Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 34

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 34
ann. Af sömu ástæðu tók hann eigi í mál að gjörast fyrirliði framsóknarmanna í nsðri deildinni 1875, er Gladstone gaf allt frá sjer í bili, þótt að hann væri mestur maöurinn að Gladstone frágengnum, en vera má og að lieilsan hafi bannað honum, því að Bright var lengst æíi sinnar fremur heilsutæpur. Friður og f'relsi var markmið hans. Að hinu síð- ara stefndi hann sjerstaklega með óþreytandi baráttu fyrir útfærslu kosningarrjettarins. í sem stytztu máli stefndi öll hans pólitíska barátta að því, að gjöra sem mestan rjettinda jöfnuð í landinu, afnema einkarjett- indin, en hefja upp hina lægri maunflokka og halda sem alira sparast á almannafje. Þá skildi að lokum Gladstone og Bright í stóra málinu, heimastjórn Irlands. Þeim var báðum þungt um að skiljast og dróg enda til fáleika milli þeirra um hríð, en sættust heilum sáttum 3 mánuðum fyrir dauða Brights. Eins og við mátti búast eptir öllum hugsunarhætti Brights, hafði hann þó jafnan talað máli Ira. Hann sagði hina óhrekjanlegu setningu á þing- inu gegn kúgunarráðum stjórnarinnar við íriendinga: »ofbeldi er engin bót« (force is no remedy). Bright játaði og í þingræðu í febrúar 1866, er kúgunarlög stjórnarinnar gegn Feníum voru barin i gegn um báðar þingdeildir á einum degi og staðfest sama kvöldið, að írska þjóðin mundi, ef' hún væri þess megnug, rífa eyna upp með rótum og flytja hana 2000 rnílur vestur í haf. Hann og Stuart Mill kváðu báðir við það tækifæri upp með það sem algildómótmæl- anleg sannindi, að óánægja heillar þjóðar með stjóm- arfar sitt gæti aldrei verið að kenna auiaskap hennar eða þrákelkni, heldur stjórnarfarinu og stjórnarfram- kvæmdinni. Bright snerist aldrei gegn auknu frelsi íra, en honum likaði eigi 'að öllu aðferð Gladstones, og var þá of einrænn til að halda hópinn. Verði þeirra Gladstones og Brights opt getið saman að góðu, þá er það eigi síður annar maður, sem Bright verður ávallt talinn í sveit með, og það er Richard Cobden, þingmaðurinn frá Rochdale. Þeir voru óaðskiljanlegir vinir og fóstbræður Bright og Cobden, eg fylgdust að í öllum málum um 25 ár, en Cobden dó 1865, það var í frásögur fæi't að alls einu (•28)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.