Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Blaðsíða 58

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Blaðsíða 58
kvæmlega gæta, að láta engan kulda koma að kúnni, og að mjólka hana opt og iðulega. Önnur tegund doðasóttar kemur fram optast þtemur til fimm dögum eptir burð. Kýrin liggur þá optast, og er sýnilegt á henni, að hún er mjög máttfarin og daufleg. Augun eru sljó, iífæðin slær lint. Kýrin etur hvorki né jórtrar; andardrátt- urinn er hægur og stynjandi; hildirnar losna sjaldan, skepnan verður magnlaus að aptan, svo hún getur ekki reist sig upp. Ef henni batnar ekki, þá lifir hún sjaldan lengur en 3—4daga. Þegar sýkin er á þenna veg, þá gefur maður glábersalt 5 lóð, uppsölu-vínstein V3 lóðs, kaimusrót xV4 lóð og althea rót 2/a lóðs. Ræturnar eiga að vera muldar í dupt. Þetta allt er blandað, og gefið í hálfum potti af vatni, slíkur skamtur þrisvar á tveim dægrum. Fari svo, að hlaupi á kúna, þá gefur maður inn vik- tríl i3/4 lóðs, gentianrót iVr lóðs og piparmyntu blöð 2 lóð. Þetta skal allt vera mulið í dupt, og blandað saman í hálfum potti af vatni: skal gefa einn slíkan slcamt þrisvar á dag. Yið aflleysinu má reyna að nugga terpentínu-spiritus um lendarnar og ofantil um lærin. Þessi meðul eru höfð, þegar sýkin er búin að taka skepn- una, en á hinu ríður mest, að reyna að varna við að kýrin fái sýkina, og til þess varðar mestu hvernig farið er með hana fyrir burðinn. Nokkra daga fyrir burðinn á að draga heyið við kúna, svo hún fái ekki mikið að eta ; þessa daga á jafnframt að mjólka hana iðulega. Ef maður óttast fyrir, að sýkin muni taka hana eptir burðinn, þá er gott að taka henni blóð þrem dögum á undan burðinum, eða þar um bil, og láta blæða 2—3 potta. Það ver opt sýkinni, en skaðar ekkert. Vel er það fallið, að gefa henni dálítið af sýru í drykkjarvatmð um nokkra daga fyrir burðinn, t, a. m. einn pela af ediki, eða sem því svarar af sýru, í 10—12 potta af vatni. UM MILTISBÓLGU. Menn hafn þókzt taka eptir, þar sem kýr hafa fengið miltisbólgu eða miltisbruna (miltbrand), að nautkindur þær, sem hafa staðið upp við kalkveggi að aptanverðu, hafa ekki fengið sýkina, þó aðrar hafi fengið hana í sörnu fjósunum, þegar þær höfðu ekki kalkveggi í básunum. Þessvegna hefir mönnum dottið í hug að reyna, að kalka veggina í fjósum nautgripa, eða hafa kalk eða krít svo nærri, að skepnurnar nái til að sleikja stykkin. RÁÐ VIÐ KÝR, SEM EKKI VILJA SELJA. Við þær kýr, sem ekki vilja selja mjólkinni, hafa mjólkurkonur á Skotlandi það ráð, að láta til þeirra úttroð- inn kálfsbelg, en í Ameríku er þeim gefin súr mjólk að drekka, og það þykir óbrigðult, að þegar þær hafi drukkið upp skamt sinn af súru mjólkinni, þá selji þær fúslega til seinasta dropa það sem þær hafi til. (56)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.