Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 33

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 33
neska, spænska og kínverska. Geta ræðu- menn talað á einhverju þessara mála á fundum Allsherjarþingsins og eru ræð- urnar þýddar jafnharðan á hin fjögur mál- in. Hefur verið komið fyrir sérstökum hlustunartækjum við sæti hvers fulltrúa í fundarsal Allsherjarþingsins (samskonar tæki eru reyndar í öllum fundarsölum Aðalstöðvanna), og getur hann stillt tæk- ið á eitthvert þessara fimm tungumála. 1 þartil gerðum glerbúrum yfir fulltrúunum má svo sjá hina ötulu túlka við iðju sína. Þessir túlkar verða að vera jafnvígir á að minnstakosti þrjú tungumál, þannig að þeir geti þýtt viðstöðulaust af einhverjum tveimur þeiiTa á það þriðja. Margir þeirra eru jafnvígir á allar fimm tungurn- ar. öllum meiriháttar skjölum skal út- býtt á þessum fimm málum, en önnur skjöl eru aðeins prentuð á ensku og frönsku. Þingfundir og nefndafundir eru að jafnaði haldnir fyrir opnum tjöldum þannig að hver sem er getur hlýtt á þá, en í sérstökum tilfellum má halda fundi fyrir luktum dyrum. Fulltrúar kveðja sér hljóðs með handauppréttingu eða með því að senda forseta eða nefndarformanni skriflega beiðni. Þeir tala síðan í þeirri röð sem þeir hafa beðið um orðið, en þó þvi aðeins að þeir hafi fengið heimild forseta eða nefndarformanns. Forsetinn getur takmarkað ræðutimann og sett ofani við menn, ef þeir eru of grófir eða fara útfyrir umræðuefnið. Þegar umræðui' standa yfir geta fulltrúamir kvatt sér hljóðs vegna þingskapa, og fá þeir þá orðið strax eða næst á eftir þeim sem er að tala. Síðan leggur forseti eða for- maður umrætt þingskapaatriði undir dóm fulltrúanna, ef þess er krafizt. Að öðrum kosti sker hann úr málinu sjálfur. tJrskurður hans hefur gildi nema meiri- hluti fundarmanna greiði atkvæði gegn honum. Hver fulltrúi má koma með tillögu um að slíta fundi þegarístað, og mega aðeins tveir menn taka til máls gegn henni. Síðan skal hún borin undir atkvæði, og ræður þá meirihluti. Svipuð regla gild- ir þegar fresta skal umræðum. Hér hefur í stórum dráttum verið sagt frá starfssviði og starfstilhögun Allsherjar- þingsins, sem er fortakslaust veigamesta stofnun Sameinuðu þjóðanna. Áður var rætt um þær takmarkanir sem öryggis- ráðið setur Allsherjarþinginu og hvernig reynt hefur verið að ráða bót á verstu annmörkunum. Vald Allsherjarþingsins hefur farið sívaxandi á undanfömum ár- um, og ekki þykir mér ósennilegt að það verði þegar stundir líða sú stofnun í heim- inum sem við munum binda stærstar vonir við. Jíostaboð TlMARITIÐ AKRANES vili vekja athygli á því, að enn er hægt að fá það keypt „komplett“, I.—XVII. ár- gang fyrir aðeins kr. 600,00. — Auk þess er hægt að fá keypta nokkra lausa árg. — Afgreiðslan er á Miðteig 2 Akranesi. AKRANES 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.