Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 46

Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 46
OL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sögu Akraness 63. HVERSU AKRANES BYGGDIST 5. kafli. — 1901—1925. — Vorhugur og vélaöld gengur í garð. 123. Sigurðsstaðir. Þar byggði fjTst lítinn timburbæ Sig- urður Sigurðsson frá Sýruparti. Hann var Akinmesingur i húð og hár. Faðir hans var Sigurður bóndi á Sýruparti og konu hans Guðrún Ásbjörnsdóttir frá Melshús um, Erlendssonar. Bærinn er byggður 1901 á kirkjuland- inu, með rétti til erfðafestu. Hann er nú talinn við kirkjubraut 53. Sigurður Sigurðsson kvæntist 10. nóv 1888 Halldóru Vigfúsdóttur frá Grund i Skorradal, en hún var þá orðin ekkja eftir Jón Helgason frá Neðra-Nesi í Staf- holtstungum. Þau bjuggu í Hjallhúsinu og þeirra getið í sambandi við það hús í 7—9 tbl. 1955. Börn Halldóru af fyrra hjónabandi voru: Kristín, sem síðar kem- ur mikið við sögu á Sigurðsstöðum, og Guðmundur, sem trúlofaður var Þórunni Þórðardóttur í Brekkubæ, en hún giftdst síðar síra Brynjólfi Magnússyni presti í Grindavík. Guðmimdur var hins vegar einn af þehn mörgu sem drukknuðu af kútter Emilíu 1906. Guðmundur var geð ugur maður og góður drengur. í desember árið 1900 eru Sigurður og Halldóra í Lambhúsum. Þau voru og víð ar, en 1901 eru þau komin að Sigurðsstöð- um. Halldóra lifði ekki lengi eftir þetta, þvi hún andaðist 20. júní 1906, og er þá talin 52 ára. Halldóra var hin mesta myndar- og gæða kona. Árið 1910 er Sigurðsstaðafólk komið að Albertshúsi og er þar í nokkur ár. 4$ Sigurður Sigurðsson var sjómaður af lifi og sál. Hann var ætíð kátur og létt- lyndur og bamelskur. Sigiuður var lengst af á skútum og afbragðs fiskimaður. Hann réri einnig á opnum sldpum. Þessi voru böm Sigurðar og Halldóru- 1. Sigriður, sem getið hefur verið um í sambandi við Albertshús í 9.—12. tbl. 1946. 2. Ámi, sem getið verður í sambandi við Sóleyjartungu. 3. Guðríður, kona Hervalds Björnssonar skólastjóra í Borgarnesi, en hann var einnig um mörg ár kennari hér. Her- vald er mjög góður kennari, og hefur haft góðan aga í skólum sínum. — Hervald Ágúst Bjömsson er fæddur á Óspaksstöðum í Hrútafirði 2. april 1890. Foreldrar hans vom Bjöm Gunn- laugsson, Bjömssonar, og kona hans, Sesselja Stefánsdóttir, Gunnlaugssonar bónda á Hnjúki í Miðfirði. Guðríður mun vera fyrsta barn, sem skírt var í Akraneskirkju á vígslu- degi hennar 23. ágúst 1896. Þau Her- vald og Guðríður eignuðust einn dreng, Birgi að nafni. Hann misstu þau að- eins tveggja ára gamlan, og var það þeim mikill harmur. Svo virðist sem Guðrún Gisladóttir ljós- móðir hafi keypt Sigurðsstaði og verið þar nokkur ár. Kemur þangað frá Georgshúsi, en fer þaðan líklega að Söndum. Þama er hjá henni fósturdóttir hennar, Margrét AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.