Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Blaðsíða 53

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1876, Blaðsíða 53
leidt blessun og gróða, yfir þenna stað, þar sem óblessunin grtáfÖi yfir, og náttúran lá sem í dái og gat ekki raknað við. „Pað er fjarska heitt í dag, faðir minn! eigum við ekki *ja hérna dálitla stund"? sagði Porvaldur. Þeir stukku f^fiar af baki, og hleyptu hestunum á beit á nýja balann, en se*tust sjálfir undir hólinn hennar Helgu. , held eg, að menn fari loksins að staldra við hjá Gríms- oakka'', sagði Grtmur brosandi við dóttur sína, þegar hann sá hestana á beit niðri við veginn. Helga setti hönd fyrir auga, °K sá — jú, gráan hest gat hún séð og annan brúnföxóttan, „þá er það Magnús í Fagradal", sagði Grímur, „að minnsta kosti er það sá föxótti hans. Já! eg þykist vita að hann muni vera að flytja hann son sinn frá skipi. Nú er þá Þorvaldur orðinn útlærður", sagði hann. Nú voru menn þá loksins farnir að æja og hvíla sig undir hæðinni og Þorvaldur var fyrsti maðurinn, sem gjörði pað. Nú var Helga glöð, þvi að hún fann, að bæn fölu konunnar var uppfyilt. Hún stóð á túninu, þángað til þeir stígu á bak aptur og heldu burt. Þá sneri maðurinn á gráa hestinum sér við, og nam staðar. Hann horfði fyrst á hólinn, og siðan upp að bænum. Hjartað hennar sló nú fljótara. Hún vissi, að hún var svo lángt ourtu, að hann gæti einúngis séð sig tilsýndar, og þó roðnaði uún, eins og hann sæi inn í hugskot hennar. — Hún hafði aldrei gleymt honum, síðan fyrst þau hittust við dysina. Það var eins og blettinn vantaði ekki nema vígsluna. Eptir að Fagradalsbóndinn og sonur hans höfðu fyrstir áð þar hestum sínum, fóru nú fleiri ferðamenn að hafa þar áfángastað. Það var sönn gleði fyrir Grím. „I þessari viku hafa menn áð þar", sagði hann, „og tvisvar sinnum meira að segja“. — „Þrisvar sinnum þessa vikuna" — „já! og nú á hverjum degi". „Nú er þó eitthvað orðið við Grímsbakka", sagði hann og neri höndunum saman af feginleik. En nú kom Helga sjálf sjaldan þángað niður eptir. Hún hafði svo mikið að hugsa um heima, að hún átti bágt með að slíta sig frá því. Umferðin var líka alltaf, og allir áðu við hólinn, svo að sjaldan var þar mannlaust. Það var líka komin sú breyting á hana uppá síðkastið, að hún vildi helzt vera einsaman. Það var eitt sinn um haustið. Umferðin var orðin minni, því að allir voru önnum kafnir í heyhirðíngum. Það var sunnu- dagskvöld, og Helga sat niður við hólinn og prjónaði í ákafa, en þó voru hugsanir hennar ekki við prjónaskapinn, þær voru lángt burtu. — Allt var kyrt og þögult, og ekkert hljóð heyrð- ist, nema hægur öldugángur við fjöruna. Jú, einstöku sinnum heyrðist til máfanna, eða lágt ýlfur í Baldri, fjárhundinum gamla, sem lá við fætur hennar. En við þetta varð kvöldkyrðin ennþá næmari. — En allt f einu sperti hundurinn upp eyrun, (51)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.