Akranes - 01.01.1959, Side 8
augu og eyru og hagnýta lífsreyuslu ann-
arra. Eigi má heldur gleyma þeim áhrif-
um, sem harni hefir orðið fyrir í æsku og
uppvexti á góðu merkisheimili. Hefir slikt
löaigum dregið drjúgt. En dæmi þessa
merkilega manns er ein sönnun þess, að
„enginn verður óbarinn biskup“, því að
saga hans er um lifandi áhuga, ó]>reytandi
elju og áhuga fágæta liknarkennd. Því
auk þess að hann hefir hjálpað fjölda
mörgum án þess að ætlast til lofs eða
launa, hefir hann verið stórgjöfull á allra
vitorði og hefir hans góða kona átt þar sinn
þátt og eigi síðri. Hefir vissulega mátt
um þau bæði segja löngum, að „vinstri
hendin vissi eigi um hvað sú hægri gerði“.
Heiðursmerki Fálkaorðunnar var Jón
Pálsson sanndur árið 1935. En það sem
bezt er, að hann hefir, og þau hjón, notið
verðskuldaðrar virðingar samtíðarfólksins
og mestrar af hálfu þeirra, er þekktu þau
bezt.
Jón Pálsson var fríður maður sínum.
gáfulegur og hvatlegur í spori.
íslenzku kirkjimni á að vera ljúft að
þakka öllum þeim, sem lagt hafa sinn
skerf eftir megni til hjálpar, liknar og
menningarmála, þvi þar er slegið á strengi,
sem hún sjálf hefir löngum slegið á og eru
í fyllsta samræmi við hugsjón hennar.
Um hjónin Jón Pálsson og önnu Ad-
ólfsdóttur má fá frekari fróðleik í tíma-
ritinu „Öðinm“ 1922.
Séra HALLDÓH JÓNSSON frá Reynivöllum.
ísólfur Pálsson
/. ti. marz iHyt — d. 17. febrúar 1941.
Sérstök ástæða er til þess, jafnvel fyrir
mig, að minnast þessa góða bróður mins
og mæta manns, og þess hefði ég eigi þurft
að bíða, að hann félli frá, etn itr því sem
nú er komið, vil ég eigi draga það lengur.
Auk þess sem flest blöð bæjarins hafa
þegar mirmzt hans með réttu og öll á einn
veg, sem sé loflegan mjög, ýkjulaust með
öllu. Þá voru ræður þeirra séra Árna
Sigurðssonar við útför Isólfs 1. marz, svo
og útvarpsræða skólastjóra Freysteins
Gunmarssonar á 70. afmæli ísólfs, hinn
11. s. m., svo hugðnaunar, sannar og rétt-
ar, að ég tel mig litlu eða engu færan um
að bæta, og vil vísa til alls þessa, þeim, er
þvi kynnu að vilja kyrmast.
En það er einkum ýmislegt, sem ég einn
varð var við i fari þessa athugula og
glöggskyggna manns, er ég hygg að fáir
aðrir hafi um vitað og ég vildi að einhvers
staðar kæmi fram, jafnvel þó ég hafi vissu
fyrir þvi, að Isólfur taldi það einkamál sín,
sem hann eigi vildi flíka framan í aðra
og taldi enga nauðsyn til bera, að aðrir
fengju vitneskju um. Það verða því aðeins
fá dæmi af fjölda mörgum, sem ég vil
minnast á hér um sérstaka athygli hans
í veðráttu-einkennum, sjúkdómstilfellum
og ráðum hans við þeim, þótt vitanlega
væri mér eigi kunnugt um meðöl þau, er
hann notaði og setti saman.
Isólfi var jafnan hugleikið mjög um það,
að ganga niður að sjó og líta eftir ýmsu,
er að sjóferðum laut. Varð ég þó oft var
við það, að þar sá hann ýmislegt, er hvorki
ég né aðrir höfðum tekið eftir að þar
væri að sjá eða heyra, en varð honum þó
til bendinga og leiðbeininga, sem hann lét
ekki uppi við aðra hverjar voru, nema
að væri spurt eða tilefni gæfist til að
minnast á það í sambandi við eitthvað ann-
að.
Þannig var það eitt sinn á haustdegi
i glaðasólskini, lygnu veðri, „rjómasléttum
sjó“, að við gengum saman niður á hafn-
arbakka; lágu þar mörg skip, bundin við
hafnargarðana. Segi ég þá við Isólf:
„Það er ekki úfinn á sjónum núna; hann
er spegilsléttur og engan vindblæ að
finna“.
8
AKRANES