Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 5

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 5
ár. En við organleikarastarfinu við Stokks- eyrarkirkju tók Isólfui' Pálsson, bróðir hans. Var Jón Pálsson kennari Isólfs í orgelspili. En sjálfur hafði hann lært þá list hjá Bjama bróður þeirra. Hafði hugur Jóns mjög hneigzt í þá átt, og væri merki- leg saga að segja frá þvi, hversu giftusam- lega sóttist það nám vegna þrautseigju hans og viljaþreks svo erfitt sem þar var um vik. Hann varð eftir vinnutíma að æfa sig í sárkaldri Stokkseyrarkirkju króklopp- inn oft og einatt. En hér sannaðist sem ein- att ella, að „þolinmæðim þrautir vinnur allar“. Fennti jafnvel á hendur hans, er hann var að æfa sig þar. — Við Lefoliiverzlun á Eyrarbakka starf- aði hann árin 1886—1902, en þá hverfur hann til Reykjavíkur. Einn má þess geta, að oddviti Eyrarbakkahrepps var hann eft- ir að hreppnum var skipt í tvo hreppa árið 1897, en losaði sig við það vegna annarra viðfangsefna. Organleikari við Fríkirkjima i Reykja- vík var hann árin 1903 til 1916 og lét sér mjög annt um kh'kjusönginn þar og lagði á sig mikið erfiði í þessu starfi, en smekkvis var hann mjög á söng og vandlát ur, sem vera ber. Einhver lítil peninga- þókinun var honum ætluð vegna söng- starfsins við Fríkirkjuna, en hann lét hana ganga til söngfólksins því málefnið var honum fyrir öllu. Sjálfur lék Jón Pálsson prýðisvel á harmonium, með vandvirkni og smekkvísi, en vitanlega valdi hann sér þau viðfangs- efni ein, sem hann réð vel við. Hann hefir kennt að leika á harmonium á annað þúsund manns, piltum og stúlk- um. Voru nemendur hans úr öllum lands- fjórðungum. Meðal þeirra eru þeir Elías Bjamason keinnari í Reykjavik og Jónas Pálsson organleikari og söngkennari í Vesturheimi. Hvílikt feiknastarf þetta var, geta þeir getið sér til um, er þekktu alvöru hans, vandvirkni og vandlæti við sjálfan sig. Fyrir þessa kennslu tók hann 50 — fimm tíu — aura tun timann. Með þessu kennslustarfi hefir hann gert kirkju Is- lands og kristni ómetanlegt gagn. Hann var einlægur kirkju- og kristindómsvinur Ágætur stuðningsmaður Fríkirkjunnar í Reykjavík og styrktarmaður og stuðnings fjölmargi'a liknar- og mannúðamiála, og hefir hami jafnan verið, og verður sumra getið síðar. Árin 1903—1909 var hann bókhaldari við Brydes-verzlun í Reykjavík, en frá 1910—1928 var hann aðalféhirðir lands- bankans. Var þetta starf mjög lýjandi og ti'eystist Jón Pálsson eigi til heilsunnar vegna að hafa það lengur með höndum. Jafnhliða verzlunarstörfunum á Eyrar- bakka var Jón í kaupavinnu 5 sumur, og í vegavinnu sumarið 1894. Frá árinu 1878—1902 réri hann sem háseti á opn- um bátum á vetrarvertíðum og vor og haust þangað til árið 1890, bæði á Stokks- eyri, Þorlákshöfn og Seltjamamesi. Árið 1895 kvæntist hann önnu Adolfs- dóttur bónda og formanns á Stokkseyri og Ingveldar Ásgrimsdóttur, Eyjólfssonar frá Litlu Háeyri á Eyrarbakka. Er liún í fi. lið komin frá Bergi Sturlaugssyni í Bratt- holti. Anna Adolfsdóttir er fremur litil vexti, en falleg kona, sviphrein, góðleg og gáfu- leg, Ijúf í viðmóti og mjög prúðmannleg i fasi og framkomu. Þessi ágæta kona á vissulega sinn þátt í afrekum mannsins í mannúðar- og menningarátt. Him er hugsjónarik og fundvís á fjölmargt, er til heilla má horfa, eigi síður en maður henn- ar. Hún er mjög fundvís á það, sem gott með öðmm býr og býr sjálf yfir ágætum gáfum. óvenjulegum gæðum og mannkost- um. Eigi varð þeim hjórnun barna auð- ið, en margt fólk hafa þau í vissum skiln- AKRANES 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.