Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Síða 51

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Síða 51
TlMARIT VPI 1971 93 Notkun tölvu við landmælingar Eftir Gunnar Þorbergsson 1. Yfirlit um tölvunotkun Fyrir 10 árum þótti úrvinnsla land- mælinga með tölvum nýstárleg. Nú er varla réttlætanlegt að vinna úr mælingum, ef í einhverju magni eru, öðruvísi en í tölvu. 1 dag má ekki á milli sjá hvor sé þarfasti þjónn land- mælingamannsins tölvan eða þyrlan, en tölvan er ótvírætt hlýðnasti þjónn hans. Jafnvel þótt landmælingamaðurinn noti nú á dögum mælitæki og mæli- aðferðir, sem þekkt voru áður en tölvur voru fundnar upp, er líf hans nú með allt öðrum hætti en áður var. Mælingavinnan er nokkuð reglu- bundnari, skrásetningin formfastari. Það fer meiri tími en áður I að reikna og endurreikna meðaltöl í mælibókum, en útreikninga, sem áð- ur tóku vikur, er nú hægt að gera á klukkustund í tölvu, og niðurstöð- ur mælinga verða tilbúnar á vikum í stað mánaða áður. Því fer þó fjarri að mælingamað- urinn mæli sitt strik án þess að not- færa sér hraðvirka tölvu. Nýtt um- fangsmikið verkefni krefst skipu- lagningar, mæliaðferðar, sem er hæfilega nákvæm, tekur stuttan tima og er sem ódýrust. Áður fyrr var mæliaðferð ekki ódýr, ef hún hafði í för með sér umfangsmikla útreikn- inga. Nú má oftast sleppa þessu skilyrði og setjast niður og skrifa forskrift í staðinn. Samkeppni milli fyrirtækja, sem stunda landmælingar og kortagerð i stórum stíl erlendis, er hörð. Tæknin, sem fyrirtækin hafa yfir að ráða, og þar með þær forskriftir, sem þau nota, er snar þáttur í styrk fyrirtæk- is af þessu tagi. Raunin er líka sú að litið er á tölvuforskrift, sem gerð er á vegum sliks fyrirtækis, sem at- vinnuleyndarmál. Forskriftir, sem gerðar eru á vegum háskóla, eru undanþegnar þessari reglu. Þegar fram líða stundir verða þær enginn eftirbátur þeirra, sem nú er farið leynt með. Nefna mætti þrjú atriði, sem oft geta valdið erfiðleikum við gerð for- skrifta til úrvinnslu landmælinga. Efni þetta var ekki flutt á ráð- stefnu VFl um landmælingar á Islandi eins og aðrar þær greinar, sem birtar eru í þessu hefti Tíma- rits VFl. Greinin er skrifuð að ósk ritstjóra timaritsins, til að gefa beint dæmi um það hvernig ný tækni hefur breytt vinnuað- ferðum við landmælingar. Hið fyrsta er spurningin um form niðurstaðna: Oft á að nota niðurstöð- urnar til að gera eftir þeim teikn- ingu eða kort, og skemmtilegasta lausnin er þá sú að láta tölvuna sjálfa gera teikninguna, ef teiknivél (plotter) er hluti af tölvusamstæð- unni. Hægt væri að tengja slíkar teiknivélar við stærri tölvur hér- lendis. Annað atriðið er spurningin um það, hvernig fara skal með grófar mæliskekkjur. Þær lýsa sér sem stór- ar mótsagnir í mælingunum, og hægt væri að láta tölvuna hætta útreikn- ingum, þegar þær kæmu fyrir. Oft er þó leitazt við að láta tölvuna sleppa röngu mælingunni, en þá kem- ur stundum fyrir að hún sleppir einni eða fleiri réttum mælingum ásamt þeirri röngu. Þriðja atriðið, sem hér skal nefnt, er takmarkað minni tölvunnar. Við jöfnun þríliyrninganeta og hæðar- neta veldur þetta takmörkun á f jölda óþekktra netpunkta, sem hægt er að reikna í einu. Sé ákveðin for- skrift tekin sem dæmi, er hægt að stilla upp jöfnuhneppi með 23 óþekkt- um þrihyrningapunktum (46 jöfnur) og leysa það á fljótvirkan hátt í tölvu Reiknistofnunar Háskólans. Ýmsir möguleikar eru á að auka þennan punktafjölda verulega, en fram til þessa hefur verið lítil þörf á því hér á landi. Hægt er að hafa mikið gagn af tölvu við hönnun og undirbúning landmælinga. Þannig er hægt að reikna styrkleika áætlaðs þríhyrn- inganets, sem teiknað hefur verið inn á kort, og fljótlegt er að reikna þær stefnur, sem mæla á I netinu með nægilegri nákvæmni til að landmæl- ingamaðurinn eigi auðvelt með að finna punktana. Þegar nota á ljós- myndir teknar úr lofti við kortagerð borgar sig að teikna útlínur ljós- myndanna inn á kort, sem síðan er notað við áætlun og mælingarnar sjálfar. Eftir þetta yfirlit um notkun tölv- unnar verður sagt nokkuð ítarlegar frá tveimur dæmum um notkun tölvu Reiknistofnunar Háskólans við tvö verkefni Orkustofnunar. 2. Notkun tölvu við þyngdarmæ'.ingar Árin 1966-1971 voru gerðar um- fangsmiklar þyngdarmælingar á veg- um Orkustofnunar. Um 1600 mæli- stöðvar eru dreifðar nokkuð jafnt um allt landið og ákveða varð hæð og legu þeirra flestra með landmæling- um, en sumar voru þekktar fyrir. Unnið er úr landmælingunum með nokkrum forskriftum og niðurstaðan er hnitaspjöld með númeri, hnitum og hæðum mælistöðvanna. Færðar voru sérstakar mælibækur vegna þyngdarmælinganna sjálfra, sem gerðar voru með þyngdarmæli LaCoste and Romberg G-137, en mæl- ingin i hverri stöð tók 5-10 mínútur. Eftir mælibókunum eru götuð álestr- arspjöld, sem innihalda númer stöðv- ar, dagsetningu, tíma, álestur þyngd- armælis og hæð hans yfir stöð. Spjöldin geta einnig innihaldið hnit og hæð stöðvar, ef hún er þekkt. Framan við álestrarspjöldin úr hverri mæliferð, sem venjulega var eitt dagsverk, er sett spjald með númeri mæliferðar og öðrum upplýsingum. Hnitaspjöld ög álestrarspjöld eru lesin með sérstakri forskrift og upp- lýsingarnar í þeim sameinaðar og gataðar á þyngdarmælispjöld, sem

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.