Akranes - 01.01.1959, Side 24
breytt sjálfu efninu í anda, ljós og orku.
Orka þessi er ennþá ótamin og svo geig-
vænleg, að ekkert afl megnar að temja
hana axmað en trúaraflið. Það afl, sem
hefur skapað hana og er henni yfirsterk-
ara.
Sinnuleysið og tímaskorturinn hindrar
einnig verulega safnaðarstarfið.
Mörgum finnst ekkert gaman að fara
í kirkju, þeim leiðist það, og það er svo
margt annað nauðsynlegra, sem kallar
eftir þeim. Samt hefur hver maður yfir
að ráða 168 klukkustundum í viku hverri.
Fikki er til mikils ætlazt þó að einni
klukkustund sé vel varið til þess að fara
í guðshús. Mönnum finnst oftast lítið
gaman að því sem þeir eru óvanir að
fást við, hvort heldur um er að ræða listir,
nám eða venjuleg störf. Jafnvel iþróttaiðk-
anir, manntafli, spilamennska og dans eru
lítið skemmtileg fyrst í stað. Þegar menn
hafa vanist hlutunum og fengið nokkra
æfingu, fer þeim ósjálfrátt að þykja meira
gaman að iðkun þeirra. Eins er þessu var-
ið með kirkjuræknina. Fólk, sem er vel
kirkjurækið finnst fátt í sexm skemmti-
legra og uppbyggilegra en regluleg kirkju-
sókn. Það vill síður missa af kirkjuferð-
xmum en sunnudagsmatnum eða öðnrnx
skemmtunum. Taki fólk þátt i safnaðar-
starfi af lífi og sál, er fátt sem það hefur
öllu meiri ánægju af. Vitanlega eru ehm-
ig til þeir menn, sem hugsa ekki eingöngu
um sinn eigin hag og skemmtun, eða hag
safnaðarins. Þeir hafa náð það miklum
trúarlegum þroska, að þeir firma hjá sér
persónulega hvöt til þess að lofsyngja
skapara sixm og færa honum þakkir.
Prestum okkar hefur oft verið um það
kennt, hversu léleg kirkjusóknin hér á
landi er. Þeir séu ekki nógu góðir kexmi-
menn og sýni of lítinn áhuga fyrir safn-
aðarstarfinu. Hitt mun söxmu nær, að þeir
eru flestir ágætir og hver söfnuður hefur
að minnsta kosti eins góðan prest og hann
á skilið, og margir imm betri presta en
þeir eiga skilið. Nokkurra áx-a áhuga- og
sixmuleysi safnaðarins getur drepið í
dróma jafnvel eldlegasta áhuga imgs
prests, en auk þess á rikiskirkjufyrirkomu-
lagið vafalaxxst drýgstan þáttixm í því,
þegar svo fer..
Messugjörð presta okkar er yfirleitt
prýðileg. Margir flytja þeir að jafnaði
góðar ræður, sumar eru ágætar og þó
nokkrar ræðumar eru beinlínis snilldar-
legar. Þannig hefur þessu að jafnaði ver-
ið varið hér á landi og ekki síður í seinni
tíð. Þá sjaldan borin er á borð léleg ræða,
er sjálf messugjörðin háleit og mikils virði.
Guðsþjónustan stendur ævinlega jafn
mikið ofar daglegum umræðum og þrasi
jafnvel þó mn hin merkilegustu málefni
eða fréttir sé að ræða, eins og hin eilífu
verðnxæti standa ofar tímanlegum verð-
mætum.
Það er þvi aldrei hægt að tapa á því að
fara til kirkju og hlýða á presta okkar,
heldur en að gera eitthvað annað.
Einstaka prestum er stundmn álasað
fyrir ókristilegt lífemi. Má vera, að nokk-
uð sé hæft i því, og a\skilegt væri að ásak-
anir þessar væm úr lausu lofti gripnar.
Hlutverk prestanna er hins vegar það fyrst
og fremst, að flytja guðs orð, vera kenni-
menn og hafa á hendi stjóm guðsþjónust-
unnar, líkt og hljómsveitarstjóri stýrir
sinfóniuhljómsveit. Takist þeim allt þetta
vel, em þeir í rauninni ágætir prestar.
Feti þeir líka i persónulegu lífemi sinu
hinn mjóa veg dyggðarinnar, gera þeir
meira en með sanngimi verður krafizt af
þeim, þó ekki sé úr vegi að ætlast til þess.
Þeir em líka ófullkomnir eins og við hin-
ir. Kirkjan hefur aldrei gert það að skil-
yrði, að prestar hennar væm dýrðlingar.
Hins vegar vonast hún sjálfsagt til þess,
að viðleitni þeirra og starf heri smám sam-
24
AKRANES