Akranes - 01.01.1959, Side 6

Akranes - 01.01.1959, Side 6
ingi gert að sínum bömum. Tvö börn bág- staddra foreldra, systkin, hafa þau alið upp og hefir lánast vel að. Pál Isólfsson organleikara og tónskáld, bróðurson Jóns, tóku þau að sér er hann var tvitugur að aldri, og kostuðiu hann til náms á löngum og dýrum námsferli í Þýzkalandi. Á þjóðin þessum merkishjón- rnn að þakka, að hún hefir notið og nýtur Páls, en hann er gáfumaður, snillingur og tónskáld, eins og kunnugt er. Það sem Páll hefir afrekað tónlistarlífi þessa lands til heilla, er ólíklegt að honum hefði sjálfum auðnast ella. Var fundvísi konu Jóns á af- burðagáfum sameiginlegt lán hjónanna. Marga hafa þau hjónin styrkt til náms og menningar og komið auga á gáfur og hæfileika, er ella hefði eigi notazt að. Hafi þau komið auga á mikla hæfileika, var óðara reynt að gefa þeim svigrúm til þró- unar og þroska með persónulegum áhrif- um og hjálp. Að þau hjálpuðu Páli ísólfssyni á söng- menntaferli hans, var eigi aðeins vegna náins skyldleika, heldur af því líklega enn fremur, að söngurinn, músikin, var Jóni óvenjulega hjartfólginn. Einnig hefir hann, svo vitur maður, sem hann var, séð hversu rikan þátt aukið sönglíf í landinu mundi eiga í aukinni menningu þjóðar- innar. Sjálfur reyndi hann að hjálpa söng- lífinu á marga vegu, eins og ástæður frek- ast leyfðu með kennslu, organleikarastarfi og á margan annan hátt. Um nokkurt skeið hafði hann á hendi útvegun á hljóð- færum til kirkna og til notkunar í heima- húsum, voru það bæði harmonium og piano, mikill fjöldi. Var hann vandur að vali og skipti eigi við aðrar verksmiðjur en hann var viss um að framleiddu og seldu hljóðfæri i umboðssölu. Var honum ljóst, hversu feiknar þýðingu það hefir fyr- ir söngsmekk fólksins, að menn aðeins hafi góð hljóðfæri til að leika á. Með þessum hætti hefir hann gert íslenzku kirkjunni feikimikið gagn, sem og einstaklingum um land allt. Verðinu var jafnan stillt í hóf. Karlakór og samkór karla og kvenna stofnaði Jón og stjómaði um 12 ára skeið. Á Eyrarbakka stofnaði Jón Pálsson skóla, sem kallaður var „Sjómannaskóli Ámessýslu". Var skóli með sama sniði stofnaður í 3 verstöðvum öðrum austan fjalls, á Inftsstöðum, Stokkseyri og Þor- lákshöfn. Stóð skóli Jóns á Eyrarbakka í 12 ár, en þegar hann hvarf til Reykja- víkur, lagðist þessi starfscmi niður. Var hann aðalkennarinn og var hami ætlaður sjómönnum á landlegudögum, en þeir voru einatt dögum og jafnvel vikum saman. Af hendi Jóns mun þessi kennsla hafa ver- ið af hendi leyst fyrir mjög litla eða enga borgun. Nokkur styrkur var veittur úr sýslusjóði Ámessýslu til áhaldakaupa aðal- lega. Ýmsir af nemendum Jóns urðu merk- ir bændur, jafnvel alþingismenn og einn bankastjóri. Þessi merkilega starfsemi bar hinn bezta árangur og margir námfúsir sjómenn hafa hlotið að vera hinum ósin- gjörnu forgöngumönnum og kennara inæsta þakklátir. Á sama tima hélt Jón úti 3 skrifuðum blöðum, er hétu „Gangleri“, „Kvöldvaka“ og Bergmálið“. Var hvert blað 2 þéttskrif- aðar arkir í arkarbroti og voru látin koma út vikulega og látin ganga um Ámessýslu til ýmissa helztu manna. Fjölluðu þessi blöð um fjölmörg hagsmuna- og menn- ingarmál, um búvísindi, sjómennsku sam- göngumál o.fl. Er talið, að frá þessari blaðastarfsemi hafi stafað ýmsar fram- kvæmdir, t. d. vegalagningin um Flóann o. :s. frv. 1 stjóm Sparisjóðs Árnessýslu var Jón í 10 ár. Enn stofnaði .Tón „Sjómannasjóð Ár- nessýslu". Var lengi lagður til hans einn fiskur af hverjum hlut. Átti þessi sjóður 6 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.