Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Side 64

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Side 64
2. Apríl. Drnkknaði í Grafará Guðm. bóndi Pálss. í Viðvíkursv. 10. Geingu 2 birnir á land á Tjömesi. Ekki unnir. 20. Týndist skip í róðri af Miðnesi suður, með 6 mönnum. For- maður Jón Sveinbjörnss. bóndi í Sandgerði alkunnur sjósókn- ari og röskleika maður. 26. Fraklmeskt fiskiskip strandar á Miðnesi. 30. Rak hval í Breiðavíkurhrepp, stóran, en nokkuð skaddaðan. í þ. m. fórst hákarlaskipið »Margret« í ís á Grímseyjarsundi, en mönnum bjargað. 2. Maí. Sr..,Jón Björnsson á Eyrarbakka fanst örendurí fiæðar- máli við Ölfusárós (f. 1829). 4. Sveinn Sveinsson búfræðingur fanst örendur í læk nálægt bæ sínum Hvanneyri (f. 1849). 6. Guðbr. Finnbogason og G. E. Briem kaupmenn senda út áskorun um betri saltfisksverkun syðra. 18. Eiríki vísiprófasti á Garði í Khöfn sýnd ýms virðingar og vin- áttumerki af löndum sínum á 70. afmælisdag sinn. 20. var svo mikið síldarhlaup í Vestmanneyjum að menn jusu henni npp í báta sína með tómum höndum. 22. Flytja kennarar og lærisveinar prestaskólans lektor sínum Helga Hálfdánarsyni heillaóskir og gjöf í minningu um 25 ára veru hans við skólann. 26. Embættisgjörð í dómkirkjunni í Rvik til minningar um gull- brúðkaup konungs. í Maí voru þeir Sr. Davíð Guðmundss. Sr. Hjörleifur Einarss. og Sr. Sæm. Jónss. sæmdir riddarakrossi Dannebrogs, og bænd- urnir Einar Guðmundss. á Hraunum og Jón Jóakimss. á þverá í Laxárdal gerðir danebrogsmenn. þá varð kaupm. J. P. T. Bryðe etatsráð. í þ. m. tóku þeir Einar Benidiktss. og Hannes Thorsteinson próf í lögum við háskólann. 1. Júní brann bær í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshrepp. Öll bæjarhús brunnu 6 eða 7. Kúm bjargað og litlu úr baðstofu. 5. Aðalfundur Búnaðarfj. Suðuramtsins. Sama stjórn endurkosin nema fjehirðir nýr. G. Zoega. 9. Fjenaðarsýning í Rangárþingi að Stórólfshvoli. 3 menn feingu verðlaun. 12. Vígðir prestvígslu Guðm. Emíl Guðmundss. og Hans Jónss. prestaskóla kandídatar. 20. Jón Helgason tekur embættispróf í Guðfræði við háskólann (1. eink.) 30. Sagt upp latínuskólanum 6 piltar útskrifaðir. 31, Bindindisfundur á Egilsstöðum eystra, skorað á alla presta í Múlaþingi að styrkja bindindi. S. d. þingmálafundur fyrir báðar Múlasýslur. í þ. m. tóku embættispróf við læknaskólann þeir Jón Jónss. (1. eink.). Jón þorvaldss. og Ólafur Finsen (2. eink.). 1. Júlí. Sýnódus haldin í Rvík. Nálægt 20 klerkar voru við- staddir. 3. Snjór ofan í miðjar hlíðar við Hvammsfjörð og víðar um land. — Ejell skriða á vöruhús pöntunarfjelags Múlsýslinga á Búðar- (54)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.