Akranes - 01.01.1959, Side 13
yður að muna það vel, að það er algjörlega
á yðar ábyrgð sjálfs, hvort þér notið mín
meðöl eða þau, sem þér eruð með. Ég held
því ekki fram, að þér notið mín meðöl og
vil helzt ráða yður til þess að nota hin. En
á því berið þér ábyrgð, en ekki ég!“
Þetta sagði hann með þeirri einurð og
alvöru sem honum var lagin, og Sigurjón
játti því og virtist skilja það vel. Síðan
gengum við heim til Sigurjóns og áður en
við skildum, sagði ég við hann: „Hvað
ætlið þér nú að gera? Mér virðist þér eiga
úr miklum vanda að ráða. En munið, hvað
Isólfur sagði við yður!“
Svo skildum við og kvöddumst. —
Níu dögum síðar sé ég, að Sigurjón er
kominn í bankann og var veikin þá farin
að réna. Ég mundi þá i bili ekkert um
afskipti mín af Sigurjóni og konu hans
fyrri en um miðjan dag og segi þvi við
Sigurjón:
„Hvernig líður konunni yðar?“
„Henni líður vel“.
Hugsaði ég þá, að þegar hann svaraði
þessu þannig hefði hún dáið, og spurði
með hluttekningu: „Jæja, dó hún?“
„Nei, hún lifir góðu 1 ifi!“ og var gleði-
hreimur í svari hans.
Vaknaði nú forvitni mín mjög, og ég
spurði: „Hvað gerðuð þér, eftir að við
skildum? Hvernig fóruð þér að með með-
ölin? — Hvor þeirra notuðuð þér?“
Leysti nú Sigurjón úr spurningum mín-
um á þessa leið:
„Ég hefi aldrei komizt í meiri vanda
en þá, er ég var að hugsa um það í and-
dyri húss míns, hvor meðölin ég skyldi
nota. Loks afréð ég að nota meðöl ísólfs.
Ég átti að gefa konunni 3 dropa af hvoru
glasi á hverjum 15 mínútum (það stóð
á seðli Isólfs) og kl. var hálf-tólf, er ég
byrjaði. Þessu hélt ég áfram til kl. t y2,
enda átti ég þá að fækka inntökunum í 3
dropa á hverjum hálftima. Þegar kl. var
orðin 2 og ég ætlaði að fara að gefa kon-
unni inn, hrökk hún fram á rúmstokkinn
og kastaði upp nærri kolsvörtum liroða,
sem ég get ekki lýst, og lá henni þó við
köfnun, svo mikið barst af þessu upp i
háls hennar og munn og stóðu uppköstin
yfir i rúmar 5 mínútur. Gaf ég henni þá
inn, en rétt á eftir kom annað kast miklu
minna og var þá blóðlitur á því sem uppúr
henni kom. Síðan lagðist hún fyrir aftur
og sofnaði, en það var nú „langi svefn-
inn“ fannst mér, því að ég sá ekki að hún
bærðist hið allra minnsta næstu 16 klukku-
stundimar, — svo fast og vært svaf hún.
— og eftir það var hún alhress, fór á fæt-
ur eftir tvo daga, og hefir aldrei áður
hraustari verið en síðan“.
Þannig fór með þessa lækningu Isólfs,
enda varð ég oft áðu r og siðar var við
þvilikan árangur, þótt eigi vissi ég svo vel
um þá, sem þennan.
Sökum vitneskju minnar um góðan ár-
angur af lækningmn Isólfs, einkum í
spönskuveikinni, spurði ég hann i hverju
yfirburðir hans væru fólgnir og hver væri
munurinn á aðferðum læknanna og að-
ferðum hans. Hann sagði:
„Læknarnir nota, að því er ég bezt
veit, einkum kamfórublöndm- og kælilyf,
en það örvar hjartað til enn meira starfs,
svo mikils, að menn eiga þvi erfiðara með
að sofa, sem lengra líður og meiri lyf
eru notuð af þessu tagi. Þegar vökutim-
inn er orðinn athugaverður, menn að verða
ærðir af svefnleysi, láta þeir sjúklinga fá
sprautur, sem þeir ekki þola, sízt allir,
og deyja að einum til tveim stundum liðn-
um eftir innsprautunina, enda herða hin
kælandi lyf óhroðann í lungunum. en
mýkja hann hvorki né lina“.
„En. hvaða lyf notar þú?“ spurði ég.
„Engin kælandi lyf, nema þá í ítrustu
neyð, því sótthitinn, þótt vondur sé, verð-
ur að haldast óhindraður og „rasa út“,
AKRANES
13