Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 9

Akranes - 01.01.1959, Blaðsíða 9
„Ó-já“, segir Isólfur, „en það líður ekki á löngu að breyting verðin- á þvi, og það bráðlega, svo að um munar“. „Nú! Heldurðu að hann breyti bráðlega um veður frá því sem nú er?“ „Það verður komið bráðviðri cg brim í sjó innan þriggja dægra!“ „Hvað hefirðu til marks tun það, og á hverju er hægt að sjá það?“ „Sérðu ekki skipin, sem liggja bundin við bakkann?“ „Jú, en mér sýnist fara vel um þau. Þau hreyfast ekki í lognsævinu!" „Þá tekurðu nú ekki vel eftir þeim. Það er nú einmitt það, að þau hreyfast. Líttu á siglutoppana, og sjáðu hvort þeir hreyfast ekki til og frá“. Þegar ég leit eftir þessu, sá ég, að siglu- topparnir hreyfðust lítið eitt og spurði: „Iivers vegna ætti þessi litla hreyfing að hafa áhrif í þá átt að sjór og veður muni breytast?" „Af þvi að hreyfingin í sjónum er þegar komin hingað — og að landi — án þess að hennar gæti annars staðar. — En þú get- ur athugað þetta síðar“. Tæpum tveim dögum síðar var komið afspyrnurok af suðvestri, stórveltubrim í sjóinn, svo að marga báta rak á land. Nokkru síðar hitti ég Isólf og gat þess við hann hversu sannspár hann hefði orð- ið með veðrið þennan dag. Hann brosti og sagði: „Það er á ýmsu öðru, sem hver maður gæti séð þetta, ef hann bara tæki eftir þvi, m. a. má sjá það á skýjafarinu, fuglunum og mörgu fleiru; það segir til um þetta o. fl. svo að eigi verður um villzt“. öðru sinni gengum við saman trm þess- ar slóðir og þá niður að austasta hafnar- garðinum. Brá hann sér þá niður í fjöru. austan rmdir garðinum og fór ég á eftir honum þangað. Ekki gat ég þá séð, að hann hefði þangað neitt erindi, nema ef vera kynni það, að athuga nokkrar mar- glittur, er þar voru við landið og iðuðu þama í yfirborði sjávarins og sólskininu. Segir hann þá: „Þeir hafa ekki fiskað mikið hérna í Flóanum að undanförnu, en nú fara þeir að fiska“. „Af hverju heldurðu það! — Ómögulegt er mér að sjá nein merki þess“. „Jæja? Líttu bara á steinana þama, þanglausu, sem út af er fallið; sérðu ekkert athugavert við þá?“ „Nei, ekki annað en það, að það em berar klappir og steinar; armað ekki“. „En kuðungana?“ „Kuðungana? Jú, steinamir em alþaktir kuðungum; það sé ég, en em þeir ekki oft þarna? Og hvað sýna þeir?“ „Að fiskur er í göngu og kominn á grunnmið. — Ætli enginn hafi reynt að róa hérna út á milli eyjanna?“ „Það veit ég ekki“, sagði ég, „en hitt er víst, að nýjan fisk höfum við ekki feng- ið nokkra undanfarna daga“. — Daginn eftir var fiskur kominn inn í öll sund. T. d. fékk bóndinn í Víðinesi, Hafliði Pétursson, hleðslu fiskjar í bát sinn þennan dag. Vitanlega hafði ég enga hug- mynd um það, hvort fjörusteinar þessir og klappir hefðu verið kuðungslausar áður, en ég hefi tekið eftir því síðam, að í fiski- leysi sjást þeir þar ekki, og þegar farið er að verða fiskjar vart á gmnnmiðum, mrnau þeir tíðir gestir þar, a. m. k. fyrstu dag- ana eftir að fiskjar varð vart nærri landi; eru þeir þá á þurrum steinunum svo hátt, sem flæðarmálið hefir náð um flóðið. Haust nokkurt fyrir 14—15 árum — en þá hafði verið gott sumar — sagði ég við ísólf: „Mikil held ég að hún verði veðurbreytingin til hins vema í vetur, eftir svona langa öndvegistíð í allt sumar fram á haust. Einhvern tima held ég að hann hvessi og snjói í vetur“. A K R A N E S 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.