Akranes - 01.01.1959, Síða 5

Akranes - 01.01.1959, Síða 5
ár. En við organleikarastarfinu við Stokks- eyrarkirkju tók Isólfui' Pálsson, bróðir hans. Var Jón Pálsson kennari Isólfs í orgelspili. En sjálfur hafði hann lært þá list hjá Bjama bróður þeirra. Hafði hugur Jóns mjög hneigzt í þá átt, og væri merki- leg saga að segja frá þvi, hversu giftusam- lega sóttist það nám vegna þrautseigju hans og viljaþreks svo erfitt sem þar var um vik. Hann varð eftir vinnutíma að æfa sig í sárkaldri Stokkseyrarkirkju króklopp- inn oft og einatt. En hér sannaðist sem ein- att ella, að „þolinmæðim þrautir vinnur allar“. Fennti jafnvel á hendur hans, er hann var að æfa sig þar. — Við Lefoliiverzlun á Eyrarbakka starf- aði hann árin 1886—1902, en þá hverfur hann til Reykjavíkur. Einn má þess geta, að oddviti Eyrarbakkahrepps var hann eft- ir að hreppnum var skipt í tvo hreppa árið 1897, en losaði sig við það vegna annarra viðfangsefna. Organleikari við Fríkirkjima i Reykja- vík var hann árin 1903 til 1916 og lét sér mjög annt um kh'kjusönginn þar og lagði á sig mikið erfiði í þessu starfi, en smekkvis var hann mjög á söng og vandlát ur, sem vera ber. Einhver lítil peninga- þókinun var honum ætluð vegna söng- starfsins við Fríkirkjuna, en hann lét hana ganga til söngfólksins því málefnið var honum fyrir öllu. Sjálfur lék Jón Pálsson prýðisvel á harmonium, með vandvirkni og smekkvísi, en vitanlega valdi hann sér þau viðfangs- efni ein, sem hann réð vel við. Hann hefir kennt að leika á harmonium á annað þúsund manns, piltum og stúlk- um. Voru nemendur hans úr öllum lands- fjórðungum. Meðal þeirra eru þeir Elías Bjamason keinnari í Reykjavik og Jónas Pálsson organleikari og söngkennari í Vesturheimi. Hvílikt feiknastarf þetta var, geta þeir getið sér til um, er þekktu alvöru hans, vandvirkni og vandlæti við sjálfan sig. Fyrir þessa kennslu tók hann 50 — fimm tíu — aura tun timann. Með þessu kennslustarfi hefir hann gert kirkju Is- lands og kristni ómetanlegt gagn. Hann var einlægur kirkju- og kristindómsvinur Ágætur stuðningsmaður Fríkirkjunnar í Reykjavík og styrktarmaður og stuðnings fjölmargi'a liknar- og mannúðamiála, og hefir hami jafnan verið, og verður sumra getið síðar. Árin 1903—1909 var hann bókhaldari við Brydes-verzlun í Reykjavík, en frá 1910—1928 var hann aðalféhirðir lands- bankans. Var þetta starf mjög lýjandi og ti'eystist Jón Pálsson eigi til heilsunnar vegna að hafa það lengur með höndum. Jafnhliða verzlunarstörfunum á Eyrar- bakka var Jón í kaupavinnu 5 sumur, og í vegavinnu sumarið 1894. Frá árinu 1878—1902 réri hann sem háseti á opn- um bátum á vetrarvertíðum og vor og haust þangað til árið 1890, bæði á Stokks- eyri, Þorlákshöfn og Seltjamamesi. Árið 1895 kvæntist hann önnu Adolfs- dóttur bónda og formanns á Stokkseyri og Ingveldar Ásgrimsdóttur, Eyjólfssonar frá Litlu Háeyri á Eyrarbakka. Er liún í fi. lið komin frá Bergi Sturlaugssyni í Bratt- holti. Anna Adolfsdóttir er fremur litil vexti, en falleg kona, sviphrein, góðleg og gáfu- leg, Ijúf í viðmóti og mjög prúðmannleg i fasi og framkomu. Þessi ágæta kona á vissulega sinn þátt í afrekum mannsins í mannúðar- og menningarátt. Him er hugsjónarik og fundvís á fjölmargt, er til heilla má horfa, eigi síður en maður henn- ar. Hún er mjög fundvís á það, sem gott með öðmm býr og býr sjálf yfir ágætum gáfum. óvenjulegum gæðum og mannkost- um. Eigi varð þeim hjórnun barna auð- ið, en margt fólk hafa þau í vissum skiln- AKRANES 5

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.