í sinfóníurokkhugmynd Jon Lord þá voru þeir sammála um að þetta væri ekki sú tónlist sem þeir vildu spila í framtíðinni. Til að leggja áherslu á það hækkuðu þeir vel í græjunum og ákváðu að rokka feitt á næstu plötu. Það gekk eftir. Deep Purple In Rock sem kom út 1970 er sennilega kraftmesta plata sveitar- innar og líka plata sem hafði ómæld áhrif á komandi kynslóðir af þung- arokkurum, hvort sem við tölum um AC/DC, Judas Priest eða Iron Maiden. Samspil stjarnanna tveggja i bandinu, Ritchie Blackmore og Jon Lord einkenndi tónlistina. Næstu tvær plötur, Fireball og Machine Head þóttu líka frábærar. Sú síðar- nefnda innihélt þekktasta lag sveitar- innar frá upphafi, Smoke On The Water, lag sem upphaflega hafði vinnuheitið Durh, durh, dúrh!... Endasleppt í Höllinni Deep Purple spilaði stanslaust á tónleikum á þessum árum. 18. júní 1971 spiluðu þeir fyrir troðfulla Laugardalshöll. Rafmagnið fór ítrek- að af Höllinni þetta kvöld og meðlim- ir hljómsveitarinnar létu það fara í skapið á sér. Ritchie mölvaði gítar á sviðinu og Gillan gerði gat á sviðs- gólfið með míkrófónstatífmu. Þegar rafmagnið fór í fjórða skiptið urðu hljómsveitarmeðlimir fúlir og gengu út. Hjómsveitin þótti mögnuð tón- leikasveit eins og heyra má á tón- leikaplötunni Made In Japan sem kom út 1972. Hún er oft nefnd sem ein besta rokktónleikaplata sög- unnar. En þrátt fyrir frábæra tón- list var komin þreyta í samstarfið, Ian Gillan sagði upp bréflega í des- ember 1972, en „vann út uppsagn- arfrestinn" og hætti eftir tónleika 29. júní 1973. Roger Glover sem var orðinn úrvinda af þreytu eftir öll þessi stífu tónleikaferðalög hætti á sama tíma. í stað þeirra komu söngvarinn David Coverdale og bassaleikar- inn Glenn Hughes. Sú útgáfa starfaði til 1975 og gerði tvær þokkalegar plötur, Burn og Storm- bringer. Ritchie Blackmore hætti í aprfl 75 og stofnaði Rainbow. Við stöðu hans tók þá bandaríska gítarundrið Tommy Bolin. Hann þótti aldrei almennilega passa inn í hljómsveitina og í maí 1976 ákváð Deep Purple að láta staðar numið. David Coverdale stofnaði Whitesnake árið eftir, en Tommy Bolin dó úr of stórum skammd af heróíni í desember 1976. \ i Deep Purple I dag Don Airey Ihljómborði, lan GHtan (sþngur), Steve Morse <gitar), Roger Glover (bassi) og lan Paice <trommuri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.