Akranes - 01.01.1959, Síða 31

Akranes - 01.01.1959, Síða 31
um einsog Islandi, Líberíu, Paraguay, Honduras, Nicaragua, Costa Rica og Jem- en. Hinsvegar er tillag Islendinga hærra á hvem íbúa en hjá mokkru öðru ríki. Sé tillagið ekki greitt missir hlutaðeigandi ríki meðlimaréttindi, og er ]>að í samræmi við reglur flestra félagssamtaka. Auk ofangreindra nefnda em nokkrar minni nefndir sem fjalla inn mál einsog eftirlaun starfsmanna, ákæmr á hendur starfsmönnum og annað þvíumlíkt. Alþjóðalaganefndin er ein af sérstök- um nefndum Allsherjarþingsins og hefur það meginverkefni að vinna að eflingu og útbreiðslu alþjóðalaga, bæði með því að safna og skrásetja þau lög sem þegar eru til, og eins með þvi að ieggja fram tillög- ur um lagasetningar á sviðum þarsem ekki hafa gilt almennar reglugerðir áður. Það var Alþjóðalaganefndin sem undirbjó hina margumtöluðu Genfarráðstefnu um rétt- arreglur á hafinu vorið 1958. 1 nefndinni eiga sæti 21 lögfræðingur, og eru meðlimir hennar ekki valdir eftir þjóðerni, heldur á grundvelli eigin verðleika. Þó er reynt að hafa þá frá sem flestum þjóðum og einkum er lögð á það rík áherzla að hafa i nefndinni fremstu fræðimenn allra þeirra lagakerfa, sem nú gilda í heimin- um. Meðlimirnir eru kosnir til fimm ára í senn, og fór fyrsta kosning fram 1948. Þessi nefnd hefur unnið mjög merkilegt starf og haft forgöngu um margskonar lagasetningu á alþjóðavettvangi. Loks ber svo að nefna Milliþinganefnd- ina eða „Litla Allsherjarþingið“, einsog hún er venjulega kölluð. Þessi nefnd var fyrst sett upp til reynslu árið 1947 og skyldi hún starfa eitt ár. Nefndin átti að vera til taks á Aðalstöðvunum milli þinga og gegna störfum Allsherjarþingsins. Hverju aðildarríki var heimilt að tilnefna einn fulltrúa í hana. Á þinginu 1948 var samþykkt að nefndin starfaði eitt ár enn, AKRANES og 1949 var ákveðið að hún yrði við lýði um ótiltekinn tima. Hinar sjö aðalnefndir Allsherjarþings- ins mynda oft sérstakar undimefndir til að fjalla um tiltekin mál, einsog áður var sagt. Meðal þessara undirnefnda má geta þeirra sem fjalla um friðsamlega nýtingu kjamorkunnar, um sameiningu og endur- reisn Kóreu, um sættir í Palestínu-deil- imni, um aðstoð við flóttamenn, um upp- lýsingar frá lendum sem ekki hafa sjálf- stjóm, um Ungverjaland o. s. frv. Þessar og svipaðar nefndir starfa þangaðtil verk- efnum þeirra er lokið. Það ætti að vera ljóst af upptalningunni hér að framan, að margt ber á góma á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Það er í verkahring framkvæmdastjórans að semja dagskrána fyrir hvert þing og senda hana til allra aðildarrikjanna að minnsta- kosti sextíu dögum fyrir þingbyrjun. Þeg- ar um aukaþing er að ræða nægir að senda dagskrána tíu til fimmtán dögum fyrir þingbyrjun. Dagskrá Allsherjarþingsins má skipta í eftirfarandi meginliði: 1. Ársskýrsla framkvæmdastjórans um störf samtakanna. 2. Skýrsla Öryggisráðsins. Skýrsla Efnahags- og félagsmálaráðs- ins. Skýrsla Gæzluvemdarráðsins. Skýrsla Alþjóðadómstólsins. Skýrslur ýmissa sérstofnana sem heyra undir Allsherjarþingið. 3. öll mál sem síðasto þing hefur ákveð- ið að vera skuli á dagskrá yfirstand- andi þings. 4. öll mál sem aðrar stofnanir Samein- uðu þjóðanna vilja hafa á dagskrá þingsins. 5. öll mál sem aðildarríki vill láta taka á dagskrá. 31 L

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.