Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Page 66

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Page 66
19. Guðjón Guðlaugs. búfræðingur kosinn til þings af Stranda- mönnum (86 atkv.). 20. Klemens sýslum. Jónss. og Jón Jónsson í Múla valdir til þings í Eyjafirði með 189 og 150 atkv. S. d. sleit upp kaupskip á Blönduósi og braut, mannbjörg varð. 21. Veltist maður með hesti í ölæði ofan fyrir hamra á Flóa- manna afrjetti. Hesturinn rotaðist, en maðurinn með lífi aðeins. 22. skiptapi á ísafjarðar-djúpi, týndust 2 menn. 24. Endurkjósa Árnesingar jáorlák Guðmundsson til þings (163 atkv.) og kjósa Boga Th. Melsted cand. mag, (121 atkv.). 26. Sr. Jens Pálsson kjörinn til þings í Dölum (36 atkv.). 27. Páll Melsteð kennari gerður riddari Dannebrogs. 27. -28. Aftaka veður í þingeyjars. fenti fje og hross. 28. Ofsaveður í Vestmanneyjum. Hús rauf, garðar fuku, menn tók upp, o. fi. í sama veðri lömdust fuglar og faukfjeundif j Eyjafjöllum. S. d. Norskt kaupskip sleit upp á Ólafsvík og brotnaði, mönn- um bjargað. 30. Kosnir til Alþingis í Kangárþingi þórður Guðmundss. hrepp- stjóri 171 atkv. og Sighv. Árnason endurkosinn með 164 atkv. S. d. Sr. Jón Jónss. kosinn til þings í Austur-Skaptafelssýslu. Auk þess valdir í þessum mánuði. í Suður-þúngeyjars. Einar Ásmundss. og Norður-þingeyjars. Ben. sýslum Sveinss. (28 atk.). 1. Okt. Maður og hestur hrapa til dauða í Skagafirði. 9. Vígður Búdvíg Knúdsen prestaskólakand. til þóroddstaðar. 24. Jóni Sigurðss. frá Mýri dæmt líflát af Yfirdómi fyrir morð. 26. Vígð kirkja í Mjóafirði austur. 29. Brenna 3Ö0 hestar af heyi á Húsabakka í Skagaf. 30. Vígður Gísli Jónss. prestaskóla kandidat. 5. Kennarar og lærisveinar latínuskólans og aðrir vinir dr. Jóns rektors porkelssonar flytja honum heilláóskir, gjafir og kvæði á 70. afmæli hans og til minnis um 20 ára veru við skólann. 2. Nóv. Helgi lektor Hálfdánarson gerður Dannebrm. 7. Skiptapi á Stokkseyri, 7 bjargað, 1 drukknaði. 13. Reykvíkingar og ýmsir vinir Páls kennara Melsteds sýna hon- um ýmsan sóma á 80. fæðingardag hans. 27. fjell maður úr reiða á skipi við ísafj. braut legg á öðrum fæti en lær á hinum. 28. Varð kvennm. úti frá Króksst. í Miðfirði og önnur í Skagaf. S. d. Stúlka varð úti frá Nunnuhóli í Eyjafirði. í Nóv. hröpuðu 2 dreingir fyrir hamra a Ufsaströnd og hafði annar bana. 2. D e s. Sleit kaupfar frá Flatey upp á Rvíkurhöfn og braut. Mönnum bjargað. S. d. verða 2 menn úti' frá Sporði í Húnaþingi, Jón bóndi, og son hans 16 vetra. Sömul. smalapiltur frá Miðhópi og Árni bóndi Brandss. frá Háreksstöðum í Norðurárdal og Joks 15 vetra piltur fra Ljáskógaseli í Dölum. ]>á daga er mesta skaðræðis hríð um alt Vestur- og Norðurl. sem drap fje hrönnum.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.