Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Blaðsíða 34
saungum; að aflíðanda hádegi reið konúngr af í’íngvöllum
með fylgð sinni; allur þíngheimur fylgði honum upp í
Almannagjá og kvaddi hann þar; sama dag um kvöldið
kom hann til Reykjavíkur.
August 7. Samsæti Islendínga í Kaupm.höfn 1 minníng þjóð-
hátíðarinnar. Konúngsefni sendi með rafsegulþræði sam-
sætismönnum kveðju sína, og þeir honum aptur á móti.
I Noregi voru þenna dag miklar minníngar haldnar, til
fagnaðar við þjóðhátíð Islendínga, flögg um daginn og vita-
bál um kvöldið og víða hátíðai-samsæti. I Kmh. og nokkr-
um bæjum í Danm. var flaggað, og í Svíþjóð var sum-
stað,ar minnzt þjóðhátíðarinnar og Islands mjög vingjarnl.
— 8. A Þíngvalla fundi var rædd uppástúnga um að breyta
merki Islands, og taka upp fálka í staðinn fyrir þorskinn.
Þíngvalla fundi slitið um miðjan dag. Meðan fundur-
inn stóð, og konúngur var á landferð sinni, var veður bjart
og gott; alt fór vel og skipulega fram, svo að bæði hátíð-
arhaldið ogmóttakakonúngsafhendiþjóðarinnarvarhvor-
um tveggja til sóma og ánægju, enda að dómi erlendra
manna, sem viðstaddir voru. — Þjóðhátfðar samkoma
haldin með Dýrfirðfngum o. fl. á Píngeyri við Dýrafjörð.
Konúngur var um kyrt í Rvk. og hafði borðh. í skólanum.
Urskurður konúngs um fjárveitíng úr læknasjóðnum til
sjúkrahússins á Akureyri, allt að 200 rd. árlega í tvö ár.
— 9. Konúngur fór 1 kirkju í Reykjavík, og hlýddi danskri
messu, sem dómkirkjupresturinn flutti.
Heimboð og dansleikur haldinn af Reykvíkíngum í
skólanum til heiðurs við konúnginn.
— 10. Konúngur afhendir landshöfðfngja Hilmari Finsen
4000 rd. gjöf, til að stofna vaxtasjóð af, og verja vöxt-
unum árlega til tveggja verðlauna eða heiðursgjafa handa
helztu dugandis mönnum.
— s. d. Konúngur fór á skip sitt »Jótland« kl. 4 e. m. og
hafði heimboð hjá sér á skipinu um kvöldið.
— s. d. Will. L. Watt hóf ferð sína til að kanna Vatnajökul,
og lagði upp frá Núpstað. komst 5950 feta hátt. kom
heim aptur að Núpstað kvöldið 14. August.
— 11. Konúngur fór af stað alfarinn í þessari ferð frá R,-
vík kl. 3 um morguninn, og hin herskipin nokkru síðar.
— 15. Þjóðhátíðar samsæti í Innri-Njarðvík, þenna og fram
á næsta dag.
— s. d. andaðist Einar bóndi Gíslason á Sandnesi 1 Stranda
sýslu 66 ára.
— »í miðjum mánuði«. Bergur amtmaður Thorberg fór í
yfirreið til Skaptafells sýslu.
— 17. Landshöfðíngi samþykkir, að taka megi 600 rd. lán uppá
Arnarbælis prestakall í 0lfusi til að verja til vatnsveitínga.
— s. d. Embættispróf í prestaskólanum í Reykjavík (til 26.);
(32)