Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 41

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 41
óskipta athygli samferðafólksins. Gunna hafði ekki fyrr tekið sér sæti við hlið grá- hærðrar kcmu en sú gamla fór að segja henni ævisögu sína, þóttist ég strax heyra, að þama værum við búin að fá eina af þessum símalandi dönsku konum að ferða- félaga, og flýtti mér að segja Gunnu, að hún mætti ekkert þykjast skilja. Gamla konan sat við glugga en Gunna við hlið hennar, á bekknum beint á móti sátum við Jón. Nú var úr vöndu að ráða fyrir þá gömlu. Annað hvort varð hún að taka þann harða kost að þegja um hríð eða hætta á það, að þetta undarlega fólk skildi eitthvað í ævisögianni. Hiin tók vitanlega seinni kostinn og fengum við alllangt yf- irlit yfir fjölskyldumál hennar öll, en aðrir farþegar, sem þóttust hafa gengið úr skugga um að við skildum meira en við létum í ljósi, skemmtu sér hið bezta. Sú gamla var búin að gera grein fyrir eðli og háttum eiginmannsins og bam- anna og komin að barnabörnimum þegar okkur Jóni var farið að leiðast svo mjög þessi óstöðvandi orðaflaumur, að við færðum okkur í lestinni og létum Gunnu eftir að brosa framan í kerlinguna og henda gaman að mælgi hennar. Þegar sæt- in okkar losnuðu jukust möguleikar þeirr- ar fullorðnu hvað samræður snerti og brátt var hún farin að ræða við konu á næsta bekk á mállízku sem fæstir skilja, sem búsettir em í vesturbænum i Reykja- vík og vorum við nú aðalumræðuefnið, enda meira en lítið kynlegir kvistir i aug- um hinna rosknu kvenna. Jón og Gunna töldu, að svona myndu íslenzkar konur aldrei haga sér. Þær myndu bíða með að tala um ferðafélag- ana unz þær kæmu heim, og einkum sæl- ast eftir að gera það í boðum hjá ná- grönnunum, en slík boð em aðalblóma- garður bæjarslúðursins í Reykjavík, en alls ekki áætlunarbílamir. Þaimig hefur AKRANES hver þjóð sína siði, jafnvel kerlingamalið lýtur sérstökum lögmálum, sem ekki eru algerlega eins hjá tveimur þjóðum. Þegar við komum til Fjerritslev var þar fyrír bill frá Svinklöv, og brátt brun- uðrnn við eftir ágætum vegi heim að „Svinklöv badehotel". Þetta reyndist vera mikil bygging rétt við Vesturhafið, nánara tiltekið við Eymdavikina (Jammer-bugt- en). Enginn eymdarbragur var þó á hús- inu né viðtökunum. Hvað sem beðið var um var strax til reiðu, og að ágætri kvöld- máltið lokinni var okkur visað til her- bergja á efri hæð hússins. Herbergin vom mjög rúmgóð en ekki mikið búin að hús- gögnum. Dvalarkostnaður reyndist vera mjög lágur. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.