Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Qupperneq 59

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1887, Qupperneq 59
ekki hærri en 12 þumlungar; hefur fuglinn þannig, þegar hann steypir sjer yfir bráð sína á sjávarströndinni, þar sem súluhæð loptþyngdarmælisins er 28 þumlungar, á örstuttum tíma farið gegn um hin ólíkustu loptlög, og hefur á lrveiju augnabliki getað lagað andardráttarfæri sín eptir umskiptum loptþrýstingsins. pó er fálkinn fljótari í ferðum, ef það er satt, að veiðifálki einn, sem Hinrik konungur 2. á Englandi átti, hafi flogið frá Fontainebleau til Malta á 24 klukkutímum; hann hefur þannig flogið 9 mílur á klukkutíma, eða 56^/3 fet á sekúndu. En hjer er það einkum þolið, sem er undravert, því að, eins og áður er sagt, geturmjó- hundurinn reyndar hlaupið 79 fet á sekúndu, en hann endist ekki lengi. Fuglar, einkum sjófuglar, endast bezt. Af sunddýrum eru hvaiir fljótastir. þannig segir Maury frá því, að hvalir, sem skutlaðir voru í Baffinsflóa, en flýðu undan með skutlana, voru skömmu siðar drepnir í Beringssundi, og að það voru sömu hvalirnir sannaðist af því, að fyrsti skutullinn var merktur með nafninu á hvalveiðaskipi því, er hvalurinn var fyrst skutlaður frá. þ>að er talið svo til, að skutlaðir hvalir geti synt 44 fet á sekúndu, og er það sami hraði og járnbrautarlest hefur, sem fer 6 mílur á klukkutíma. — pegar vjer lítum í hraðann í gufuhvolfinu, þá breytist hann mjög, eins og kunnugt er. þannig köllum vjer logn, þegar reykinn leggur beint upp, en fullkomið logn cr aldrei; vjer flnnum ekki ioptstrauminn, þegar hraði hans er ekki meiri en 3 fet á sekúndu. Blöðin á tijánum blakta, þegar loptið fer 10 fet á sekúndu, stór trje hristast og greinar brotna, þegar hraðinn er 72 fet á sekúndu; þegar hraðinn er 80 fet, veitir fulfsterkum manni örðugt að ganga; en tije rífur upp með rótum, þegar hraðinn er yflr 102 fet á sekúndu. Meir en 120 fet á sek- úndu fer loptið í belti voru naumast, en hvirfilbylir í bruna- beltinu fara 146,7 fet á sekúndu, og hafa afl, sem nemur 49 pundum á hverju ferhyrningsfeti. þegar hraðinn er svo mikili, þá er það ekki ótrúlegt, að siglutrje brotni, að segl tætist í sundur, ef þau eru eigi tekin saman áður en stormurinn byrjar, og að skip mölvist í spón í hafrótinu. Himininn er jafnframt hjúp- aður r niðamyrkri, regnið fellur ekki niður í dropum, heldur steypist niður eins og fossfall, svo að ekki er unnt, að hafast við á þilfarinu. þessi brunaferð í gufulivolfinu er þó að eins lítil í saman- burði við þann hraða, sem verður í yztu lögum sólarinnar. Kring um aflan sólarhnöttinn liggur, eins og kunnugt er, 25,000 feta breitt belti af glóandi vatnsefni, hinni svo nefndu kromosfæru (lithvolf), og hafa menn komizt að því fyrir löngu síðan með sjónaukum, að við fullkominn sólmyrkvaverðaþarmiklirstraumar. Spektroskopið (litsjáin) hefur frætt nútímamenn á því, að slíkir straumar eigi sjer þar stað sí og æ eins ogí gufuhvolfi voru; envið það, að neðri lögin af hinni glóandi málmgufu taka þátt í hjoif- ingunni, kemur fram margra þúsund stiga hitamunur, og veldur það hraða, sem vjer höfum engan líka til i gufuhvolfi voru. Hinar glóandi lopttegundir þeytast stundum 2000 mílur út fyrii' sól- röndina eins og glóandi eldtungur, hinir svo nefndu »protub-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.