Akranes - 01.01.1959, Page 9

Akranes - 01.01.1959, Page 9
„Ó-já“, segir Isólfur, „en það líður ekki á löngu að breyting verðin- á þvi, og það bráðlega, svo að um munar“. „Nú! Heldurðu að hann breyti bráðlega um veður frá því sem nú er?“ „Það verður komið bráðviðri cg brim í sjó innan þriggja dægra!“ „Hvað hefirðu til marks tun það, og á hverju er hægt að sjá það?“ „Sérðu ekki skipin, sem liggja bundin við bakkann?“ „Jú, en mér sýnist fara vel um þau. Þau hreyfast ekki í lognsævinu!" „Þá tekurðu nú ekki vel eftir þeim. Það er nú einmitt það, að þau hreyfast. Líttu á siglutoppana, og sjáðu hvort þeir hreyfast ekki til og frá“. Þegar ég leit eftir þessu, sá ég, að siglu- topparnir hreyfðust lítið eitt og spurði: „Iivers vegna ætti þessi litla hreyfing að hafa áhrif í þá átt að sjór og veður muni breytast?" „Af þvi að hreyfingin í sjónum er þegar komin hingað — og að landi — án þess að hennar gæti annars staðar. — En þú get- ur athugað þetta síðar“. Tæpum tveim dögum síðar var komið afspyrnurok af suðvestri, stórveltubrim í sjóinn, svo að marga báta rak á land. Nokkru síðar hitti ég Isólf og gat þess við hann hversu sannspár hann hefði orð- ið með veðrið þennan dag. Hann brosti og sagði: „Það er á ýmsu öðru, sem hver maður gæti séð þetta, ef hann bara tæki eftir þvi, m. a. má sjá það á skýjafarinu, fuglunum og mörgu fleiru; það segir til um þetta o. fl. svo að eigi verður um villzt“. öðru sinni gengum við saman trm þess- ar slóðir og þá niður að austasta hafnar- garðinum. Brá hann sér þá niður í fjöru. austan rmdir garðinum og fór ég á eftir honum þangað. Ekki gat ég þá séð, að hann hefði þangað neitt erindi, nema ef vera kynni það, að athuga nokkrar mar- glittur, er þar voru við landið og iðuðu þama í yfirborði sjávarins og sólskininu. Segir hann þá: „Þeir hafa ekki fiskað mikið hérna í Flóanum að undanförnu, en nú fara þeir að fiska“. „Af hverju heldurðu það! — Ómögulegt er mér að sjá nein merki þess“. „Jæja? Líttu bara á steinana þama, þanglausu, sem út af er fallið; sérðu ekkert athugavert við þá?“ „Nei, ekki annað en það, að það em berar klappir og steinar; armað ekki“. „En kuðungana?“ „Kuðungana? Jú, steinamir em alþaktir kuðungum; það sé ég, en em þeir ekki oft þarna? Og hvað sýna þeir?“ „Að fiskur er í göngu og kominn á grunnmið. — Ætli enginn hafi reynt að róa hérna út á milli eyjanna?“ „Það veit ég ekki“, sagði ég, „en hitt er víst, að nýjan fisk höfum við ekki feng- ið nokkra undanfarna daga“. — Daginn eftir var fiskur kominn inn í öll sund. T. d. fékk bóndinn í Víðinesi, Hafliði Pétursson, hleðslu fiskjar í bát sinn þennan dag. Vitanlega hafði ég enga hug- mynd um það, hvort fjörusteinar þessir og klappir hefðu verið kuðungslausar áður, en ég hefi tekið eftir því síðam, að í fiski- leysi sjást þeir þar ekki, og þegar farið er að verða fiskjar vart á gmnnmiðum, mrnau þeir tíðir gestir þar, a. m. k. fyrstu dag- ana eftir að fiskjar varð vart nærri landi; eru þeir þá á þurrum steinunum svo hátt, sem flæðarmálið hefir náð um flóðið. Haust nokkurt fyrir 14—15 árum — en þá hafði verið gott sumar — sagði ég við ísólf: „Mikil held ég að hún verði veðurbreytingin til hins vema í vetur, eftir svona langa öndvegistíð í allt sumar fram á haust. Einhvern tima held ég að hann hvessi og snjói í vetur“. A K R A N E S 9

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.