Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Qupperneq 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Qupperneq 15
TlMARIT VPl 1971 57 kvæmni var ekki fyrir hendi. Til þess að ráða bót á þessu, var tekin upp myndræn aðferð til leiðréttingar myndakerfisins. Þessi myndræna að- ferð gaf g-óða raun, en var nokkuð tímafrerk. Með tilkomu tölvu Reiknistofnunar Háskólans árið 1965 opnuðust nýir möguleikar í útreikningi á myndþrí- hyrningamælingum. Vegna takmark- aðs minnisrýmis reiknisins í byrjun var þó aðeins mögulegt að skrifa beinlínulega útreikniforskrift. Sam- vinna tókst milli Mælingadeildar Reykjavíkurborgar og Forverks h.f. um gerð forskriftar, sem henta mætti báðum aðilum og var dr. Ragnar Ingimarsson, verkfr., feng- inn til að skrifa hana. Forskrift þessi byggðist á endurteknum um- reikningum á einu hnitakerfi í ann- að (Helmerts transformation), viss- um nákvæmnisútreikningum og úti- lokun á ónákvæmum einingum. For- skriftin gerði það að verkum að miklu fleiri punkta var hægt að nota við umreikning hnitakerfanna án þessu að veruleg vinnuaukning ætti sér stað, skekkjupunktar einangr- uðust fljótlega og ekki þurfti að spara endurútreikninga, til þess að ná sem beztum árangri. Stöðugt þurfti hins vegar að nota myndrænu aðferðina til þess að leiðrétta mynd- mældu kerfin, þar sem það var nauð- synlegt. Við komu disk-minniseindanna við tölvu Reiknistofnunar Háskólans opn- aðist möguleiki á því, að leiðrétta snúin kerfi með jöfnuútreikningi af 2. gráðu eða 3. gráðu ferlum. Var þess vegna hafizt handa á vegum For- verks h.f. að gera forskrift, sem út- reiknislega gæti leyst allar nauðsyn- legar jafnanir og hnitaútreikninga við myndþríhyrningamælingar í einni myndröð. Forskriftin, sem er í tveim hlutum, var gerð af starfsmanni Forverks h.f. Erni Arnar Ingólfssyni, BA og myndmælingamanni. Fyrri hluti forskriftarinnar líktist fyrri forskriftinni með línulegum umreikningi frá einu hnitakerfi í annað eftir Helmerts-aðferð. Betrun Sýnishorn af korti í mkv. 1:1000.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.