Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 33

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 33
mælti þeini ójöfnuði, var honum hrundið þar við kosning'u, og mynd hans brennd af skrílnum á einu bæjartorginu. Eins missti hann vinsældir sínar um hríð í Krímstriðinu og Bandafylkjastríðinu. Hann og Stuart Mill voru að kalla hinir einustu af andlegum fyrirmönnum þjóðarinnar, sem kváðu upp með fylgi sitt við Norðurrikin. Öll hin lögum og lofum ráðandi borgarastjett Englands var eindregið með þrælahalds- fflönnum og í sama tón kváðu blaðamenn og stjórn- vitringar. Norðurrikin með verksmiðjum sínum og Kámum voru hættulegasti keppinautur Englands, en Suðurríkin með bómullarakrana bezta mjólkurkýrin, og þess vegna, urðu þeir svo fáir, sem Ijetu hugsjóu tnannrjettinda og frelsis ráða meiru í því máli, eu hagsmuni og gróðavon. Þess er getið í þætti Gladstones í almanaki Þjóð- vinafjelagsins fyrir 12 árum síðan, að hann hafl orðið einna fyrstur til þess að kannast við það og fylgja þvi, að rikin í heild sinni, eða löggefendur og stjórn- endur þeirra, standi undir sömu siðferðislögum sem hver einstaklingur. Það vantar mikið á að slíkt sje viður- kennt í heiminum í orði, hvað þá í verki. Frá hinni litilmótlegustu hreppsnefnd úti á Islandi allar götur úpp til stjórnarráðs hinnar voldugustu og göfugustu þjóðar heimsins gildir enn lífsreglan: »enginn er ann- ars bróðir í Ieik«, það er að beita megi þeim breli- Um eða því valdi, hvort sem það heitir til fjelagsheilla, eða til trausts og halds fyrir sjálfa sig, sem enginn þeirra manna einn fyrir sig vildi viðhafa í einka- skiptum við náungann. Bright á þó enn betur en Gladstone skilið það lof, að haf'a fylgt stranglega siðalögmáli samvizkunnar í opinberri starfsemi sinni eigi síður en í prívatlífi. Því skildi þá vinina 1882, er Gladstone sendi liðið til Egýptalands. Jafnskjótt og skothríðin byrjaði á Alexandríu, sem var jafn and- stætt ti’úar og rjettlætistilflnningu Brights, sagði hann sig úr ráðaneytinu. Tflr höfuð var Bright það nauð- ugt að vera í stjórninni, þótt hann vegna yflrbnrða sinna á þingi og þjóðhyllis yrði þrisvar að taka þar sæti. Hann var þar of bundinn. Hann vakti þannig stórhneyksli 1869, er hann í brjefi til kjósenda sinna hafði í hótunum við efri málstofuna, sjálfur ráðherr- (27)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.