Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Blaðsíða 56

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Blaðsíða 56
Víxlaðu 5 dölum, svo fær þú 6 dali aptur; víxlirðu þeim, þá færðu 7, og þannig gengur koll af kolii, þángað til þú fær þúsund. Því meiri sem stofninn er, því meiri ábati verður að hverri víxlan, og ávinningurinn margfaldast því meira. Sá sem drepur þúngaða gyltu, á eða kú, hann drepur með henni allt afkvæmi hennar í þúsundasta lið. Sá sem sóar einni spesíu, hann sóar öllu því gagni, sem hann getur haft af hennt, kann- ske mörgum þúsundum. Gáðu að þvf, að sá sem eyðir 50 dölum um árið, hann þarf ekki að eyða nema 13 skildingum á dag. Fyrir þetta lítil- ræði, sem hæglega má eyða með tímaspilli og óþarfa smá- kostnaði, setur sá, sem gjaldtraust hefir, haft alltjafnt þúsund dali millum handa; en slíkur stofn getur aflað mikils, þegar ötull maður beitir honum með fylgi. Hafðu hugfastan málsháttinn, að „skuldviss maður á ráð á hvers manns pýngju". Sá sem er kunnur að því, að hann standi ráðvandlega í skilum þegar hann lofar, hann á ráð á öllu þvf, sem vinir hans mega án vera, hvenær sem vera skal. Þetta getur opt orðið að miklu gagni. Næst því að vera iðinn og sparsamur, er ekkert betra úngum manni til orðs, en að vera orðheldinn og ráðvandur, viss og áreiðanlegur í öllu. Varastu að halda lánsfé nokkru sinni fram yfir tiltekinn tíma, svo að vinir þínir neiti þér ekki um hjálp þegar þér liggur á. Það er mart, og sumt smámunir f snöggu áliti, sem styrkir lánstraust manna: komist skuldheimtumaðurþinn að því, að þú sértsnemma á ferli, og farir seint að hátta frá vinnu þinni, þá þykir honum ekki fyrir að líða þig misseris tíma; en sjái hann þig á slóri eða slarki, þegar þú ættir að vinna, þá sendir hann eptir peníng- um sínum það fljótasta hann má; hann vill heldur krefjast þeirra nógu snemma, heldur en verða ofseinn á sér og þurfa sfðan að sækja þá í þrotabú þitt. Gjaldir þú skilvíslega, þá er það enn framar vottur þess, að þú mant til skuldar þinnar; það kemur því orði á þig, að þú sért gaumgæfinn maður og æruríkur, og verða svo því fleiri til að lána þer. Varastu að hugsa, að þú eigir sjálfur allt það, sem þú hefir handa á milli, og megir fara með það eins og þú villt. Það er yfirsjón margra, þeirra sem taka að láni. Svo þú getur forð- ast þetta, þá skrifar þú nákvæmlega upp tekjur þfnar og út- gjöld; það verður þér að minnsta kosti að því gagni, að þú kemst að raun um, hversu undarlega fljótt smá-útgjöld draga sig saman. Þar að auki fær þú að sjá, hvað spara hefði mátt, og hvað spara megi síðar, án þess þú missir mikils í. Það er í stuttu máli að segja, að gróðavegurinn er renn- sléttur eins og flötur, ef þú gefur gaum að honum. Það eru tvö orð, iðni og sparsemi, sem mest ríður á. Með öðrum orðum að segja: eyddu hvorki tíð þinni né fé, en hafðu hagnað á hvorutveggju, sem þú mátt mestan. Án iðni og sparsemi stoðar ekkert; með þeim stoðar allt. Sá sem vinnur sér inn alt hvað hann getur á ráðvandlegan hátt, og fer sfðan sparsamlega með ávinníng sinn, hann verður efalaust efnaður maður — nema (54)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.