Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 26
lausir eru, geta mælt þá hljóðlega af
munni fram, eða sungið lágt með. Reyni
laglaust fólk að fylgjast með og raula
sönglög i 2—3 ár, lærir það líka flest
smám saman að syngja af sjálfu sér. Víða
tíðkast sá ágæti siður, að söfnuðurinn fer
með Faðir-vorið upphátt með prestinum,
en hefur yfir aðrar bamir kórsins í hljóði
með honum. Með þessu móti leggur hver
safnaðarmeðlimur sinn eigin skerf til
guðsþjónustunnar, líkt og hvert hljóð-
færi gerir það í voldugri og glæsilegri
sinfóniuhljómsveit. Mæti fáir aðrir en
hljómsveitarstjórirm, kona hans og kon-
sertmeistarinn, er ekki unnt að halda
neina hljómleika. Jafnvel þó hljóðfæra-
leikaramir mæti allir stundvíslega, verða
hljómleikarnir lélegir ef flest hljóðfærin
þegja.
Safnaðarmeðlimimir og kirkjugestirair
eiga ekki að vera bara áheyrendur í kirkj-
unni. Hlutverk þeirra er að vera þátttak-
endur í guðsþjónustunni. Það er sjálfur
drottinn þeirra sem er áheyrandinn, sá
eilífi og mikli andi, sem i öllu og alls
staðar býr, einnig í kirkjunni.
Hlutverk safnaðarnefndanna er að
skipuleggja starfið af eldmóði og áhuga.
Hvetja sem flesta til starfa við hin mörgu
embætti og störf sem söfnuðurinn hefur
upp á að bjóða. Með því mótast traustur
og trygglyndur kjami kirkjm-ækins fólks,
sem hleður utan á sig stórum söfnuðum.
Auk 5—9 manna safnaðamefndar,
tveggja meðhjálpara og 20—30 manna
kirkjukórs, má skipa stjómir bræðra og
systrafélaga, unglinga og barnadeilda.
Ekki veitir af 4—6 mönnum við dyrnar
til þess að bjóða kirkjufólkið velkomið og
vísa þvi til sætis. Með þessu móti er hægt
að koma upp 50—60 manna öflugu starfs-
hði við kirkjuna. Sé allmargt af þessu
fólki gift, eins og vænta má, hvetur það
að sjálfsögðu a. m. k. maka sina og tjöl-
26
skyldu til þess að mæta reglulega til kirkju.
Annars er það eitt aðalhlutverk safn-
aðarfólksins að minna sífellt á kirkjuna,
örfa og hvetja fólk án afláts til þess að
sækja hana vel. Þar sem kirkjurækni er
í góðu lagi og í hávegum höfð, er ein-
mitt notuð þessi aðferð. Kirkjumar þurfa
að keppa við svo margar nútíma skemmt-
anir með öllum auglýsingamætti þeirra,
og henni veitir ekki af að nota öfluga aug-
lýsinga og litbreiðslustarfsemi, enda er
það bæði rétt og skylt, þar eð Kristur
sjálfur ætlaðist beinlínis til þess.
Gott safnaðarstarf og safnaðarhf verður
ein bezta lyftistöng fyrir prestana sjálfa
og verður þeim hvatning til þess að leggja
enn meiri rækt við starf þeirra og við
guðfræðina með framhaldsnámi, samn-
ingi doktorsritgerðar í guðfræði og rann-
sóknum þar að lútandi.
Kristindómurinn þarfnast ævinlega út-
skýringa, íhygli og nákvæmrar rnnhugs-
unar. Hins vegar stendur hann einn og
óstuddur ofar öllinn fræðigreinum, vis-
indarannsóknum og kennisetningum. Hin
eilífi fagnaðarboðskapur og sannleikur-
inn tun náðina og kærleikann til guðs og
manna er siður en svo orðinn úreltur
vegna nútíma sálarfræði, kjamorkuvis-
inda eða aukinnar þekkingar á öðrum
sviðum. Hann hefur staðið óbreyttur í
gegnum aldaraðirnar, og mun standast
öll aldahvörf, vegna eilífðareðlis síns.
Hefur hann þá fengið nokkm áorkað
spyrja menn er þeir líta í kiúngum sig, og
sjá víða merki styrjalda, glæpa, drykkju-
skapar og þrælahalds. Er maðurinn ekki
skepna, hefur hann ekki alltaf verið það,
og mun hann ekki alltaf verða það? Hafa
hin æðstu trúarbrögð og þá fyrst og fremst
kristin trú, nokkm- áhrif á dýrseðlið í
manninum? Það tekur langan tima að
skapa mamikyn, sem samanstendur af
mannúðlegum mömium. Þróun dýrateg-
A K R A N E S