Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 10

Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 10
„Þú heldur það“, sagði hann, en ég eh ast um að við sjáum nokkra snjóföl í all- an vetur, hvað þá mikinm snjó“. Ég hugsaði mér þá, að nú skyldi ég veita þessu nákvaema athygli og muna hverju hann hafði spáð um haustið; mér þótti þetta eigi vera með neinum líkind- um, en svo fór, að dag einn í febrúar um veturinn, sást að vísu snjór, en svo lítill, a. m. k. hér í bænum og grenndinni, að naumast var sporrakt á götunum, það var aðeins föl, sem tók upp næstu nótt með öllu. Annar snjór sást ekki veturinn þann, og um sumarmál voru rabarbarar orðnir margra þumlunga vaxnir úr jörðu (t. d. hjá frú Katrínu Magnússon, og mun þess hafa verið getið í Morgunblaðinu þá. Hvaða vetur þetta var man ég ekki. Lík- lega einhvern þessara vetra 1927—'29. Þannig var það á hverju vori og hverju hausti, að Isólfur sagði svo nákvæmlega fyrir um sumar- og vetrarveðráttuna sem í þetta sinn, og þá engu síður um veður þann og þann daginm, vikuna eða mánuð- inn. Sama máli var vitanlega að gegna um sjóveðrin og jafnvel enn nákvæmar. Aldrei komst ég að því með vissu, hvað hann hafði til marks um þetta né ýmislegt annað, en ég hygg, að þvi hafi ráðið mestu um: Frábær athyglisgáfa hans, og að hann hafi eitthvað stuðzt við stjörnuheiðan him- ininn á haustum, vetrarkviðann á sumr- um, frostið og áfreðana í lækjum og ám, fuglalífið og hátterini þeirra dýra, er hann umgekkst, brimið í sjónum og blikurnar i loftinu, en einkum þó brimhljóðin mörgu og margvíslegu, meðan hann dvaldi eystra, svo og hverina þar og ótal margt fleira, er hann lét eigi fram hjá sér fara, án ná- kvæmustu athugunar og eftirgrennslunar. Þessara gáfna hans varð og vart á barns- aldri hans, enda var hann þá og oft síðan, eins og hann væri eitthvað „utan við sig“, án þess þó að þess yrði vart, að hann væri eigi með „heilum sönsum“. Hann ihlustaði t. d. oft á viðræður annarra, án þess að hann virtizt veita þeim nokkra eftirtekt og væru þær honum ógeðfelldar, formælingar, klám eða léttúðugt tal, var haam horfinn úr þeim hópi, án þess að menn yrðu þess varir fyrr en eftir á, því hann fór þá oftast án þess að kveðja. Þetta sýndi þó, að eitthvað fór hann nær mn það sem um var verið að tala, enda vék hann stundum að því siðar og oftast við óskyld tækifæri og spurði: „Hvað voruð þið að tala um eða minnast á héma um daginn þegar . . . . “ eða „Hver hefur verið að segja frá þessu, sem þið vomð að tala mn í gær — um daginn?“ o. s. frv. Stundum spurði ég hann, hvernig hon- um litist á eitt eða annað. Væri honum það geðfellt, sagði hann álit sitt á því, vildi sýmilega ræða frekar um það og gaf hann þó oft góðar bendingar, einkum ef um veikindi var að ræðó, sjóferðir, vinnu- brögð og vandasöm málefni, — en væri honum málefnið andstætt eða ógeðfellt, sagði hanm ákveðið mjög: „Mér lízt illa á það! ForSastu að koma nálægt því!“ Spurði ég hann þá: „Hvers vegna? Er nokkur hætta á ferðum í sambandi við það? Er ekki sjálfsagt að reyna að laga það ef unnt er?“ Svaraði hann þvílíkum spurningum af- dráttarlaust strax og sagði: „Maður á aldrei að vera við neitt !jótt riðinn; það getur verið hættulegt að koma nálægt því, en sé maður viss um, að af- skipti manns af þvi geti breytt því til góðs, er sjálfsagt að láta það ekki afskiptalaust með öllu, heldur gera sitt til að færa það til berti vegar, eins og t. d. illa meðferð á dýrum, drykkjuskap manna og önnur mannskemmandi mál. En ávallt þó með varfærni og að vel athuguðu máli“. Þá vildi ég minnast á fáeinar staðreynd- ir um glöggskyggni ísólfs á ýmiss konar 10 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.