Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 58

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 58
að setja hjer framhald af þeim leiðbeiningum, til þess að reyna að koma í veg fyrir, að iántakendur þurfi að verða apturreka vegna íormgalla og ófullnægjandi skjala, opttil naikils baga fyrir þá. Hjer er það sett með brej'ttu letri, sem lántakendur opt gleyma, en má eigi vanta : Þegar lántakandi eigi mætir sjálfur í bankanum til að taka lánið, þarf hann að gefa einhverjum skriflegt um- boð til að annast um lántökuna fyrir sig; umboðsskjalið þarf að vera undirskrifað í viðurvist 2 vitunilarvotta og má bljóða á þessa leið: «Jeg (nafn og heimili lántakanda) gef hér með br. (nafn og heimili umboðsmanns)umboð til að takaíyr- ir mína hönd ián í landsbankanum í Eeykjavík, að upphæð allt að —-------krónum gegn þeirri trygg- ingu, er nú skal greina : (Hér sé tilgreint veðið eða tryggingin). Svo og til að undirskrifa skuldabréf fyrir láni fiessu. Skal allt. sem nefndur herra N. N. gjörir í þessu efni, hafa sama gildi sem jeg heföi gjört þaö sjálfur». (Heimili, dagsetning og nafn lántakanda, svo og nöfn 2 vitundarvotta). Þegar lántakandi eigi á veðið sjálfur, en hefur feng- ið það lánað hjá öðrum til veðsetningar, þarf dteiknun hlutaðeigandi lögreglustjóra á veðleyfið um undirskript veðeiganda. Yeðleyfið má vera á þessa leið: «Jeg (nafn og heimili veðleyfanda) gef hér með (lán- takandi) fulla heimild til að veðsetja,einsog það væri hans eigin eign, eign mina (nafn veðsins) til trygg- ingar fyrir láni að upphæð allt að — — — krón., er hann ætlar að fá úr landsbankanum í Keykjavík. Nær veðleyfið einnig til vaxta at' láninu og alls kostnaðar við innheimtu þess. ^Heimili, dagsetning og nafn veðleyfanda). (Hór undir kemur notarialvottorð lögreglustjóra.) Eigi veðleyfi að vera bundið við ákveðið timaták- mark, fiarf fiað með berum orðum að vera tekið fram, ella er svo álitið, að veðleyfið gildi fiangað til lánið er að fullu endurborgað. Þegar sjálfskuldarábyrgðarmenn geta eigi mætt sjálfir i bankanum til að undirskrifa ábyrgðarskjal sitt, verða þeir að gjöra það i viðurvist hlutaðeigandi lögreglustjóra og fá áteiknun hans þar um á skjalið; þó geta meiin, ef (52)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.