Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1894, Page 78
Líflát Kínverja.
A Kmveqalandi tíðkast dauðahegningin mjög, en ekki erU
Kínverjar að ómaka sig með að höggva eða hengja einn í ein'1!
Iieldur eru sökudólgarnir látnir biða hver eptir öðrum, þanga8
til safnast hefur saman 20—30; þá er ekið tneð þá á aftöku-
staðinn, en áður eru þeir klæddir í rauðar kápur, og hendurnaf
hundnar á bak aptur, um hálsinn hafa þeir þunga járnfesti. "
aftökustaðnum eru hendurnar aptur leystar, og þeim fengn®r
rekur til að grafa handa sjer álnar djúpa gröf. þegar þeir er«
búnir að því er festur á þá skjöldur, sem nöfn þeirra eru rituð a
og glæpur sá er þeir hafa framið, að því búnu eru þeir sv°
hálshögnir eða hengdir.
Svör Persakonungs.
Eins og kunnugt er, eru veðhlaup mjög tíð milli stor-
menna í Norðurálfunni, einkum á Englandi og í París; veðja
menn þar opt sín á milli stórfje um það hver af gæðingununt
muni verða fljótastur; er þetta veðfje stundum svo gífurlegt að
sumir verða örsnauðir, og hafa nú Prakkar reynt með löguffl!
að hindra geypi há veðmál. pegar Nasreddin Persakonungu1
fyrir fáum árum var í París, var honum boðið að horfa á veð-
hlaup, en hann þakkaði fyrir boðið og sagði: >Jeg hef aldrei
efast um það, að einn hestur getur hlaupið harðara en annar, en
mjer stendur alveg á sama, hver hesturinn er fljótastur«.
Ekki fórust honum óheppilegar orð í annað sinn í storu
gildi sem honum var haldið. pegar byrjað var að dansa, var
hann spurður að hvort hann vildi ekki taka þátt í dansinum-
»Nei«, svaraði hann, »þessa stritvinnu látum vjer þræla vora
gjöra á voru landi«.
Vesturheimsmaðurinn.
Lögregluþjónninn: > Jeg sje að þjer munið vera ókunnngur
hjer, en þjer verðið að fyrirgefa, þó jeg biðji yður að taka ofan,
eins og þjer sjáið að allir aðrir gera, sem hjer eru, meðan keis-
arinn er að aka fram hjá«.
Vesturheimsmaðurinn: »Mjer stendur alveg á sama
um alla veraldarinnar keisara og konunga. Jeg er frá Banda-
ríkjunum, frjáls maður og fæddur undir stjörnumerkinu; jeg tek
ekki ofan fyrir þess konar burgeisum«.
L.: ».Já! en keisarinn er ríkasti maðurinn í öllu Rússaveldi
og líklegast í allri Norðurálfunni«.
V. (um leið og hann lyptir hattinum); »Jeg bið yður mik-
illega forláts — því sögðuð þjer mjer þetta ekki undireins?«
T. G.
(os)