Akranes - 01.01.1959, Page 46

Akranes - 01.01.1959, Page 46
OL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sögu Akraness 63. HVERSU AKRANES BYGGDIST 5. kafli. — 1901—1925. — Vorhugur og vélaöld gengur í garð. 123. Sigurðsstaðir. Þar byggði fjTst lítinn timburbæ Sig- urður Sigurðsson frá Sýruparti. Hann var Akinmesingur i húð og hár. Faðir hans var Sigurður bóndi á Sýruparti og konu hans Guðrún Ásbjörnsdóttir frá Melshús um, Erlendssonar. Bærinn er byggður 1901 á kirkjuland- inu, með rétti til erfðafestu. Hann er nú talinn við kirkjubraut 53. Sigurður Sigurðsson kvæntist 10. nóv 1888 Halldóru Vigfúsdóttur frá Grund i Skorradal, en hún var þá orðin ekkja eftir Jón Helgason frá Neðra-Nesi í Staf- holtstungum. Þau bjuggu í Hjallhúsinu og þeirra getið í sambandi við það hús í 7—9 tbl. 1955. Börn Halldóru af fyrra hjónabandi voru: Kristín, sem síðar kem- ur mikið við sögu á Sigurðsstöðum, og Guðmundur, sem trúlofaður var Þórunni Þórðardóttur í Brekkubæ, en hún giftdst síðar síra Brynjólfi Magnússyni presti í Grindavík. Guðmimdur var hins vegar einn af þehn mörgu sem drukknuðu af kútter Emilíu 1906. Guðmundur var geð ugur maður og góður drengur. í desember árið 1900 eru Sigurður og Halldóra í Lambhúsum. Þau voru og víð ar, en 1901 eru þau komin að Sigurðsstöð- um. Halldóra lifði ekki lengi eftir þetta, þvi hún andaðist 20. júní 1906, og er þá talin 52 ára. Halldóra var hin mesta myndar- og gæða kona. Árið 1910 er Sigurðsstaðafólk komið að Albertshúsi og er þar í nokkur ár. 4$ Sigurður Sigurðsson var sjómaður af lifi og sál. Hann var ætíð kátur og létt- lyndur og bamelskur. Sigiuður var lengst af á skútum og afbragðs fiskimaður. Hann réri einnig á opnum sldpum. Þessi voru böm Sigurðar og Halldóru- 1. Sigriður, sem getið hefur verið um í sambandi við Albertshús í 9.—12. tbl. 1946. 2. Ámi, sem getið verður í sambandi við Sóleyjartungu. 3. Guðríður, kona Hervalds Björnssonar skólastjóra í Borgarnesi, en hann var einnig um mörg ár kennari hér. Her- vald er mjög góður kennari, og hefur haft góðan aga í skólum sínum. — Hervald Ágúst Bjömsson er fæddur á Óspaksstöðum í Hrútafirði 2. april 1890. Foreldrar hans vom Bjöm Gunn- laugsson, Bjömssonar, og kona hans, Sesselja Stefánsdóttir, Gunnlaugssonar bónda á Hnjúki í Miðfirði. Guðríður mun vera fyrsta barn, sem skírt var í Akraneskirkju á vígslu- degi hennar 23. ágúst 1896. Þau Her- vald og Guðríður eignuðust einn dreng, Birgi að nafni. Hann misstu þau að- eins tveggja ára gamlan, og var það þeim mikill harmur. Svo virðist sem Guðrún Gisladóttir ljós- móðir hafi keypt Sigurðsstaði og verið þar nokkur ár. Kemur þangað frá Georgshúsi, en fer þaðan líklega að Söndum. Þama er hjá henni fósturdóttir hennar, Margrét AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.