Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 4
unnarverkið er þó ekki nefnt á nafn; það
vissi að huga hins særða manns. Það ól
í huga hans nýjar vonir, skóp nýja gleði,
gaf skilning, sem var ómetanlegur, á því,
að þrátt fyrir kulda og harðýðgi sumra,
var þó til líknarhugur og það, sem meira
var, hjá ókenndum manni, að til var
hjarta, sem sló vegna hans.
Eitt kærleiksorð er útlátalítið, en:
„Eitt kærleiksorð, eitt sólbros sætt
um svartan skýjadag,
æ, hvað það getur blíðkað, hætt
og betrað mannsins hag“.
Það skilja vitanlega allir, að hér ræðir
meðfram um hugsjón, því enginn maður
er alger eða fullkominn.
Jón Pálsson og Anna Adolfsdóttir
Án efa er það alþjóð hollt, að komast
í kynni við dæmi beztu manna, afrek
þeirra og hugðarmál, og það sem þeir
hafa haft við að stríða henni til lærdóms
og umhugsunar. Sem betur fer, er til
fjöldi af slíku fólki í hinum ýmsu stéttum
þjóðfélagsins, sem með trúmennsku við
köllun sína, þrautseigju og fórnfýsi hafa
afrekað mikið og margt fjölmörgum til
blessunar.
Ég hef verið svo lánssamur að komast í
persónuleg vinakynni við margt slíkra
manna og fyllast aðdáunar vegna þess, er
ég hefi orðið áskynja við slík kynni, og
jafnframt af alhug fagnað við þá vitn-
eskju, hvað í rauninni okkar fámenna
þjóð er rík. „Margur er ríkari en hann
hyggur“.
Hina siðustu áratugi hefi ég vegna ná-
innar kynningar litið blátt áfram aðdá-
unaraugum til hinna merkilegu hjóna, er
ofan getur, og fengið ríkuleg tækifæri til
að kynnast hugsunarhætti þeirra, hugðar-
málum og afrekum.
Jón Pálsson, fyrr bankaféhirðir, er fædd-
ur á Syðra Seli í Stokkseyrarhreppi, 3.
ágúst 1865. Hann er sonur Páls bónda
Jónssonar, hreppstjóra, er þar bjó tugi ára,
og konu hans, Margrétar Gísladóttur frá
Kaðalstöðum, einn af 12 systkinum alls.
Af bræðrum hans má nefna ísólf Pálsson,
sem var fjölhæfur gáfumaður, tónskáld og
snillingur, og Bjarna Pálsson i Götu, sem
var tónskáld og organleikari o. s. frv. Einn
sonur Bjama er Friðrik, kennari og tón-
skáld í Hafnarfirði. Er Jón Pálsson kom-
inn af Bergi Sturlaugssyni hreppstjóra í
Brattholti í Stokkseyrarhreppi, sem Bergs-
ætt er kennd við. Var Bergur söngmaður
góður og forsöngvari í Stokkseyrarkirkju,
og aflamaður. Hefir sönghneigð og söng-
listargáfur mjög komið fram meðal afkom-
enda hans, og íslenzk kristni eigi sízt notið
góðs af. (Meira um ætt Jóns Pálssonar,
sem í 5. lið er kominn frá Bergi Sturlaugs-
syni, má lesa í ritinu „Bergsætt“ eftir
Guðna Jónsson magister).
Heima ólst Jón Pálsson upp til tvitugs
aldurs og vann alla algenga vinnu, sem títt
er um bændasyni. Þá fór haim til Bjarna
bróður síns i Götu. Hinn 24. febrúar 1887
drukknaði Bjami Pálsson, þessi merkilegi
maður, í sjóróðri í Þorlákshöfn.
Hjá bróður sínum var Jón í vinnu-
mennsku. Eftir lát Bjarna var Jón fyrir-
vinna hjá ekkjunni tvö næstu árin. Síðan
fluttist hann til Eyrarbakka, og átti þar
heima þangað til hann fluttist til Beykja-
víkur árið 1902 og hefir átt þar heima síð-
an.
Tuttugu og fjögra ára gamall tekur
hann við kennarastarfinu við barnaskól-
ann og organleikarastarfinu við Stokks-
eyrarkirkju um hríð, hvom tveggja eftir
Bjarna Pálsson, bróður sinn. Við forstöðu
barnaskólans á Eyrarbakka tekur hann ár-
ið 1890 og organleikarastarfinu við Eyrar-
bakkakirkju, en hún var þá nýbyggð sama
4
AKRANES