Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 35

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 35
sinni hafi þá skilið um atkvæði i þinginu, en seinna hvarf þó Bright að skoðun Cobdens. .Stórvirki þeirra í sögu Englands er frjálsa verzlunin og afnám korn- tollsins 1846. Flokkur þeirra var kenndur við Man- chester, þar var Bright þingmaður, en Cobden átti þar sölubúð og bjó þar lengstum. Það var í septembermánuði 1841, sem bandalag þeirra gjörðist til fulls. Öll gæfa og gieði var horfin Bright. Konan hans, sem hann hafði unnað hugástum, lá á líkbörunum, eptir 2 ára hjónaband. Þá kom. Cobden að hugga vin sinn. Þeir höf'ðu setið saman á þingi í 2 ár og farið vel á með þeim. Bright var svo yfirkominn a.f harmi, að hann hafði þá gefið allt frá sjer, vildi deyja heiminum, jafnvel fiýja af landi burt, siítá sig frá öllu, sem minnti hann á missirinn. Cobden sat lengi hljóður hjá honum, reyndi eigi að hugga hann, en sagði að skilnaði: »Um endilangt England er sem stendur sorg á heimilum þúsundum saman, þar sem mæður og börn deyja af hungri; minnist þess, vinur minn, og mætti jeg gefa yður ráð, væri það það, að koma til mín á eptir og berjast með mjer gegn korntoliinum, og linna eigi fyr en hann er afnuminn«. Bright þýddist þetta. Hann deyfði sorg sína í hvíldarlausri baráttu nótt og dag í ræðum.og ritum, um endiiangt England, f'yrir brauði fátækiingsins, og þeir fóstbræður mögnuðu það stríð gegn auðmönnum og landsdrottnum, sem flest áttu sætin á þinginu og hjeidu dauðahaldi i verndartoliana, að fullur sigur vannst. Sú barátta gleymist aidrei úr framfarasögu Englands, og segir nokkuð gjörr af henni í þátturn þeirra Beaconsfields og Gladstones í aimanakinu 1884. Faðir Brights var efnaður kaupmaður, og Bright rak sjálfur verzlun og bómullarverksmiðju í Bochdale. Ættin fylgdi trú Kvekara. en þeir eru manna vand- aðastir. fyigdi Bright aila æfi háttum Kvekara og eins við hirð Viktoríu drottningar, er hann þá heim- boð hennar, sem stjórnarherra. Viktoría mat hann mikils, og hann bar henni aptur á móti það orð, að hún væri ein hin merkasta kona til orðs og verka, sem hann hefði kynnzt. Ekki tók Bright það i mál (29)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.