Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 11

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 11
veikindi og ráð haiis við þeim, en þau voru eigi ávallt samkvæmt áliti lækna þeirra, er lært höfðu þó meira en hann, enda þorði hann vist aldrei að gjöra neitt upp- skátt í þeim efnum, af ótta við ofríki, stéttahatur þeirra, sem engum öðrum þoldu að segja neitt eða gjöra en þeim sjálfmn, því þeir einir höfðu „stimpiliim“, læknar, en sjálfur var hann aðeins „lækn- ir af guðs náð“, eins og reyndar einn þeirra komst að orði um smáskammta- læknana yfirleitt. Þegar spánska veikin geysaði hér árið 1918, mest frá 9. til 19. nóvember eða lengur, var ég einn meðal þeirra þriggja manna, er höfðu afgreiðslu í Landsbankanum frá kl. 10—1 á degi hverjum. Ég fékk engan snert af þeirri veiki, fór á fætur kl. 6 að morgni og var á sífelldum þönum um bæinn til þess að reyna að veita fólki einhverja hjálp. Var þá oft víða ljótt um að litast. Enginn mað- ur uppistandandi viðast hvar, engin hjálp fáanleg og lækningin af skornum skammti og oft hin háskalegasta fyrir sjúklingana, sem hrundu niður sem strá í ofviðri Leit- aði ég þeirra aldrei, en fór til ísólfs, og vissi ég eigi til þess að neinn dæi þeirra manna, er fóru eða gátu farið að ráðum hans, en það gátu þeir eigi allir, sem sið- ar verður að vikið. Haust þetta var smápeningaekla í bæn- um og hvar sem leitað var, og komu ýmsir kunningjar mínir og vinir til mín og gat ég oft gert þeim úilausn nokkra; meðal þeirra var P. O. Christensen lyfsali og sagði hann mér, að ég „mætti leita sín, ef mér lægi á“. ísólfi gekk oft erfiðlega að fá meðöl þau, er hann þurfti að nota: Lyfsalar voru stirð- ir til afgreiðslu og þó einkum þjónar þeirra; stundum voru meðölin eigi til hjá þessum lyfsala þótt þau væru til hjá hin- um og var það oft erilsamt að leita þau uppi, og mi voru menn þessir að veikjast AKRANES eins og aðrir. Það var þá ekki ávallt hlaupið að þvi að ná í lyfin, þótt mikið lægi við. Svo var það kvöld eitt (13. nóv.) að ísólfur bað mig að ná í lyf fyrir sig, hann fékk mér lista yfir þau. Kl. var 10Y2 að kvöldi, og hljóp ég niður í lyfja- búð P. 0. Christemsens, og hitti svo á, að enginn vanur lyfjasveinn var þar til af- greiðslu, heldur 17 menn, héðan og það- an úr bænum, sém sjálfboðaliðar, er ekki þekktu neitt til þeirra hluta, er eimhverrar þekkingar þurfti þó til, að rétt væri með farið. Svona voru vandræðin einnig á þessu sviði, og leizt mér ekki vel á, enda sögðust þeir engin ráð kunna til að afgreiða lyf þau, er ég var að leita eftir: þau væru svo margra tegumda og mjög blönduð öðr- um lyfjum; það væri eigi á annarra færi en „lærðra manna“ að setja þau saman. P. O. Christensen var orðinn veikur. 1 öngum minum réði ég það þó af, að gera vart við mig við suðurdyr hússin, þar sem ég vissi að P. 0. Christensen bjó, ég komst inn, sá hann liggja dauðvona í rúmi sínu. svo aðþrengdan, að hann gat maumast lát- ið til sín heyra. Eitthvað af börnum lá í næstu rúmum, en kona hans stóð á miðju gólfi, grátandi, með báðar hendur fyrir augum sér. Með hálfum huga stumdi ég upp erindi mínu, fékk konunni listann og las hún ’hann fyrir manni sínum, laut hún niður að honum á meðan og hvisluðust þau á. Tegundir lyfjanna voru, ein í afgreiðsl- unmi, tvær í kjallaramum og tva>r eða þrjár uppi á efsta lofti. Heyrði ég, að hann spurði konuna, hvort hún treysti sér til að ná i þetta, koma með það og sýna sér. Kvað hún já við því, öll af vilja gerð, en sýnilega langt mn megm fram. Ég beið þarna rúman V2 tíma og töl- uðum við ekki orð saman, ég og lyfsalinn. Hamn var næstum rænulaus og hafði haft 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.