Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 67

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1896, Page 67
Isebnum fyrir tómlæti og áhugaleysi á heilbrigðisnaálum; en. vissulega hafa læknar ekki þagað um orsakir sulla- veikinnar, nje látið ósagt, hvernig henni megi verjast. fvisvar hafa verið prentaðir bæklngar um þetta mál og utbýtt ókeypis og opsinnis hefur Dr. Jónassen brýnt i^. fyrir almenningi í blöðunum. Samt eru margir, sem ekki vilja trúa sögusögn lækna, og margir, sem að vísu trúa, en sýna hyrðuleysi í að fylgja ráðum þeirra. Slíkt er lítil hvöt fyrir lækna; þeir sjá, að alnienningur lætur 01 ö þeirra sem vind um eyrun þjóta. Jeg vil samt gera eina tilraun enn, á nýjum stað. Al- juanakið kemur víða. Vera má að það færi þessa gömlu kenningu einhverjum sem ekki hefur heyrt hana áður, og °pni augu einhvers. Sullirnir í mönnum, kindum og nautgripum eru lif- endi dýr. Þeir myndast úr eggjum bandormstegundar einnar, og innan í sullunum myndast aptur bandorms- kausar, en engin egg. Þessir hausar verða að fullvöxn- um bandormum, ef þeir komast á þann stað, sem á við þá eptir eðli þeirra. Bandormur og suliur eru þvi tvö aldursstig hins sama dýrs. Bandormarnir lifa í görnunum á hundum; þar myndast egg innan í bandormunum, og úr þessum eggj- um, sem ekki sjást nema með sterku stækkunargleri, kem- ur ungi, sem ekki verður að bandormi, heldur að sull. 1*638! breyting verður aldrei í hundunum. Eggin verða eð komast úr þeim, niður í menn eða kindur eða naut- gripi. Komist þau það ekki, deyja þau út; en ef þau komast það, hrestur eggskurnið og unginn grefur sig inn i garnirnar, og berst síðan með blóðinu, langan veg eða stuttan, þangað til hann festist; þar fer hann að vaxa og verður að sull. Innan í sullinum myndast bandormshaus- ar; þessir hausar verða þvi að eins fullvaxnir bandormar, að þeir komist niður í hunda, og slíkt verður ekki, nema hundar fái að jeta sulti. Bandormarnir þróast að eins i hundum, sullarnir að oins í mönnum og búpeningi. Menn kunna að spyrja, hver sje sönnun þess, aö band- ormarnir í hundunum sjeu sama dýrið og sullirnir, og komnir af þeim. Svarið hljóðar svo : Með þvi að bera saman hausana innan í sullunum og á bandormunum undir góðu stækkunargleri, sjá menn, að sköpulagiö er allt hið sama, en náttúrufróðum mönnum veitir ekki erfiðara að þekkja sundur hausa af bandormstegundum en t. d. hausa af þorski og laxi. Enn fremur hafa menn einatt gert til- raunir með hvolpa. Menn hafa lokað þá inni eptir fæð-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.