Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Side 24

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Side 24
Nýjar tímaákvarðanir. Á jieim stöðam, sem liggja undir sama hádegisbaugi, sýna rjett stilltar stundaklukkur ætíð sama tíma; á stöðum sem austar liggja eru stundaklukkur þar á mtíti á undan og á vestlægari stöðum á eptir, svo að munar 4 mínútum á hverju lengdarstigi. Hádegisbaugur Reykjavíkur liggur 22 0 fyrir vestan hádegisbaug Lundúna (hádegisbauginn yfir Greenwich), og klukkan í Reykjavík er þessvegna 1 stundu og 28 mínútum á eptir klukkunni í Lur.dúnum. Fyrir hinar fljótu samgöngur nú á dögum, einkum á járn- brautum, var það mjög óhentugt að hver staður fór eptir sxnum eigin tíma (staðtíma), og menn tóku þessvegna víða upp á því að stilia allar klukkur í sama landi eptir einhverjum vissum tíma (þjtíðtíma); þannig var Kaupmannahafnartími lögleiddur um alla Danmörku 6. Febr. 1880; síðan 1878 er tíminn f Svíþjóð mið- aður við hádegisbaug þann er liggur 12 0 fyrir vestan Stokkhólm. Jxetta hefur þó ekki þtítt allskostar fullnægjandi. Á járn- brautinni milli Parísarborgar og Miklagarðs höfðu œenn níu mismunandi tímamælingar að fara eptir; gufuskipin á Boden- vatninu fimm, og líkt átti sjer stað víðar, þar sem fleiri lönd liggja saman. I Norðurameriku höfðu menn jafnvel fengið 75 ólíka járnbrautartíma. Til þess að ráða btít á þessu hafa menn nú víða tekið upp svonefndan reimatíma. Jicir staðir, sem liggja undir hádegisbaugum þeim, sem dregn- ir eru 15 0 fyrir austan eða vestan Greenwich, hafa staðtíma, sem er rjettri stundu á undan eða eptir Greenwich tíma. Ondir hádegisbaugutn þeitn, sem liggja 300 fyrir austan eða vestan Greenwich er munurinu tvær stundir o. s. frv. Ef þannig eru dregnir 24 hádegisbaugar með 15 0 millibili, og allir þeir staðir, sem Hggja milli hádegisbauga þessara færu eptir tíma einhvers þeirra, ^helst þess sem næst liggur, en annars eptir ástæðum), hefðu menn alls ekki nema 24 mismunandi tímamælingar á jörðinni, og muuurinn milli þeirra væri þá allt af heilar stundir, en mínútur og sekúndur þær sömu alstaðar. Norðurameríka kom þegar þessu lagi á 1883; henni er frá Atlantsliafi til Kyi-rahafs skipt í fimm reimar og í þeim er klukkan 4, 5, 6, 7 og 8 stundum á eptir klukkunni í Greenwich. Síðan 1888 er klukkan í Japan 9 stundum á undan klukkunni í Greenwich. Á Stóra Bretlandi, Hollandi og í Belgíu sýna nú allar klukkur sama tíma sem klukkan i Greenwich (Vesturevrtíputíma). í nokkrum af Balkanríkjunum eru klukkurnar 2 stundum á undan klukkunni t Greenwich (Austurevróputími), og járnbrautartíma Vestur- rússlands (Pjetursborgartíma) munar ekki nema einni mínútu við Austurevróputíma. Miðevrtíputími, sem er einni stundu a undan Greenwichtíma, er fyrir skömmu komið á á öllu þýskalandi og í Austurríki, og þennan tíma á að innleiða í Danmörku 1, Jan. 1894; sænskum tíma munar ekki nema nokkrum sekúudum við hann, og að öllum líkindum verður honum innan skamms komið á á Svissaralandi og Italíu. þá verður klukkan í Danmörku 2 st. 28 m. á undan klnkkunni í Reykjavík í staðinn fyrir 2 st. 18 m. sem hingað til.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.